Mér er hugsað til þín í dag, kæra kona Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 24. október 2019 16:00 Á þessum kvennafrídegi verður mér hugsað til allskonar kvenna út um allan heim. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa lifað af ofbeldi. Þeirra sem hafa aldrei þorað að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi - því þær horfðu upp á skepnulega meðferð á þeim sem þorðu að stíga fram og greindu frá. Sagðar vera athyglissjúkar eða að hefna sín. Það eru jú alltaf tvær hliðar á öllum málum og allt það. Mér verður hugsað til kvenna sem eru með mar á enninu eftir að hafa rekist í glerþakið svo oft og á svo mismunandi vegu í atvinnulífinu. Því konur verða bara að vera duglegri við að brjóta glerþakið ef þær vilja jöfn laun á við karla. Mér er hugsað til kvenna sem dag hvern skerða lífsgæði sín og ganga á sitt líkamlega og andlega hreysti þar sem þær starfa við að huga að heilsu og lífi annara. Og af því að þær starfa í umönnunargeiranum þá eru þær sjálfkrafa í láglaunastétt. Mér verður hugsað til mæðra. Sem hafa gengið með börn. Sem hafa í upphafi meðgöngu verið ælandi í ruslafötuna inn á skrifstofunni sinni svo enginn sæi til. Og verið svo með samviskubit yfir því að geta ekki afkastað eins miklu og vanalega. Og fyrir vikið farið í taugarnar á samstarfsmönnum sínum. Þeirra sem hafa alið börn með öllum sínum styrk og sársauka. Verður sérstaklega hugsað til þeirra mæðra sem hafa átt fötluð eða veik börn. Og hafa vitað að eitthvað var að en það var ekki hlustað á þær. Sagðar móðursjúkar. Histerískar. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa komið með hugmynd eða tillögu á fundi - en enginn heyrði hana fyrr en karlmaður bar upp nákvæmlega sömu tillögu. Og hún var samþykkt. Og talin stórkostleg. Ég er að hugsa til ykkar kvenna sem akkúrat núna eru að fá einhvera eðal hrútskýringu á því sem þið vitið allt um og jafnvel gott betur en karlmaðurinn sem er að tala við ykkur. Manspreadaður. Ég er að hugsa til ykkar sem líða kvalir, samviskubit og upplifa sjálfshatur dag hvern yfir því líta ekki út nákvæmlega samkvæmt útlitskröfum. Brengluðum og sjúkum staðalmyndum. Ég er að hugsa til ykkar sem hafa kært nauðgarann ykkar en hann fékk sýknun. Líf ykkar er skert. En þið eruð taldar, samkvæmt dómstólum, hafa sagt ósatt. Og nauðgarinn ykkar er saklaus. Því sektin var ekki sönnuð. Mér er hugsað til allra þeirra kvenna sem stigu fram í #metoo byltingunni. Og mér líka hugsað til allra ykkar sem gerðu það ekki. Á þessum kvennafrí-degi er ég að hugsa um að ég hef ennþá einlæga trú á því að jafnrétti náist. Verði lárétt lína. Og samfélaginu líður öllu betur. Baráttan hófst fyrir löngu síðan. Og heldur áfram. Systur munu berjast.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Jafnréttismál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Á þessum kvennafrídegi verður mér hugsað til allskonar kvenna út um allan heim. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa lifað af ofbeldi. Þeirra sem hafa aldrei þorað að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi - því þær horfðu upp á skepnulega meðferð á þeim sem þorðu að stíga fram og greindu frá. Sagðar vera athyglissjúkar eða að hefna sín. Það eru jú alltaf tvær hliðar á öllum málum og allt það. Mér verður hugsað til kvenna sem eru með mar á enninu eftir að hafa rekist í glerþakið svo oft og á svo mismunandi vegu í atvinnulífinu. Því konur verða bara að vera duglegri við að brjóta glerþakið ef þær vilja jöfn laun á við karla. Mér er hugsað til kvenna sem dag hvern skerða lífsgæði sín og ganga á sitt líkamlega og andlega hreysti þar sem þær starfa við að huga að heilsu og lífi annara. Og af því að þær starfa í umönnunargeiranum þá eru þær sjálfkrafa í láglaunastétt. Mér verður hugsað til mæðra. Sem hafa gengið með börn. Sem hafa í upphafi meðgöngu verið ælandi í ruslafötuna inn á skrifstofunni sinni svo enginn sæi til. Og verið svo með samviskubit yfir því að geta ekki afkastað eins miklu og vanalega. Og fyrir vikið farið í taugarnar á samstarfsmönnum sínum. Þeirra sem hafa alið börn með öllum sínum styrk og sársauka. Verður sérstaklega hugsað til þeirra mæðra sem hafa átt fötluð eða veik börn. Og hafa vitað að eitthvað var að en það var ekki hlustað á þær. Sagðar móðursjúkar. Histerískar. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa komið með hugmynd eða tillögu á fundi - en enginn heyrði hana fyrr en karlmaður bar upp nákvæmlega sömu tillögu. Og hún var samþykkt. Og talin stórkostleg. Ég er að hugsa til ykkar kvenna sem akkúrat núna eru að fá einhvera eðal hrútskýringu á því sem þið vitið allt um og jafnvel gott betur en karlmaðurinn sem er að tala við ykkur. Manspreadaður. Ég er að hugsa til ykkar sem líða kvalir, samviskubit og upplifa sjálfshatur dag hvern yfir því líta ekki út nákvæmlega samkvæmt útlitskröfum. Brengluðum og sjúkum staðalmyndum. Ég er að hugsa til ykkar sem hafa kært nauðgarann ykkar en hann fékk sýknun. Líf ykkar er skert. En þið eruð taldar, samkvæmt dómstólum, hafa sagt ósatt. Og nauðgarinn ykkar er saklaus. Því sektin var ekki sönnuð. Mér er hugsað til allra þeirra kvenna sem stigu fram í #metoo byltingunni. Og mér líka hugsað til allra ykkar sem gerðu það ekki. Á þessum kvennafrí-degi er ég að hugsa um að ég hef ennþá einlæga trú á því að jafnrétti náist. Verði lárétt lína. Og samfélaginu líður öllu betur. Baráttan hófst fyrir löngu síðan. Og heldur áfram. Systur munu berjast.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun