ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. október 2019 18:45 Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. Sajiv Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í morgun að það Bretland myndi ekki ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október, líkt og stefnt hafði verið að og Boris Johnson forsætisráðherra hafði ítrekað lofað. Johnson var spurður út í ummælin og sagði það nú undir Evrópusambandinu komið hvenær Bretar ganga út. „Eins og staðan er í dag er utgangan 31. október. Þingið, eins og þú veist, ákvað að Evrópusambandið yrði beðið um frestun. Það var ekki mín stefna og ég studdi það ekki. Lagðist alfarið gegn því. Við ættum að ganga út 31. október.“ Eins og Johnson sagði er það nú undir ESB komið að samþykkja eða hafna beiðni ríkisstjórnar Bretlands um frestun. Johnson var skuldbundinn til þess að senda þá beiðni eftir að þingið neitaði því að samþykkja nýjan útgöngusamning ríkisstjórnar hans síðasta laugardag. Þingið hafnaði því einnig að flýta meðferð samningsins á þingi svo afar ólíklegt er að Johnson takist að halda í settan útgöngudag. Mina Andreeva, upplýsingafulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, staðfesti frestun í dag. „Það sem ég get sagt ykkur er að sammælst hefur verið um það að veita frestun og við munum halda áfram þessari vinnu á næstu dögum.“ Johnson ætlar sér nú að reyna að boða til nýrra þingkosninga á Bretlandi. Slík tillaga þarf að fara í gegnum þingið, sem hefur hafnað fyrri kosningatillögum forsætisráðherrans og krafist þess að fyrst sé tryggt að samningslaus útganga sé ekki á borðinu. „Við viljum hafa það á hreinu að við erum tilbúin til þess að gefa þessu lengri tíma ef, og einungis ef, Verkamannaflokkurinn samþykkir kosningar 12. desember. Ég fæ ekki betur séð en að Verkamannaflokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til nýrra kosninga.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. Sajiv Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í morgun að það Bretland myndi ekki ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október, líkt og stefnt hafði verið að og Boris Johnson forsætisráðherra hafði ítrekað lofað. Johnson var spurður út í ummælin og sagði það nú undir Evrópusambandinu komið hvenær Bretar ganga út. „Eins og staðan er í dag er utgangan 31. október. Þingið, eins og þú veist, ákvað að Evrópusambandið yrði beðið um frestun. Það var ekki mín stefna og ég studdi það ekki. Lagðist alfarið gegn því. Við ættum að ganga út 31. október.“ Eins og Johnson sagði er það nú undir ESB komið að samþykkja eða hafna beiðni ríkisstjórnar Bretlands um frestun. Johnson var skuldbundinn til þess að senda þá beiðni eftir að þingið neitaði því að samþykkja nýjan útgöngusamning ríkisstjórnar hans síðasta laugardag. Þingið hafnaði því einnig að flýta meðferð samningsins á þingi svo afar ólíklegt er að Johnson takist að halda í settan útgöngudag. Mina Andreeva, upplýsingafulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, staðfesti frestun í dag. „Það sem ég get sagt ykkur er að sammælst hefur verið um það að veita frestun og við munum halda áfram þessari vinnu á næstu dögum.“ Johnson ætlar sér nú að reyna að boða til nýrra þingkosninga á Bretlandi. Slík tillaga þarf að fara í gegnum þingið, sem hefur hafnað fyrri kosningatillögum forsætisráðherrans og krafist þess að fyrst sé tryggt að samningslaus útganga sé ekki á borðinu. „Við viljum hafa það á hreinu að við erum tilbúin til þess að gefa þessu lengri tíma ef, og einungis ef, Verkamannaflokkurinn samþykkir kosningar 12. desember. Ég fæ ekki betur séð en að Verkamannaflokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til nýrra kosninga.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira