Ungur maður grunaður um tilraun til manndráps laus úr haldi Jakob Bjarnar og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 25. október 2019 16:27 Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hefur nú verið látinn laus úr haldi. Fórnarlambið var á þeim tíma kærasta hans. Vísir greindi frá málinu á mánudaginn fyrr í þessari viku en þá var sagt af því að maðurinn væri í einangrun. Málið var rannsakað sem tilraun til manndráps. Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu; að maðurinn sé nú laus úr haldi. „Í mínum huga var enginn forsenda fyrir því að halda manninum. Í fyrstu var þetta byggt á rannsóknarhagsmunum sem eru ekki lengur til staðar. Enda er búið að yfirheyra alla sem í hlut eiga að mínu mati,“ segir Unnsteinn. Hann bendir á að grundvöllur gæsluvarðhalds hafi verið rannsóknarhagsmunir í fyrstu, þá almannahagsmunir en þeim hagsmunum sé ekki til að dreifa lengur.Uppfært klukkan 19:55: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið snemma á sjöunda tímanum:Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna yfir karlmanni um tvítugt vegna alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík um síðustu helgi. Maðurinn er því laus úr haldi, en úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar.Áður hafði lögreglan tekið ákvörðun um að karlmanninum yrði gert að sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart brotaþola.Maðurinn var handtekinn á vettvangi miðsvæðis í borginni um síðustu helgi og í kjölfarið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en það rann út í dag. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps hefur nú verið látinn laus úr haldi. Fórnarlambið var á þeim tíma kærasta hans. Vísir greindi frá málinu á mánudaginn fyrr í þessari viku en þá var sagt af því að maðurinn væri í einangrun. Málið var rannsakað sem tilraun til manndráps. Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins, staðfestir þetta í stuttu samtali við fréttastofu; að maðurinn sé nú laus úr haldi. „Í mínum huga var enginn forsenda fyrir því að halda manninum. Í fyrstu var þetta byggt á rannsóknarhagsmunum sem eru ekki lengur til staðar. Enda er búið að yfirheyra alla sem í hlut eiga að mínu mati,“ segir Unnsteinn. Hann bendir á að grundvöllur gæsluvarðhalds hafi verið rannsóknarhagsmunir í fyrstu, þá almannahagsmunir en þeim hagsmunum sé ekki til að dreifa lengur.Uppfært klukkan 19:55: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið snemma á sjöunda tímanum:Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna yfir karlmanni um tvítugt vegna alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík um síðustu helgi. Maðurinn er því laus úr haldi, en úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar.Áður hafði lögreglan tekið ákvörðun um að karlmanninum yrði gert að sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart brotaþola.Maðurinn var handtekinn á vettvangi miðsvæðis í borginni um síðustu helgi og í kjölfarið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en það rann út í dag.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09