Ómar býður fólki ókeypis innheimtu flugbóta Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2019 15:20 Ómar segir skýringar Árna Gunnarssonar hjá Air Iceland Connect á breyttum skilmálum ósvífnar. Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem rekur vefinn flugbaetur.is, sem ætlað er að höfða sérstaklega til þeirra sem eiga rétt á bótum vegna röskunar á flugi á hendur flugfélögum, hefur boðað að hann bjóði uppá ókeypis innheimtu flugbóta. „Hundrað prósent ókeypis innheimta flugbóta,“ segir Ómar.Vilja ekki að lögmenn taki til sín skerf af kökunni Vísir greindi frá því á mánudag að Ómar hefði stefnt Air Iceland Connect vegna breyttra skilmála farþega þar sem réttur neytenda til þess að krefjast bóta hefur verið skertur. Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins. Vísir ræddi við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect sem sagði ástæðuna fyrir þessum breytingum einfaldlega þá að flugfélagið vilji tryggja að farþegar fái bætur óskertar; að lögmenn séu ekki að taka sinn skerf. En, brögð væru að því að farþegum væri á stundum brugðið þegar búið væri að taka væna sneið af þeirri köku. Ósvífnar skýringar Þetta þykir Ómari með ólíkindum ósvífið. „Í ljósi ósvífinna nýrra skilmála Air Iceland Connect bjóðum við öllum farþegum sem hafa lent í bótaskyldri töf eða aflýsingu flugs upp á 100% ókeypis innheimtu flugbóta frá því flugfélagi,“ segir Ómar. Hann segir þetta tilboð gilda út þetta ár. Og ekki taki nema eina mínútu að fylla út umsókn um slíka sókn. En, hvað er þetta mikið sem Ómar hefur verið að taka í sinn hlut í málum sem þessum? Hann segir að það séu 25 prósent af væntum bótum auk virðisaukaskatts. „Algeng bótafjárhæð hjá Air Iceland Connect var 35.000 krónur og af því tók ég 10.850 með virðisauka. En eins og i málum þar sem það þarf að stefna, borgar umbjóðandi ekkert fyrir vinnuna og ég greiði útlagðan kostnað, svo sem 19.000 i þingfestingu og 4.000 í stefnuvott,“ segir lögmaðurinn. Dómstólar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem rekur vefinn flugbaetur.is, sem ætlað er að höfða sérstaklega til þeirra sem eiga rétt á bótum vegna röskunar á flugi á hendur flugfélögum, hefur boðað að hann bjóði uppá ókeypis innheimtu flugbóta. „Hundrað prósent ókeypis innheimta flugbóta,“ segir Ómar.Vilja ekki að lögmenn taki til sín skerf af kökunni Vísir greindi frá því á mánudag að Ómar hefði stefnt Air Iceland Connect vegna breyttra skilmála farþega þar sem réttur neytenda til þess að krefjast bóta hefur verið skertur. Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins. Vísir ræddi við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect sem sagði ástæðuna fyrir þessum breytingum einfaldlega þá að flugfélagið vilji tryggja að farþegar fái bætur óskertar; að lögmenn séu ekki að taka sinn skerf. En, brögð væru að því að farþegum væri á stundum brugðið þegar búið væri að taka væna sneið af þeirri köku. Ósvífnar skýringar Þetta þykir Ómari með ólíkindum ósvífið. „Í ljósi ósvífinna nýrra skilmála Air Iceland Connect bjóðum við öllum farþegum sem hafa lent í bótaskyldri töf eða aflýsingu flugs upp á 100% ókeypis innheimtu flugbóta frá því flugfélagi,“ segir Ómar. Hann segir þetta tilboð gilda út þetta ár. Og ekki taki nema eina mínútu að fylla út umsókn um slíka sókn. En, hvað er þetta mikið sem Ómar hefur verið að taka í sinn hlut í málum sem þessum? Hann segir að það séu 25 prósent af væntum bótum auk virðisaukaskatts. „Algeng bótafjárhæð hjá Air Iceland Connect var 35.000 krónur og af því tók ég 10.850 með virðisauka. En eins og i málum þar sem það þarf að stefna, borgar umbjóðandi ekkert fyrir vinnuna og ég greiði útlagðan kostnað, svo sem 19.000 i þingfestingu og 4.000 í stefnuvott,“ segir lögmaðurinn.
Dómstólar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45