Samstarf Íslands við ESB í loftslagsmálum fært inn í EES-samninginn Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 14:22 Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands, fer með formennsku í sameiginlegu EES-nefndinni. Við hlið hans stiru Hege Marie Hoff, varaframkvæmdastjóri EFTA. EFTA Sameiginlega EES-nefndin samþykkti að fella samkomulag Íslands og Evrópusambandsins um sameiginlegt losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu inn í EES-samninginn í dag. Með samkomulaginu nær samstarfið í loftslagsmálum til fleiri losunaruppspretta en áður. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár. Í fyrra var tilkynnt að hlutdeild Íslands í sameiginlega markmiðinu yrði 29% samdráttur í losun árið 2030 borið saman við árið 2005 fyrir utan evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) sem Íslands hefur átt aðild að frá árinu 2008. Stefna ríkisstjórnar Íslands er engu að síður 40% samdráttur í losun.Samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar í dag felur í sér að samkomulag Íslands og Noregs við Evrópusambandið um sameiginlega loftslagsmarkmiðið verður fellt inn í EES-samninginn. Samevrópska samstarfið nái ekki lengur aðeins til viðskiptakerfisins fyrir iðnað heldur einnig til losunar frá landbúnaði, samgöngum, úrgangi og byggingum auk kolefnisbindingar með landnotkun og skógnýtingu. Með ákvörðun EES-nefndarinnar, sem er háð samþykki Alþingis, skuldbindur Ísland sig til bindandi árlegra markmiða um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem fellur utan ETS-viðskiptakerfisins frá 2021 til 2030. Þá þurfa íslensk stjórnvöld að tryggja að losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógnýtingu verði jöfnuð út með kolefnisbindingu. Evrópusambandið Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sameiginlega EES-nefndin samþykkti að fella samkomulag Íslands og Evrópusambandsins um sameiginlegt losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu inn í EES-samninginn í dag. Með samkomulaginu nær samstarfið í loftslagsmálum til fleiri losunaruppspretta en áður. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau ætluðu að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár. Í fyrra var tilkynnt að hlutdeild Íslands í sameiginlega markmiðinu yrði 29% samdráttur í losun árið 2030 borið saman við árið 2005 fyrir utan evrópska viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) sem Íslands hefur átt aðild að frá árinu 2008. Stefna ríkisstjórnar Íslands er engu að síður 40% samdráttur í losun.Samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar í dag felur í sér að samkomulag Íslands og Noregs við Evrópusambandið um sameiginlega loftslagsmarkmiðið verður fellt inn í EES-samninginn. Samevrópska samstarfið nái ekki lengur aðeins til viðskiptakerfisins fyrir iðnað heldur einnig til losunar frá landbúnaði, samgöngum, úrgangi og byggingum auk kolefnisbindingar með landnotkun og skógnýtingu. Með ákvörðun EES-nefndarinnar, sem er háð samþykki Alþingis, skuldbindur Ísland sig til bindandi árlegra markmiða um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem fellur utan ETS-viðskiptakerfisins frá 2021 til 2030. Þá þurfa íslensk stjórnvöld að tryggja að losun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógnýtingu verði jöfnuð út með kolefnisbindingu.
Evrópusambandið Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira