Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2019 19:15 Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda í sveitarstjórnum og vill að það sé haft með í ákvörðunartöku um málefni ungs fólks. Flest sveitarfélög á Suðurlandi eru með ungmennaráð þar sem unga fólkið reynir að koma sínum málum á dagskrá. Þetta koma meðal annars fram á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi í lok vikunnar. Samhliða þinginu fimmtugasta aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldinn með þátttöku sveitarstjórnarmanna af öllu Suðurlandi. Mörg áhugaverð erindi voru haldin á ársþinginu en ávarp þeirra Nóa M. Jónssonar og Sólmundar Sigurðarsonar frá ungmennaráði Suðurlands vakti hvað mesta athygli. Þeir töluðu skýrt og létu sveitarstjórnarmenn heyra sína skoðun. „Í ykkar sveitarfélögum er stór hópur einstaklinga með skoðanir og hugmyndir, sem ættu alls ekki að vera hunsaðar. Það er eitthvað mikið bogið við þá hugmynd að móta stefnur og taka ákvarðanir, sem snerta ungmenni beint án þess að hafa rætt við þau eða hlustað á þau,“ sagði Nói í sínu ávarpi. Strákarnir komu víða við í erindi sínu, sem vakti mikla athygli hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi.Vísir/Magnús HlynurUngmennaráð Suðurlands, sem er sameiginlegt ungmennaráð fyrir öll sveitarfélög á Suðurland hefur unnið að ýmsum málum. Menntamál hafa verið ofarlega á baugi en unga fólkið vill að það sé undirbúið betur undir lífið í efstu bekkjum grunnskólans. „Það er þessi líffærni eins og við köllum hana, að leggja áherslu á markmiðasetningu og almenna samfélagskunnáttu og að bæta fjármálalæsi, sem er lífsnauðsynlegt tæki í áframhaldandi námi og lífi. Einnig myndum við vilja sjá aðstoð við nemendur með námsörðugleika í framhaldsskólum því það hlítur að vera markmið samfélagsins að virkja alla einstaklingana í samfélaginu. Hátt brottfall nemenda, á sérstaklega drengja í framhaldsskólum er eitthvað, sem við höfum miklar áhyggjur af og viljum breyta. Það er augljóslega einhver galli í kerfinu, það þarf greinilega að skoða það,“ bætti Nói við. Ungmennaráð Suðurlands hefur ákveðið að setja á ráðstefnu næsta haust í samráði við ungmennaráð sveitarfélaganna þar sem ræða á stöðu og framtíð unga fólksins þar sem hægt verður að fá greinargóða niðurstöðu á þinginu. Fulltrúar allra sveitarstjórna á Suðurlandi mættu á ársþingið, sem stóð yfir í tvo daga. Allir sveitarstjórnarmenn í Grímsnes og Grafningshreppi mættu til dæmis á þingið en á myndinni eru frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti, Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Vísir/Magnús Hlynur Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ungt fólk á Suðurlandi vill komast til valda í sveitarstjórnum og vill að það sé haft með í ákvörðunartöku um málefni ungs fólks. Flest sveitarfélög á Suðurlandi eru með ungmennaráð þar sem unga fólkið reynir að koma sínum málum á dagskrá. Þetta koma meðal annars fram á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi í lok vikunnar. Samhliða þinginu fimmtugasta aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldinn með þátttöku sveitarstjórnarmanna af öllu Suðurlandi. Mörg áhugaverð erindi voru haldin á ársþinginu en ávarp þeirra Nóa M. Jónssonar og Sólmundar Sigurðarsonar frá ungmennaráði Suðurlands vakti hvað mesta athygli. Þeir töluðu skýrt og létu sveitarstjórnarmenn heyra sína skoðun. „Í ykkar sveitarfélögum er stór hópur einstaklinga með skoðanir og hugmyndir, sem ættu alls ekki að vera hunsaðar. Það er eitthvað mikið bogið við þá hugmynd að móta stefnur og taka ákvarðanir, sem snerta ungmenni beint án þess að hafa rætt við þau eða hlustað á þau,“ sagði Nói í sínu ávarpi. Strákarnir komu víða við í erindi sínu, sem vakti mikla athygli hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi.Vísir/Magnús HlynurUngmennaráð Suðurlands, sem er sameiginlegt ungmennaráð fyrir öll sveitarfélög á Suðurland hefur unnið að ýmsum málum. Menntamál hafa verið ofarlega á baugi en unga fólkið vill að það sé undirbúið betur undir lífið í efstu bekkjum grunnskólans. „Það er þessi líffærni eins og við köllum hana, að leggja áherslu á markmiðasetningu og almenna samfélagskunnáttu og að bæta fjármálalæsi, sem er lífsnauðsynlegt tæki í áframhaldandi námi og lífi. Einnig myndum við vilja sjá aðstoð við nemendur með námsörðugleika í framhaldsskólum því það hlítur að vera markmið samfélagsins að virkja alla einstaklingana í samfélaginu. Hátt brottfall nemenda, á sérstaklega drengja í framhaldsskólum er eitthvað, sem við höfum miklar áhyggjur af og viljum breyta. Það er augljóslega einhver galli í kerfinu, það þarf greinilega að skoða það,“ bætti Nói við. Ungmennaráð Suðurlands hefur ákveðið að setja á ráðstefnu næsta haust í samráði við ungmennaráð sveitarfélaganna þar sem ræða á stöðu og framtíð unga fólksins þar sem hægt verður að fá greinargóða niðurstöðu á þinginu. Fulltrúar allra sveitarstjórna á Suðurlandi mættu á ársþingið, sem stóð yfir í tvo daga. Allir sveitarstjórnarmenn í Grímsnes og Grafningshreppi mættu til dæmis á þingið en á myndinni eru frá vinstri, Bjarni Þorkelsson, Ása Valdís Árnadóttir, oddviti, Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri, Björn Kristinn Pálmarsson og Smári Bergmann Kolbeinsson.Vísir/Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira