Skipað að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 23:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki ánægður með rannsókn demókrata. Vísir/getty Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. Þá hefur bandaríska dómsmálaráðuneytinu enn fremur verið gert að láta af hendi óritskoðað afrit af rannsóknarskýrslu Roberts Muellers, sérstaks saksóknara. Með úrskurði dómarans, Beryl Howell, er þannig mikilvægur sigur í höfn fyrir demókrata en svo virðist sem rannsóknin sé ekki háð því að þingsályktunartillaga um hana sé samþykkt með atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild þingsins. Niðurstaðan grefur undan málflutningi Trumps og annarra repúblikana, sem hafa haldið því fram að rannsókn demókrata eigi sér ekki stoð í lögum. Þá gaf Howell dómsmálaráðuneytinu frest þangað til á miðvikudag til að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers um Rússarannsóknina en hlutar hennar voru afmáðir þegar hún var birt fyrr á árinu. Demókratar hafa óskað eftir skýrslunni í heild, m.a. á grundvelli þess að þar sé að finna upplýsingar um tengsl Pauls Manaforts, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, við Úkraínu. Í frétt Reuters um málið er haft eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að úrskurður dómarans sé til skoðunar hjá ráðuneytinu.Alríkisdómarinn Beryl Howell.Vísir/GettyTrump hefur löngum kallað Rússarannsókn Muellers nornaveiðar sem hafi verið skipulagðar af óvildarmönnum hans. Upphaflega snerist rannsóknin um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og misbeitt valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á þessu ári. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar kvartaði undan mögulegu misferli í símtali Trump og Volodimír Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem átti sér stað 25. júlí. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23. október 2019 21:17 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Alríkisdómari staðfesti í dag lögmæti rannsóknar demókrata á því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot. Þá hefur bandaríska dómsmálaráðuneytinu enn fremur verið gert að láta af hendi óritskoðað afrit af rannsóknarskýrslu Roberts Muellers, sérstaks saksóknara. Með úrskurði dómarans, Beryl Howell, er þannig mikilvægur sigur í höfn fyrir demókrata en svo virðist sem rannsóknin sé ekki háð því að þingsályktunartillaga um hana sé samþykkt með atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild þingsins. Niðurstaðan grefur undan málflutningi Trumps og annarra repúblikana, sem hafa haldið því fram að rannsókn demókrata eigi sér ekki stoð í lögum. Þá gaf Howell dómsmálaráðuneytinu frest þangað til á miðvikudag til að afhenda óritskoðaða skýrslu Muellers um Rússarannsóknina en hlutar hennar voru afmáðir þegar hún var birt fyrr á árinu. Demókratar hafa óskað eftir skýrslunni í heild, m.a. á grundvelli þess að þar sé að finna upplýsingar um tengsl Pauls Manaforts, fyrrverandi kosningastjóra Trumps, við Úkraínu. Í frétt Reuters um málið er haft eftir talsmanni dómsmálaráðuneytisins að úrskurður dómarans sé til skoðunar hjá ráðuneytinu.Alríkisdómarinn Beryl Howell.Vísir/GettyTrump hefur löngum kallað Rússarannsókn Muellers nornaveiðar sem hafi verið skipulagðar af óvildarmönnum hans. Upphaflega snerist rannsóknin um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar eru með meirihluta, rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og misbeitt valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á þessu ári. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar kvartaði undan mögulegu misferli í símtali Trump og Volodimír Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem átti sér stað 25. júlí.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23. október 2019 21:17 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47
Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23. október 2019 21:17
Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00