Þrestir á fylliríi eftir mjög gjöfult berjaár Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. október 2019 06:00 Þrestir borgarinnar belgja sig sællegir út af berjum. Fréttablaðið/Andri Borgarbúar hafa í haust orðið varir við einkennilega hegðun skógarþrasta. Fljúga þeir lágt, svo að fólk á fótum fjör að launa, og margir þrestir enda jarðvistina eftir harkalegan árekstur við glerrúður. Lætin í fuglunum eru engu minni en á vorin, en meiri kergja og biturð í röddinni. Sagt er að þrestirnir séu fullir, blindfullir, eftir að hafa hámað í sig gerjuð ber. Á haustin fara tugþúsundir skógarþrasta um borgarlandið í leit að æti og á kvöldin nátta þeir í skóglendi. Þeir þurfa mikla orku, enda flýgur bróðurparturinn af þeim yfir hafið til Bretlands á haustin. Reyniber, sem finnast meðal annars í görðum fólks, virka prýðilega til brúksins. „Berjauppskeran var frábærlega góð í haust og fuglarnir eru að uppskera, éta eins og þeir lifandi geta áður en þeir leggja í hann til Evrópu,“ segir Ólafur Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en flestir fuglanna fljúga til Bretlandseyja. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda berja er sú að reyniviðurinn blómstraði ekki á síðasta ári. Blóma- og berjauppskeran í ár er því með því besta sem verið hefur. „Trén hreinlega svignuðu undan veigunum,“ segir Ólafur. „Þeir gjörsamlega hakka þetta í sig því þeir eiga langa ferð fyrir höndum.“ Fuglarnir byrja að éta berin þegar þau eru fullþroskuð og best finnst þeim að fá þau eftir næturfrost en eftir fyrstu frostin byrja berin að gerjast. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá sömu stofnun, segir að það þekkist þó í nágrannalöndunum að dýr verði ölvuð af gerjuðu æti, til dæmis elgir á Norðurlöndunum. „Það er ekki ómögulegt að þrestir verði ölvaðir, sérstaklega ekki þegar þeir éta berin svona seint eins og nú.“ Erlendis, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, þekkist það vel að smáfuglar verði ölvaðir af berjaáti þó að fáar rannsóknir séu til. Erfitt sé að mæla áfengiseitrun í dýrum og dýrt. Ölvunin leynir sér þó ekki því fuglarnir eigi erfitt með að fljúga og ganga beint. Fuglar með þessi einkenni sem skoðaðir hafa verið í Kanada, hafa jafnað sig á nokkrum klukkutímum. Þó eru til dæmi um að fuglar hafi drepist úr lifrarskemmdum vegna áfengiseitrunar. Guðmundur segir að þrastasöngurinn nú í haust sé ekki af sama meiði og í tilhugalífinu á vorin. „Þeir eru að garga og að berjast innbyrðis um berin. Þeir rífast í þessu nábýli og maður sér árásargirni,“ segir hann. Jafn framt segir hann það geta vel verið að þrestirnir fljúgi á rúður vegna vímu, en það komi þó fyrir allan ársins hring. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Borgarbúar hafa í haust orðið varir við einkennilega hegðun skógarþrasta. Fljúga þeir lágt, svo að fólk á fótum fjör að launa, og margir þrestir enda jarðvistina eftir harkalegan árekstur við glerrúður. Lætin í fuglunum eru engu minni en á vorin, en meiri kergja og biturð í röddinni. Sagt er að þrestirnir séu fullir, blindfullir, eftir að hafa hámað í sig gerjuð ber. Á haustin fara tugþúsundir skógarþrasta um borgarlandið í leit að æti og á kvöldin nátta þeir í skóglendi. Þeir þurfa mikla orku, enda flýgur bróðurparturinn af þeim yfir hafið til Bretlands á haustin. Reyniber, sem finnast meðal annars í görðum fólks, virka prýðilega til brúksins. „Berjauppskeran var frábærlega góð í haust og fuglarnir eru að uppskera, éta eins og þeir lifandi geta áður en þeir leggja í hann til Evrópu,“ segir Ólafur Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en flestir fuglanna fljúga til Bretlandseyja. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda berja er sú að reyniviðurinn blómstraði ekki á síðasta ári. Blóma- og berjauppskeran í ár er því með því besta sem verið hefur. „Trén hreinlega svignuðu undan veigunum,“ segir Ólafur. „Þeir gjörsamlega hakka þetta í sig því þeir eiga langa ferð fyrir höndum.“ Fuglarnir byrja að éta berin þegar þau eru fullþroskuð og best finnst þeim að fá þau eftir næturfrost en eftir fyrstu frostin byrja berin að gerjast. Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá sömu stofnun, segir að það þekkist þó í nágrannalöndunum að dýr verði ölvuð af gerjuðu æti, til dæmis elgir á Norðurlöndunum. „Það er ekki ómögulegt að þrestir verði ölvaðir, sérstaklega ekki þegar þeir éta berin svona seint eins og nú.“ Erlendis, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku, þekkist það vel að smáfuglar verði ölvaðir af berjaáti þó að fáar rannsóknir séu til. Erfitt sé að mæla áfengiseitrun í dýrum og dýrt. Ölvunin leynir sér þó ekki því fuglarnir eigi erfitt með að fljúga og ganga beint. Fuglar með þessi einkenni sem skoðaðir hafa verið í Kanada, hafa jafnað sig á nokkrum klukkutímum. Þó eru til dæmi um að fuglar hafi drepist úr lifrarskemmdum vegna áfengiseitrunar. Guðmundur segir að þrastasöngurinn nú í haust sé ekki af sama meiði og í tilhugalífinu á vorin. „Þeir eru að garga og að berjast innbyrðis um berin. Þeir rífast í þessu nábýli og maður sér árásargirni,“ segir hann. Jafn framt segir hann það geta vel verið að þrestirnir fljúgi á rúður vegna vímu, en það komi þó fyrir allan ársins hring.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira