Bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni á sjö mínútum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 18:53 Heimir Már Pétursson skoðaði aðstæður með Sigurjóni Erni Þórssyni, framkvæmdastjóra Kringlunnar. Vísir/Skjáskot Stútarnir sem bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni nú síðdegis í dag voru opnir í sjö mínútur. Reikna má með að 4-5 verslanir, auk veitingastaðar á fyrstu hæð hafi orðið fyrir tjóni vegna vatnsins. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Heimir Már Pétursson ræddi við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar í beinni útsendingu. Ástæða lekans er óútskýrð. „Það er óútskýrð bilun í boðkerfi hússins sem gerir það að verkum að hér fara þrír stútar í gang sem eru í raun og veru hugsaðir til þess að kæla niður brunalokun sem á að auka líftíma hennar í bruna ef til hans kemur,“ sagði Sigurjón. Brunalokunin er hugsuð þannig að komi til bruna fellur niður tjald sem á að tefja útbreiðslu eldsins. Stútarnir þrír sem bunuðu vatni í dag eiga að kæla tjaldið til að lengja líftíma hennar í bruna.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um fjögurra sentimetra lag á gólfi Kringlunnar á um eitt hundrað fermetra svæði. Stútarnir voru opnir í sjö mínútur. „Það er mikið vatn sem kemur á skömmum tíma og kannski ákveðin öryggistilfinning í því að ef til bruna komi að kerfið virkar en óheppilegt að það skyldi fara af stað með þessum hætti í dag,“ sagði Sigurjón.Starfsmenn Jack and Jones skelltu handklæðum við innganginn til að hindra flæði vatns.Vísir/EgillÞegar fréttastofu bar að garði í dag var verið að hreinsa vatn úr nokkrum verslunum og ljóst að tjón vegna vatnslekans er eitthvað. „Þetta eru 4-5 verslanir auk veitingahúss á fyrstu hæðinni sem varð fyrir einhverju tjóni. Það er verið að meta hversu mikið það er,“ sagði Sigurjón. Unnið er að því að finna út hvað orsakaði bilunina. „Það eru aðilar frá Securitas sem eru að skoða það ásamt rafvirkjum og tæknistjóra hússins sem eru að reyna að finna út hver skýringin er.“ Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Stútarnir sem bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni nú síðdegis í dag voru opnir í sjö mínútur. Reikna má með að 4-5 verslanir, auk veitingastaðar á fyrstu hæð hafi orðið fyrir tjóni vegna vatnsins. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Heimir Már Pétursson ræddi við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar í beinni útsendingu. Ástæða lekans er óútskýrð. „Það er óútskýrð bilun í boðkerfi hússins sem gerir það að verkum að hér fara þrír stútar í gang sem eru í raun og veru hugsaðir til þess að kæla niður brunalokun sem á að auka líftíma hennar í bruna ef til hans kemur,“ sagði Sigurjón. Brunalokunin er hugsuð þannig að komi til bruna fellur niður tjald sem á að tefja útbreiðslu eldsins. Stútarnir þrír sem bunuðu vatni í dag eiga að kæla tjaldið til að lengja líftíma hennar í bruna.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um fjögurra sentimetra lag á gólfi Kringlunnar á um eitt hundrað fermetra svæði. Stútarnir voru opnir í sjö mínútur. „Það er mikið vatn sem kemur á skömmum tíma og kannski ákveðin öryggistilfinning í því að ef til bruna komi að kerfið virkar en óheppilegt að það skyldi fara af stað með þessum hætti í dag,“ sagði Sigurjón.Starfsmenn Jack and Jones skelltu handklæðum við innganginn til að hindra flæði vatns.Vísir/EgillÞegar fréttastofu bar að garði í dag var verið að hreinsa vatn úr nokkrum verslunum og ljóst að tjón vegna vatnslekans er eitthvað. „Þetta eru 4-5 verslanir auk veitingahúss á fyrstu hæðinni sem varð fyrir einhverju tjóni. Það er verið að meta hversu mikið það er,“ sagði Sigurjón. Unnið er að því að finna út hvað orsakaði bilunina. „Það eru aðilar frá Securitas sem eru að skoða það ásamt rafvirkjum og tæknistjóra hússins sem eru að reyna að finna út hver skýringin er.“
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Allt á floti í Kringlunni Vatnsúðakerfi Kringlunnar fór á fullt upp úr klukkan fjögur í dag. Vatn fossar út úr sprinkler-kerfinu og er gólfið orðið rennandi blautt. 24. október 2019 16:22