Íbúum fækkar í sveitarfélagi Sigurðar Inga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2019 12:30 Sigurður Ingi fluttu yfirgripsmikið erindi á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hótel Geysi í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íbúum á Suðurlandi hefur fjölgað um tæplega 3.500 á síðustu 10 árum. Mest hefur fjölgunin verið á allra síðustu árum, en tölur Hagstofunnar sýna að Sunnlendingum hefur fjölgað um rúmlega 2.500 frá árinu 2016. Eina sveitarfélagið þar sem íbúum hefur fækkað er sveitarfélag Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra en það er Hrunamannahreppur. Íbúum á Suðurlandi fjölgar mjög hratt en mesta fjölgunin er í sveitarfélögunum í kringum höfuðborgarsvæðið eins og í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Það er líka töluvert byggt á Hellu og Hvolsvelli svo einhverjir staðir séu nefndir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála fór yfir málið á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í vikunni á Hótel Geysi. „Fyrir tíu árum þá var hlutfalla landsmanna á Suðurlandi 7,5 prósent en er núna komið í 7,7 prósent. Þannig að það er svona hlutfallsleg aukning fyrir utan raunaukninguna. Það vakti reyndar athygli mína þegar rýnt er í tölur um íbúafjölgun að það hefur orðið fjölgun í fjórtán af fimmtán sveitarfélögum á Suðurlandi síðustu árin og það er aðeins í mínu sveitarfélagi, Hrunamannahreppi þar sem hefur ekki orðið fjölgun, okkur hefur fækkað um tvo síðustu tíu árin, reyndar eftir mikla fjölgun tíu árin þar á undan“, sagði Sigurður Ingi á ársþinginu. Nú er verið að kanna með sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi, Sveitarfélagið Árborg er til dæmis að kanna hug allra sveitarfélaga í Árnessýslu um vilja þeirra til sameiningar og sveitarfélögin í Rangárvallasýslu eru líka að skoða sameiningarmál. En hvernig er stemmingin almennt fyrir sameiningarmálum í landinu? „Mér finnst hún hafa verið miklu, miklu jákvæðari og meiri. Ég held að það stafi meðal annars af því að sveitarstjórnarfólkið er smátt og smátt að taka við svo mörgum verkefnum sem það áttaði sig ekki á þegar það hóf störf í sveitarstjórn“, segir ráðherrann. Sigurður Ingi segist finna fyrir góðri stemmingu um allt land vegna sameiningu sveitarfélaga enda sé nauðsynlegt að styrkja sveitarstjórnarstigið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú séu 72 sveitarfélög í landinu í 350 þúsund manna landi, þar sem eitt þeirra er lang stærst með um 120 þúsund íbúa. „Einhver sjö eru með tíu þúsund íbúa og fleiri en það eru líka sjö, sem eru með færri en 100 íbúa. Öll búa þessi sveitarfélög eiga að uppfylla sömu lögbundnu skilyrðin og það segir sig sjálft að það er mörgum minni sveitarfélögunum erfitt. Og lýðræðislega hefur þá sá halli orðið á að minni sveitarfélögin, sem gera samning við stærri sveitarfélögin, íbúarnir í litlu sveitarfélögunum ráða þá í raun og veru ekkert um þá þjónustu, sem er veitt og til þess að gera þessi samskipti á milli ríkis og sveitarfélaga auðveldari og á meiri jafningja grunni þá held ég að það sé mjög mikilvægt að sveitarstjórnarstigið eflist“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnamála.Íbúum hefur fjöglað mjög hratt á Selfossi síðustu ár enda mjög mikið byggt á staðnum.Sveitarfélagið Árborg. Bláskógabyggð Byggðamál Hrunamannahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Íbúum á Suðurlandi hefur fjölgað um tæplega 3.500 á síðustu 10 árum. Mest hefur fjölgunin verið á allra síðustu árum, en tölur Hagstofunnar sýna að Sunnlendingum hefur fjölgað um rúmlega 2.500 frá árinu 2016. Eina sveitarfélagið þar sem íbúum hefur fækkað er sveitarfélag Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra en það er Hrunamannahreppur. Íbúum á Suðurlandi fjölgar mjög hratt en mesta fjölgunin er í sveitarfélögunum í kringum höfuðborgarsvæðið eins og í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Það er líka töluvert byggt á Hellu og Hvolsvelli svo einhverjir staðir séu nefndir. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála fór yfir málið á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í vikunni á Hótel Geysi. „Fyrir tíu árum þá var hlutfalla landsmanna á Suðurlandi 7,5 prósent en er núna komið í 7,7 prósent. Þannig að það er svona hlutfallsleg aukning fyrir utan raunaukninguna. Það vakti reyndar athygli mína þegar rýnt er í tölur um íbúafjölgun að það hefur orðið fjölgun í fjórtán af fimmtán sveitarfélögum á Suðurlandi síðustu árin og það er aðeins í mínu sveitarfélagi, Hrunamannahreppi þar sem hefur ekki orðið fjölgun, okkur hefur fækkað um tvo síðustu tíu árin, reyndar eftir mikla fjölgun tíu árin þar á undan“, sagði Sigurður Ingi á ársþinginu. Nú er verið að kanna með sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi, Sveitarfélagið Árborg er til dæmis að kanna hug allra sveitarfélaga í Árnessýslu um vilja þeirra til sameiningar og sveitarfélögin í Rangárvallasýslu eru líka að skoða sameiningarmál. En hvernig er stemmingin almennt fyrir sameiningarmálum í landinu? „Mér finnst hún hafa verið miklu, miklu jákvæðari og meiri. Ég held að það stafi meðal annars af því að sveitarstjórnarfólkið er smátt og smátt að taka við svo mörgum verkefnum sem það áttaði sig ekki á þegar það hóf störf í sveitarstjórn“, segir ráðherrann. Sigurður Ingi segist finna fyrir góðri stemmingu um allt land vegna sameiningu sveitarfélaga enda sé nauðsynlegt að styrkja sveitarstjórnarstigið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurður Ingi segir að nú séu 72 sveitarfélög í landinu í 350 þúsund manna landi, þar sem eitt þeirra er lang stærst með um 120 þúsund íbúa. „Einhver sjö eru með tíu þúsund íbúa og fleiri en það eru líka sjö, sem eru með færri en 100 íbúa. Öll búa þessi sveitarfélög eiga að uppfylla sömu lögbundnu skilyrðin og það segir sig sjálft að það er mörgum minni sveitarfélögunum erfitt. Og lýðræðislega hefur þá sá halli orðið á að minni sveitarfélögin, sem gera samning við stærri sveitarfélögin, íbúarnir í litlu sveitarfélögunum ráða þá í raun og veru ekkert um þá þjónustu, sem er veitt og til þess að gera þessi samskipti á milli ríkis og sveitarfélaga auðveldari og á meiri jafningja grunni þá held ég að það sé mjög mikilvægt að sveitarstjórnarstigið eflist“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu og sveitarstjórnamála.Íbúum hefur fjöglað mjög hratt á Selfossi síðustu ár enda mjög mikið byggt á staðnum.Sveitarfélagið Árborg.
Bláskógabyggð Byggðamál Hrunamannahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira