Mál fjórmenninganna verður ekki tekið fyrir á þingi SGS Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2019 12:05 Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir sambandið ekki hlutast til um einstök mál aðildarfélaga sinna. Fréttablaðið/Stefán Mál fjórmenninganna sem voru ýmist reknir eða eru í veikindaleyfi frá störfum hjá Eflingu stéttarfélagi verður ekki tekið fyrir á þingi Starfsgreinasambandsins í dag. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands segir að málið sé ekki með neinum hætti þinglegt. Sambandið hlutist ekki til um einstök mál aðildarfélaga sinna. Morgunblaðið greindi frá því í blaði dagsins að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar, sem hafa verið reknir eða eru í veikindaleyfi, hefðu sent skriflegt erindi til stjórnenda Starfsgreinasambands Íslands og óskað eftir því að málið yrði tekið fyrir á sjöunda þingi Starfsgreinasambandsins sem var sett á Hótel Reykjavík Natura í dag. Málið varðar þau Önnu Lisu Terrazas, Elínu Hönnu Kjartansdóttur, Kristjönu Valgeirsdóttur og Þráinn Hallgrímsson sem saka forystu Eflingar stéttarfélags um eineltistilburði. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, segir málið ekki eiga heima á þinginu. „Þetta erindi var sent nokkrum framkvæmdastjórnarmönnum og mér. Þetta er ekki með neinum hætti þingerindi eða þinglegt mál. Til þess að leggja mál hér fyrir þingið okkar þá þarf að gera það með ákveðnum fyrirvara. Starfsgreinasambandið hlutast ekkert til um einstök mál aðildarfélaga sinna og ég á ekki von á því að þetta verði tekið fyrir hér. Enda erum við að fjalla um stóra hluti; kjarasamningana og kjaramálin í landinu,“ segir Flosi. Það sé ekki til siðs að Starfsgreinasambandið hlutist til um innri málefni verkalýðsfélaganna. „Nei og engar heimildir til þess og enda eru þetta sjálfstæð lýðræðisleg félög sem hafa sínum málum eins og þau telja hvað best.“ Þess ber að geta að forysta Eflingar hafnar með öllu ásökunum fjórmenninganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir auk þess að ekkert nýtt sé í málinu. Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira
Mál fjórmenninganna sem voru ýmist reknir eða eru í veikindaleyfi frá störfum hjá Eflingu stéttarfélagi verður ekki tekið fyrir á þingi Starfsgreinasambandsins í dag. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands segir að málið sé ekki með neinum hætti þinglegt. Sambandið hlutist ekki til um einstök mál aðildarfélaga sinna. Morgunblaðið greindi frá því í blaði dagsins að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar, sem hafa verið reknir eða eru í veikindaleyfi, hefðu sent skriflegt erindi til stjórnenda Starfsgreinasambands Íslands og óskað eftir því að málið yrði tekið fyrir á sjöunda þingi Starfsgreinasambandsins sem var sett á Hótel Reykjavík Natura í dag. Málið varðar þau Önnu Lisu Terrazas, Elínu Hönnu Kjartansdóttur, Kristjönu Valgeirsdóttur og Þráinn Hallgrímsson sem saka forystu Eflingar stéttarfélags um eineltistilburði. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, segir málið ekki eiga heima á þinginu. „Þetta erindi var sent nokkrum framkvæmdastjórnarmönnum og mér. Þetta er ekki með neinum hætti þingerindi eða þinglegt mál. Til þess að leggja mál hér fyrir þingið okkar þá þarf að gera það með ákveðnum fyrirvara. Starfsgreinasambandið hlutast ekkert til um einstök mál aðildarfélaga sinna og ég á ekki von á því að þetta verði tekið fyrir hér. Enda erum við að fjalla um stóra hluti; kjarasamningana og kjaramálin í landinu,“ segir Flosi. Það sé ekki til siðs að Starfsgreinasambandið hlutist til um innri málefni verkalýðsfélaganna. „Nei og engar heimildir til þess og enda eru þetta sjálfstæð lýðræðisleg félög sem hafa sínum málum eins og þau telja hvað best.“ Þess ber að geta að forysta Eflingar hafnar með öllu ásökunum fjórmenninganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir auk þess að ekkert nýtt sé í málinu.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Sjá meira
Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51
Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45
Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00