Íbúum fækkar í sveitarfélagi Sigurðar Inga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2019 12:30 Sigurður Ingi fluttu yfirgripsmikið erindi á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hótel Geysi í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íbúum á Suðurlandi hefur fjölgað um tæplega 3.500 á síðustu 10 árum. Mest hefur fjölgunin verið á allra síðustu árum, en tölur Hagstofunnar sýna að Sunnlendingum hefur fjölgað um rúmlega 2.500 frá árinu 2016. Eina sveitarfélagið þar sem íbúum hefur fækkað er sveitarfélag Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra en það er Hrunamannahreppur. Íbúum á Suðurlandi fjölgar mjög hratt en mesta fjölgunin er í sveitarfélögunum í kringum höfuðborgarsvæðið eins og í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Það er líka töluvert byggt á Hellu og Hvolsvelli svo einhverjir staðir séu nefndir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála fór yfir málið á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í vikunni á Hótel Geysi. „Fyrir tíu árum þá var hlutfalla landsmanna á Suðurlandi 7,5 prósent en er núna komið í 7,7 prósent. Þannig að það er svona hlutfallsleg aukning fyrir utan raunaukninguna. Það vakti reyndar athygli mína þegar rýnt er í tölur um íbúafjölgun að það hefur orðið fjölgun í fjórtán af fimmtán sveitarfélögum á Suðurlandi síðustu árin og það er aðeins í mínu sveitarfélagi, Hrunamannahreppi þar sem hefur ekki orðið fjölgun, okkur hefur fækkað um tvo síðustu tíu árin, reyndar eftir mikla fjölgun tíu árin þar á undan“, sagði Sigurður Ingi á ársþinginu. Nú er verið að kanna með sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi, Sveitarfélagið Árborg er til dæmis að kanna hug allra sveitarfélaga í Árnessýslu um vilja þeirra til sameiningar og sveitarfélögin í Rangárvallasýslu eru líka að skoða sameiningarmál. En hvernig er stemmingin almennt fyrir sameiningarmálum í landinu? „Mér finnst hún hafa verið miklu, miklu jákvæðari og meiri. Ég held að það stafi meðal annars af því að sveitarstjórnarfólkið er smátt og smátt að taka við svo mörgum verkefnum sem það áttaði sig ekki á þegar það hóf störf í sveitarstjórn“, segir ráðherrann. Sigurður Ingi segist finna fyrir góðri stemmingu um allt land vegna sameiningu sveitarfélaga enda sé nauðsynlegt að styrkja sveitarstjórnarstigið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú séu 72 sveitarfélög í landinu í 350 þúsund manna landi, þar sem eitt þeirra er lang stærst með um 120 þúsund íbúa. „Einhver sjö eru með tíu þúsund íbúa og fleiri en það eru líka sjö, sem eru með færri en 100 íbúa. Öll búa þessi sveitarfélög eiga að uppfylla sömu lögbundnu skilyrðin og það segir sig sjálft að það er mörgum minni sveitarfélögunum erfitt. Og lýðræðislega hefur þá sá halli orðið á að minni sveitarfélögin, sem gera samning við stærri sveitarfélögin, íbúarnir í litlu sveitarfélögunum ráða þá í raun og veru ekkert um þá þjónustu, sem er veitt og til þess að gera þessi samskipti á milli ríkis og sveitarfélaga auðveldari og á meiri jafningja grunni þá held ég að það sé mjög mikilvægt að sveitarstjórnarstigið eflist“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnamála.Íbúum hefur fjöglað mjög hratt á Selfossi síðustu ár enda mjög mikið byggt á staðnum.Sveitarfélagið Árborg. Bláskógabyggð Byggðamál Hrunamannahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Íbúum á Suðurlandi hefur fjölgað um tæplega 3.500 á síðustu 10 árum. Mest hefur fjölgunin verið á allra síðustu árum, en tölur Hagstofunnar sýna að Sunnlendingum hefur fjölgað um rúmlega 2.500 frá árinu 2016. Eina sveitarfélagið þar sem íbúum hefur fækkað er sveitarfélag Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra en það er Hrunamannahreppur. Íbúum á Suðurlandi fjölgar mjög hratt en mesta fjölgunin er í sveitarfélögunum í kringum höfuðborgarsvæðið eins og í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Það er líka töluvert byggt á Hellu og Hvolsvelli svo einhverjir staðir séu nefndir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála fór yfir málið á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í vikunni á Hótel Geysi. „Fyrir tíu árum þá var hlutfalla landsmanna á Suðurlandi 7,5 prósent en er núna komið í 7,7 prósent. Þannig að það er svona hlutfallsleg aukning fyrir utan raunaukninguna. Það vakti reyndar athygli mína þegar rýnt er í tölur um íbúafjölgun að það hefur orðið fjölgun í fjórtán af fimmtán sveitarfélögum á Suðurlandi síðustu árin og það er aðeins í mínu sveitarfélagi, Hrunamannahreppi þar sem hefur ekki orðið fjölgun, okkur hefur fækkað um tvo síðustu tíu árin, reyndar eftir mikla fjölgun tíu árin þar á undan“, sagði Sigurður Ingi á ársþinginu. Nú er verið að kanna með sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi, Sveitarfélagið Árborg er til dæmis að kanna hug allra sveitarfélaga í Árnessýslu um vilja þeirra til sameiningar og sveitarfélögin í Rangárvallasýslu eru líka að skoða sameiningarmál. En hvernig er stemmingin almennt fyrir sameiningarmálum í landinu? „Mér finnst hún hafa verið miklu, miklu jákvæðari og meiri. Ég held að það stafi meðal annars af því að sveitarstjórnarfólkið er smátt og smátt að taka við svo mörgum verkefnum sem það áttaði sig ekki á þegar það hóf störf í sveitarstjórn“, segir ráðherrann. Sigurður Ingi segist finna fyrir góðri stemmingu um allt land vegna sameiningu sveitarfélaga enda sé nauðsynlegt að styrkja sveitarstjórnarstigið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú séu 72 sveitarfélög í landinu í 350 þúsund manna landi, þar sem eitt þeirra er lang stærst með um 120 þúsund íbúa. „Einhver sjö eru með tíu þúsund íbúa og fleiri en það eru líka sjö, sem eru með færri en 100 íbúa. Öll búa þessi sveitarfélög eiga að uppfylla sömu lögbundnu skilyrðin og það segir sig sjálft að það er mörgum minni sveitarfélögunum erfitt. Og lýðræðislega hefur þá sá halli orðið á að minni sveitarfélögin, sem gera samning við stærri sveitarfélögin, íbúarnir í litlu sveitarfélögunum ráða þá í raun og veru ekkert um þá þjónustu, sem er veitt og til þess að gera þessi samskipti á milli ríkis og sveitarfélaga auðveldari og á meiri jafningja grunni þá held ég að það sé mjög mikilvægt að sveitarstjórnarstigið eflist“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnamála.Íbúum hefur fjöglað mjög hratt á Selfossi síðustu ár enda mjög mikið byggt á staðnum.Sveitarfélagið Árborg.
Bláskógabyggð Byggðamál Hrunamannahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira