Tveir stuðningsmenn Liverpool rugluðust á Genk og Gent og misstu af leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 11:30 Stuðningsmenn Liverpool en ekki þó þeir sem viltust í Belgíu. Getty/ TF-Images Tvö sæti sem seldust á Meistaradeildarleik Genk og Liverpool í gær voru tóm og fyrir því var frekar brosleg ástæða. Tveir stuðningsmenn Liverpool ætluðu að fylgja sínu liði á mikilvægan útileik í Meistaradeildinni en voru hvergi sjáanlegir þegar leikurinn var flautaður á. Liverpool liðið vann leikinn 4-1 og vann sinn fyrsta útileik í riðlakeppni Meistaradeildar síðan haustið 2017. Stuðningsmennirnir voru ekki alveg með nafn mótherjanna á hreinu eða réttara sagt frá hvaða borg andstæðingarnir voru. Þeir ferðuðust nefnilega til Gent en ekki til Genk.Train ticket: €150 Match ticket: €70 The realisation you're in the wrong city: Priceless At least Gent have offered them free tickets to their Europa League match tonight #LFC#GENLIVhttps://t.co/voabfKXMFs — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 24, 2019Báðar borgir eru í Belgíu og með fótboltafélög í fremstu röð. Genk er í Meistaradeildinni en Gent er í Evrópudeildinni. Genk er í austurhluta Belgíu en Gent er mun vestar. Félagarnir voru það utan við sig að þeir áttuðu sig ekki fyrr en of seint að þeir voru í vitlausri borg. Það var enginn tími til að ferðast á milli enda tekur það meira en tvo klukkutíma.Liverpool fans miss victory in Genk after travelling to Gent by mistake @LukeMcLaughlinhttps://t.co/vSrxuoGE7d — Guardian sport (@guardian_sport) October 24, 2019Liverpool stuðningsmennirnir fundu sér því írskan bar og horfðu á leik sinna manna þar. Forráðamenn Gent fundu til með félögunum og hafa boðið þeim á Evrópudeildarleik á móti Wolfsborg í kvöld. Þeir leyfðu sér líka að skjóta aðeins á félagana og sögðust ætla að bjóða þeim upp á smá kennslu í belgískri landafræði eftir leikinn.Morning @LFC, congrats on the win yesterday. Oh and by the way could you give us a little help in finding these two Scousers who got a little confused yesterday? #gnkliv#genliv#gntwolhttps://t.co/zwGAhIF5Zb — KAA Gent (@KAAGent) October 24, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Tvö sæti sem seldust á Meistaradeildarleik Genk og Liverpool í gær voru tóm og fyrir því var frekar brosleg ástæða. Tveir stuðningsmenn Liverpool ætluðu að fylgja sínu liði á mikilvægan útileik í Meistaradeildinni en voru hvergi sjáanlegir þegar leikurinn var flautaður á. Liverpool liðið vann leikinn 4-1 og vann sinn fyrsta útileik í riðlakeppni Meistaradeildar síðan haustið 2017. Stuðningsmennirnir voru ekki alveg með nafn mótherjanna á hreinu eða réttara sagt frá hvaða borg andstæðingarnir voru. Þeir ferðuðust nefnilega til Gent en ekki til Genk.Train ticket: €150 Match ticket: €70 The realisation you're in the wrong city: Priceless At least Gent have offered them free tickets to their Europa League match tonight #LFC#GENLIVhttps://t.co/voabfKXMFs — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 24, 2019Báðar borgir eru í Belgíu og með fótboltafélög í fremstu röð. Genk er í Meistaradeildinni en Gent er í Evrópudeildinni. Genk er í austurhluta Belgíu en Gent er mun vestar. Félagarnir voru það utan við sig að þeir áttuðu sig ekki fyrr en of seint að þeir voru í vitlausri borg. Það var enginn tími til að ferðast á milli enda tekur það meira en tvo klukkutíma.Liverpool fans miss victory in Genk after travelling to Gent by mistake @LukeMcLaughlinhttps://t.co/vSrxuoGE7d — Guardian sport (@guardian_sport) October 24, 2019Liverpool stuðningsmennirnir fundu sér því írskan bar og horfðu á leik sinna manna þar. Forráðamenn Gent fundu til með félögunum og hafa boðið þeim á Evrópudeildarleik á móti Wolfsborg í kvöld. Þeir leyfðu sér líka að skjóta aðeins á félagana og sögðust ætla að bjóða þeim upp á smá kennslu í belgískri landafræði eftir leikinn.Morning @LFC, congrats on the win yesterday. Oh and by the way could you give us a little help in finding these two Scousers who got a little confused yesterday? #gnkliv#genliv#gntwolhttps://t.co/zwGAhIF5Zb — KAA Gent (@KAAGent) October 24, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira