Vafasamar fullyrðingar seiðskrattans um krabbamein barna komu í veg fyrir útgáfuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2019 22:24 Durek Verrett og Marta Lovísa prinsessa. Mynd/Instagram Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. Forlagið ber því fyrir sig að bókin gæti reynst skaðleg þeim sem taka hana bókstaflega, einkum með tilliti til fullyrðinga höfundar um orsakir krabbameins og meðferðir við því. Fyrirhugað var að bókin, sem er nokkurs konar sjálfshjálparbók og ber titilinn Spirit Hacking, kæmi út á norsku í lok mánaðar. Norska dagblaðið VG greinir frá því að Cappelen Damm hafi nú tilkynnt um breytta tilhögun. Í tilkynningu forlagsins segir að í kjölfar útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum og umræðu sem spratt upp í kringum hana hafi orðið ljóst að þörf væri á frekari yfirlestri á handritinu. Því næst hafi verið tekin ákvörðun um að gefa bókina ekki út.Knut Ola Ulvestad, eigandi forlagsins, segir í samtali við VG að hann vilji ekki ábyrgjast fullyrðingar Dureks um orsakir krabbameins og meðferðir við því, sem gætu reynst lesendum skaðlegar. „Við eigum öll vini og samstarfsfélaga sem hafa glímt við krabbamein, sem eiga börn sem hafa glímt við krabbamein. Og Durek skrifar til dæmis um að þegar börn fá krabbamein þá sé það vegna þess að þau eru óhamingjusöm,“ segir Knut Olav. Í dómi hins norska Dagbladet um ensku útgáfu bókarinnar segir að hún sé orðaflaumur „brjálaðs manns“. Þannig haldi hann því fram að fái fólk krabbamein geti það sjálfu sér um kennt. Sænskt forlag tilkynnti einnig um það í dag að það hyggist hætta við útgáfu bókarinnar þar í landi. Það var umdeilt þegar Marta Lovísa svipti hulunni af nýja kærastanum fyrr á þessu ári. Durek er hálfnorskur en hefur verið búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum um árabil. Hann gefur sig út fyrir að vera „þróunarfrumkvöðull“ sem leggi áherslu á hið andlega. Þá kom hann til Íslands árið 2016 og var fjallað ítarlega um þá heimsókn hér. Hann kynnti sig sem seiðskratta í heimsókninni og kvaðst hafa erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni. Bókmenntir Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26 Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. Forlagið ber því fyrir sig að bókin gæti reynst skaðleg þeim sem taka hana bókstaflega, einkum með tilliti til fullyrðinga höfundar um orsakir krabbameins og meðferðir við því. Fyrirhugað var að bókin, sem er nokkurs konar sjálfshjálparbók og ber titilinn Spirit Hacking, kæmi út á norsku í lok mánaðar. Norska dagblaðið VG greinir frá því að Cappelen Damm hafi nú tilkynnt um breytta tilhögun. Í tilkynningu forlagsins segir að í kjölfar útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum og umræðu sem spratt upp í kringum hana hafi orðið ljóst að þörf væri á frekari yfirlestri á handritinu. Því næst hafi verið tekin ákvörðun um að gefa bókina ekki út.Knut Ola Ulvestad, eigandi forlagsins, segir í samtali við VG að hann vilji ekki ábyrgjast fullyrðingar Dureks um orsakir krabbameins og meðferðir við því, sem gætu reynst lesendum skaðlegar. „Við eigum öll vini og samstarfsfélaga sem hafa glímt við krabbamein, sem eiga börn sem hafa glímt við krabbamein. Og Durek skrifar til dæmis um að þegar börn fá krabbamein þá sé það vegna þess að þau eru óhamingjusöm,“ segir Knut Olav. Í dómi hins norska Dagbladet um ensku útgáfu bókarinnar segir að hún sé orðaflaumur „brjálaðs manns“. Þannig haldi hann því fram að fái fólk krabbamein geti það sjálfu sér um kennt. Sænskt forlag tilkynnti einnig um það í dag að það hyggist hætta við útgáfu bókarinnar þar í landi. Það var umdeilt þegar Marta Lovísa svipti hulunni af nýja kærastanum fyrr á þessu ári. Durek er hálfnorskur en hefur verið búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum um árabil. Hann gefur sig út fyrir að vera „þróunarfrumkvöðull“ sem leggi áherslu á hið andlega. Þá kom hann til Íslands árið 2016 og var fjallað ítarlega um þá heimsókn hér. Hann kynnti sig sem seiðskratta í heimsókninni og kvaðst hafa erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni.
Bókmenntir Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26 Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Nýr kærasti Noregsprinsessu segir foreldra hennar elska sig Norska konungsfjölskyldan hefur kosið að tjá sig ekki um nýjan tengdason. 14. maí 2019 08:26
Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00
Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Íslenskur lífefnfræðingur hefur ekki mikið álit á honum. 13. maí 2019 16:14
Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49