Farinn að æfa innan við viku eftir að hnéskelin hans fór á flakk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 22:00 Patrick Mahomes. Getty/Justin Edmonds Það er fyrir löngu komið í ljós að Patrick Mahomes er enginn venjulegur íþróttamaður og nú ætlar kappinn mögulega að bjóða upp á undraendurkomu eftir meiðsli sem fékk suma til að afskrifa hann út tímabilið. Það er mikið um meiðsli í NFL-deildinni en sum eru stærri en önnur. Þegar leikstjórnendur meiðast þá geta lið lent í miklum vandræðum og hvað þá þegar besti leikmaður síðasta tímabils Patrick Mahomes, besti leikmaður NFL-deildarinnar, meiddist illa á hné í leik Kansas City Chiefs síðastliðinn fimmtudag. Stuðningsmenn Kansas City Chiefs þurftu sumir eflaust áfallahjálp enda útlitið ekki gott.From NFL Now: #Chiefs QB Patrick Mahomes is going to be on the field throwing today, and if that's all he does, that's still good. Nothing but positive news following his dislocated kneecap. pic.twitter.com/bfKZ1aQ7gD — Ian Rapoport (@RapSheet) October 23, 2019Í beinni sjónvarpsútsendingu sáust sjúkraþjálfarar Kansas City Chiefs kippa hnéskel Patrick Mahomes aftur í liðinn og það er ekki beint góð tíðindi þegar hnéskelinn er farin á flakk. Patrick Mahomes stóð samt upp og var studdur af velli en spilaði ekki meira í leiknum. Eftir leikinn fóru menn að velta fyrir sér hvort tímabilið væri búið hjá þessum frábæra leikmanni og um leið væru kannski úr sögunni möguleikar Kansas City Chiefs um að fara alla leið í Super Bowl leikinn. Patrick Mahomes fékk góðar fréttir daginn eftir þegar það kom í ljós að ekkert var slitið. Það var samt búist við því að Patrick Mahomes yrði frá í þrjár til sex vikur.There's something different about Patrick Mahomes, and Andy Reid knows it. pic.twitter.com/ac1emmcg9c — NFL on ESPN (@ESPNNFL) October 24, 2019 Það kom því mörgum mjög á óvart í gær þegar Patrick Mahomes var mættur aftur á æfingu hjá Kansas City Chiefs innan við sex dögum eftir atvikið. Hann sást kasta boltanum á æfingu en tók að sjálfsögðu ekki þátt í neinum líkamlegum átökum. Það mun síðan koma í ljós hvenær Kansas City Chiefs er tilbúið að setja hann aftur út á völlinn. Það hljóta að vera einhverjar vikur í það enda mikilvægt fyrir liðið að leikstjórnandinn fá tíma til að ná sér almennilega. Patrick Mahomes er einstakur leikmaður og með einstaka kasttækni. Hæfileikar hans hafa gert hann að stórstjörnu í NFL-deildinni á einu tímabili. Það væri annar kafli í hetjusöguna ef hann nær að snúa fljótt til baka eftir svona erfið meiðsli.Video: #Chiefs QB Patrick Mahomes returns to the practice field six days removed from a kneecap dislocation. pic.twitter.com/m53byDYs1r — Arrowhead Pride (@ArrowheadPride) October 23, 2019 NFL Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Það er fyrir löngu komið í ljós að Patrick Mahomes er enginn venjulegur íþróttamaður og nú ætlar kappinn mögulega að bjóða upp á undraendurkomu eftir meiðsli sem fékk suma til að afskrifa hann út tímabilið. Það er mikið um meiðsli í NFL-deildinni en sum eru stærri en önnur. Þegar leikstjórnendur meiðast þá geta lið lent í miklum vandræðum og hvað þá þegar besti leikmaður síðasta tímabils Patrick Mahomes, besti leikmaður NFL-deildarinnar, meiddist illa á hné í leik Kansas City Chiefs síðastliðinn fimmtudag. Stuðningsmenn Kansas City Chiefs þurftu sumir eflaust áfallahjálp enda útlitið ekki gott.From NFL Now: #Chiefs QB Patrick Mahomes is going to be on the field throwing today, and if that's all he does, that's still good. Nothing but positive news following his dislocated kneecap. pic.twitter.com/bfKZ1aQ7gD — Ian Rapoport (@RapSheet) October 23, 2019Í beinni sjónvarpsútsendingu sáust sjúkraþjálfarar Kansas City Chiefs kippa hnéskel Patrick Mahomes aftur í liðinn og það er ekki beint góð tíðindi þegar hnéskelinn er farin á flakk. Patrick Mahomes stóð samt upp og var studdur af velli en spilaði ekki meira í leiknum. Eftir leikinn fóru menn að velta fyrir sér hvort tímabilið væri búið hjá þessum frábæra leikmanni og um leið væru kannski úr sögunni möguleikar Kansas City Chiefs um að fara alla leið í Super Bowl leikinn. Patrick Mahomes fékk góðar fréttir daginn eftir þegar það kom í ljós að ekkert var slitið. Það var samt búist við því að Patrick Mahomes yrði frá í þrjár til sex vikur.There's something different about Patrick Mahomes, and Andy Reid knows it. pic.twitter.com/ac1emmcg9c — NFL on ESPN (@ESPNNFL) October 24, 2019 Það kom því mörgum mjög á óvart í gær þegar Patrick Mahomes var mættur aftur á æfingu hjá Kansas City Chiefs innan við sex dögum eftir atvikið. Hann sást kasta boltanum á æfingu en tók að sjálfsögðu ekki þátt í neinum líkamlegum átökum. Það mun síðan koma í ljós hvenær Kansas City Chiefs er tilbúið að setja hann aftur út á völlinn. Það hljóta að vera einhverjar vikur í það enda mikilvægt fyrir liðið að leikstjórnandinn fá tíma til að ná sér almennilega. Patrick Mahomes er einstakur leikmaður og með einstaka kasttækni. Hæfileikar hans hafa gert hann að stórstjörnu í NFL-deildinni á einu tímabili. Það væri annar kafli í hetjusöguna ef hann nær að snúa fljótt til baka eftir svona erfið meiðsli.Video: #Chiefs QB Patrick Mahomes returns to the practice field six days removed from a kneecap dislocation. pic.twitter.com/m53byDYs1r — Arrowhead Pride (@ArrowheadPride) October 23, 2019
NFL Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira