Réttað yfir fyrrverandi IRA-liða vegna morða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. október 2019 08:00 John Downey leiddur af lögreglu á Norður-Írlandi. Eitt ódæðið sem hann er sakaður um beindist að vörðum Bretadrottningar. Vísir/Getty Réttað verður yfir fyrrverandi IRA-liða vegna sprengjuárásar á tvo hermenn árið 1972. Eftir friðarsamkomulagið 1998 var 200 IRA-liðum heitið friðhelgi. Mál Downeys og útganga Bretlands úr ESB er vatn á myllu öfgahópa í landinu.John Downey, 67 ára maður sem grunaður er um morð á tveimur breskum hermönnum árið 1972, gaf sig fram við lögregluna á Írlandi fyrr í mánuðinum og var í kjölfarið framseldur til Norður Írlands. Downey var meðlimur í hryðjuverkasamtökunum IR A og er einnig grunaður um fleiri ódæði. Á þriðjudag ákvað dómari að Downey yrði í varðhaldi fram að réttarhöldum enda væri mikil hætta á að hann reyndi að flýja.Þann 25. ágúst árið 1972 voru hermennirnir Alfred Johnston og James Eams að skoða bifreið á Irvinestown-veginum, nálægt Cherrymount í suðvesturhluta Norður Írlands, þegar hún sprakk og þeir létust báðir. Þetta var á mestu átakatímunum sem vörðu í 30 ár, eða allt þar til friðarsamkomulag var gert árið 1998.Downey, sem búsettur hefur verið á Írlandi undanfarna áratugi, var einn af þeim 200 liðsmönnum IRA sem Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sömdu um að yrðu ekki ákærðir fyrir glæpi sína. Þegar íhaldsstjórn Davids Cameron komst til valda árið 2010 var þetta samkomulag sett í uppnám.Árið 2013 var Downey kærður fyrir tvær sprengjuárásir í Hyde Park og Regent’s Park í Lundúnum þann 20. júlí árið 1982, þar sem 11 hermenn létust. Downey mætti fyrir réttinn í Lundúnum en málinu var vísað frá þar sem lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi höfðu fullvissað hann um að ekkert yrði aðhafst gegn honum á grundvelli samkomulagsinsHaustið 2018 gáfu lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi út evrópska handtökutilskipun á hendu r Downey fyrir morðin frá árinu 1972. Á sama tíma höfðuðu fjölskyldur hermannanna í Lundúnum einkamál á hendur honum. Opinber beiðni um framsal frá Írlandi barst hæstaréttinum í Dyf linni 5. nóvember og var Downey handtekinn í Donegal sama dag en settur í stofufangelsi á meðan framsalsbeiðnin var í vinnslu. Í mars úrskurðaði hæstiréttur að framsal væri mögulegt og í október var hann framseldur.Sinn Fein hafa haldið uppi vörnum fyrir Downey og segja framsalið brjóta í bága við friðarsamkomulagið. Einnig að Downey sjálfur hafi átt þátt í því að samkomulagið var gert árið 1998. „Það er ljóst að breska ríkisstjórnin vinnur þetta mál í slæmri trú. Downey ætti að vera heima í Donegal með fjölskyldu sinni,“ sagði Frankie Molloy, þingmaður flokksins. Segja þeir málið skapa hættulegt fordæmi fyrir frekari ákærur. Sambandssinnar fagna hins vegar framsalinu og segja að löngu sé kominn tími á réttlæti fyrir fjölskyldur hermannanna.Þó að friðarsamkomulagið 1998 hafi verið bylting í samskiptum kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi má lítið út af bera til að átök blossi ekki upp á ný. Hafa ber í huga að enn eru voðaverk stunduð í landinu af skæruliðahópum, til að mynda af NIRA, sem lýsa sér sem arftaka IRA og hafa meðal annars sprengt á Norður-Írlandi og Englandi. Væntanleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið vatn á myllu slíkra hópa og hafa þeir heitið árásum á landamæraverði og aðrar stofnanir sem hindra frjálsar samgöngur og verslun á milli norðurs og suðurs. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Norður-Írland Tengdar fréttir Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Réttað verður yfir fyrrverandi IRA-liða vegna sprengjuárásar á tvo hermenn árið 1972. Eftir friðarsamkomulagið 1998 var 200 IRA-liðum heitið friðhelgi. Mál Downeys og útganga Bretlands úr ESB er vatn á myllu öfgahópa í landinu.John Downey, 67 ára maður sem grunaður er um morð á tveimur breskum hermönnum árið 1972, gaf sig fram við lögregluna á Írlandi fyrr í mánuðinum og var í kjölfarið framseldur til Norður Írlands. Downey var meðlimur í hryðjuverkasamtökunum IR A og er einnig grunaður um fleiri ódæði. Á þriðjudag ákvað dómari að Downey yrði í varðhaldi fram að réttarhöldum enda væri mikil hætta á að hann reyndi að flýja.Þann 25. ágúst árið 1972 voru hermennirnir Alfred Johnston og James Eams að skoða bifreið á Irvinestown-veginum, nálægt Cherrymount í suðvesturhluta Norður Írlands, þegar hún sprakk og þeir létust báðir. Þetta var á mestu átakatímunum sem vörðu í 30 ár, eða allt þar til friðarsamkomulag var gert árið 1998.Downey, sem búsettur hefur verið á Írlandi undanfarna áratugi, var einn af þeim 200 liðsmönnum IRA sem Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sömdu um að yrðu ekki ákærðir fyrir glæpi sína. Þegar íhaldsstjórn Davids Cameron komst til valda árið 2010 var þetta samkomulag sett í uppnám.Árið 2013 var Downey kærður fyrir tvær sprengjuárásir í Hyde Park og Regent’s Park í Lundúnum þann 20. júlí árið 1982, þar sem 11 hermenn létust. Downey mætti fyrir réttinn í Lundúnum en málinu var vísað frá þar sem lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi höfðu fullvissað hann um að ekkert yrði aðhafst gegn honum á grundvelli samkomulagsinsHaustið 2018 gáfu lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi út evrópska handtökutilskipun á hendu r Downey fyrir morðin frá árinu 1972. Á sama tíma höfðuðu fjölskyldur hermannanna í Lundúnum einkamál á hendur honum. Opinber beiðni um framsal frá Írlandi barst hæstaréttinum í Dyf linni 5. nóvember og var Downey handtekinn í Donegal sama dag en settur í stofufangelsi á meðan framsalsbeiðnin var í vinnslu. Í mars úrskurðaði hæstiréttur að framsal væri mögulegt og í október var hann framseldur.Sinn Fein hafa haldið uppi vörnum fyrir Downey og segja framsalið brjóta í bága við friðarsamkomulagið. Einnig að Downey sjálfur hafi átt þátt í því að samkomulagið var gert árið 1998. „Það er ljóst að breska ríkisstjórnin vinnur þetta mál í slæmri trú. Downey ætti að vera heima í Donegal með fjölskyldu sinni,“ sagði Frankie Molloy, þingmaður flokksins. Segja þeir málið skapa hættulegt fordæmi fyrir frekari ákærur. Sambandssinnar fagna hins vegar framsalinu og segja að löngu sé kominn tími á réttlæti fyrir fjölskyldur hermannanna.Þó að friðarsamkomulagið 1998 hafi verið bylting í samskiptum kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi má lítið út af bera til að átök blossi ekki upp á ný. Hafa ber í huga að enn eru voðaverk stunduð í landinu af skæruliðahópum, til að mynda af NIRA, sem lýsa sér sem arftaka IRA og hafa meðal annars sprengt á Norður-Írlandi og Englandi. Væntanleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið vatn á myllu slíkra hópa og hafa þeir heitið árásum á landamæraverði og aðrar stofnanir sem hindra frjálsar samgöngur og verslun á milli norðurs og suðurs.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Norður-Írland Tengdar fréttir Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09