„Lögreglunni leist ekki á grjótflugið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 19:22 Á korti Vegagerðarinnar má sjá lokun vegarins. Afar hvasst er á Suðausturlandi þessa stundina. Skjáskot/vegagerðin Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi til hádegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitir staðið í ströngu vegna veðurs víða um land síðan í gærkvöldi. „Lögreglunni leist ekki á grjótflugið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lokunina í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bálhvasst veður var og er í Suðursveit í dag. Vindurinn hreif með sér bæði sand og steina sem fuku í bíla og brutu rúður.Suðausturland: Hringvegurinn er lokaður á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikls hvassviðris og hættu á sandfoki. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 24, 2019 Einar sagði að áfram liti út fyrir hvassviðri á Suðausturlandi í kvöld. Appelsínugul viðvörun er í gildi í landshlutanum til hádegis á morgun, þar sem hviður gætu jafnvel farið yfir 50 metra á sekúndu. Ekki er mikil von á að snjói meira í höfuðborginni, að sögn Einars, en borgarbúar vöknuðu við dálitla fönn í morgun. „Það er nú óvenjulegt að snjói í norðanáttinni,“ sagði Einar og benti á að ansi hvasst væri nú á Kjalarnesi, hviður yfir 40 metrum á sekúndum, og yrði áfram. Þá muni ganga á með éljum fyrir norðan í kvöld, þar verði víða skafrenningur og blint, sem gæti gert ökumönnum erfitt fyrir.Viðtal við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Útköllin nánast stöðug síðan í gærkvöldi Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitum hafi borist veðurtengd útköll víða um land. „Útköllin hafa verið nánast stöðug síðan í gærkvöldi,“ segir Davíð. Aðallega hefur verið tilkynnt um foktjón, þar sem þakklæðningar, þakplötur og lausamunir hafa verið að fjúka. Þá hafi einnig verið mikið um bíla í vandræðum vegna ófærðar. Í tveimur tilfellum hafi ökumenn hreinlega misst bíla sína út af veginum vegna blindhríðar. Davíð áréttar að mikilvægt sé að fólk hugi að færð á vegum, veðurspá og útbúnaði bíla sinna áður en lagt er í ferðalög. „Veturinn kom og skall svolítið á eins og gerist oft, það kemur fólki stundum á óvart.“ Upp úr klukkan fimm fóru svo að berast beiðnir á suðvesturhorninu, einkum í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, þar sem munir eru byrjaðir að fjúka. Davíð segir að björgunarsveitir verði í viðbragðsstöðu fram eftir kvöldi.Hægt er að fylgjast með færð á vegum og veðurspá á vefjum Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands. Björgunarsveitir Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23 Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58 Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi til hádegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitir staðið í ströngu vegna veðurs víða um land síðan í gærkvöldi. „Lögreglunni leist ekki á grjótflugið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lokunina í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bálhvasst veður var og er í Suðursveit í dag. Vindurinn hreif með sér bæði sand og steina sem fuku í bíla og brutu rúður.Suðausturland: Hringvegurinn er lokaður á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikls hvassviðris og hættu á sandfoki. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 24, 2019 Einar sagði að áfram liti út fyrir hvassviðri á Suðausturlandi í kvöld. Appelsínugul viðvörun er í gildi í landshlutanum til hádegis á morgun, þar sem hviður gætu jafnvel farið yfir 50 metra á sekúndu. Ekki er mikil von á að snjói meira í höfuðborginni, að sögn Einars, en borgarbúar vöknuðu við dálitla fönn í morgun. „Það er nú óvenjulegt að snjói í norðanáttinni,“ sagði Einar og benti á að ansi hvasst væri nú á Kjalarnesi, hviður yfir 40 metrum á sekúndum, og yrði áfram. Þá muni ganga á með éljum fyrir norðan í kvöld, þar verði víða skafrenningur og blint, sem gæti gert ökumönnum erfitt fyrir.Viðtal við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Útköllin nánast stöðug síðan í gærkvöldi Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitum hafi borist veðurtengd útköll víða um land. „Útköllin hafa verið nánast stöðug síðan í gærkvöldi,“ segir Davíð. Aðallega hefur verið tilkynnt um foktjón, þar sem þakklæðningar, þakplötur og lausamunir hafa verið að fjúka. Þá hafi einnig verið mikið um bíla í vandræðum vegna ófærðar. Í tveimur tilfellum hafi ökumenn hreinlega misst bíla sína út af veginum vegna blindhríðar. Davíð áréttar að mikilvægt sé að fólk hugi að færð á vegum, veðurspá og útbúnaði bíla sinna áður en lagt er í ferðalög. „Veturinn kom og skall svolítið á eins og gerist oft, það kemur fólki stundum á óvart.“ Upp úr klukkan fimm fóru svo að berast beiðnir á suðvesturhorninu, einkum í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, þar sem munir eru byrjaðir að fjúka. Davíð segir að björgunarsveitir verði í viðbragðsstöðu fram eftir kvöldi.Hægt er að fylgjast með færð á vegum og veðurspá á vefjum Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands.
Björgunarsveitir Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23 Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58 Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23
Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58
Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34