Heitir fundarlaunum vegna innbrotsins í Vallarási Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2019 14:14 Þórdís hefur heitið fundarlaunum en tölvan sem hvarf í innbrotinu er dóttur hennar ómetanleg. Vísir greindi í gær frá innbroti í Vallarási sem átti sér stað í vikunni. Þórdís Árnadóttir birti Facebookfærslu þar sem hún benti á rapparann Gísla Pálma og unga konu sem væru þau sem hún fullyrti að væru þau seku. Þórdís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun, en hún hefur þó tekið þá færslu út. Það segist hún hafa gert vegna þess að hún vilji fá frið og hún vilji gefa lögreglunni svigrúm til að rannsaka málið. Hins vegar er ekkert að frétta frá lögreglu og því hefur Þórdís nú gripið til þess ráðs að heita fundarlaunum, einkum vegna þess að meðal þess sem hvarf í innbrotinu er tölva að gerðinni Macbook 13. Bráðnauðsynleg dóttur hennar. Þórdís hefur birt færslu á Facebooksíðu sinni þar sem hún auglýsir eftir henni:Á sunnudagskvöld var brotist inn í íbúð þar sem dóttir mín og systir hennar voru gestkomandi í og tölvunni hennar og skólatösku var stolið. Í skólatöskunni var pennaveski með vasareikni og minnislykli...þar sem ritgerðirnar hennar eru geymdar. Við ætlum að borga fundarlaun þeim sem finnur þetta dót og skilar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Áríðandi er að tölvan skili sér. Í henni eru verkefni sem hún þarf. Tölvan er af gerðinni Macbook 13" Góð fundarlaun í boði. Þórdís segist aðspurð ekki hafa heyrt neitt frá Gísla Pálma né neinum öðrum tengdum ef því er að skipta ef frá er talið það að rapparinn gerði lítið úr þessum ásökunum á hennar Facebooksíðu, eins og Vísir greindi frá í gær. Þórdís segir dóttur sína miður sín vegna þessa. Vísir hefur enn ekki náð tali af Gísla Pálma vegna þessa.Rannsókn miðar hægt en örugglega Málið má heita athyglisvert í ljósi þess að fá dæmi eru um að nafngreindir aðilar séu sakaðir um afbrot með svo beinum hætti opinberlega. En, með samfélagsmiðlum má búast við því að slíkum málum fjölgi sem setur bæði lögreglu og fjölmiða, að ónefndum dómsstólum, í nýja stöðu. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið sé í ferli og ekki sé hægt að upplýsa nákvæmlega um hvar það er statt. „Við erum komin skrefinu lengra í málinu. Skref fyrir skref hægt en örugglega.“ Málið er hins vegar ekki komið á þann stað enn að nokkur hafi verið yfirheyrður. Lögreglumál Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Vísir greindi í gær frá innbroti í Vallarási sem átti sér stað í vikunni. Þórdís Árnadóttir birti Facebookfærslu þar sem hún benti á rapparann Gísla Pálma og unga konu sem væru þau sem hún fullyrti að væru þau seku. Þórdís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun, en hún hefur þó tekið þá færslu út. Það segist hún hafa gert vegna þess að hún vilji fá frið og hún vilji gefa lögreglunni svigrúm til að rannsaka málið. Hins vegar er ekkert að frétta frá lögreglu og því hefur Þórdís nú gripið til þess ráðs að heita fundarlaunum, einkum vegna þess að meðal þess sem hvarf í innbrotinu er tölva að gerðinni Macbook 13. Bráðnauðsynleg dóttur hennar. Þórdís hefur birt færslu á Facebooksíðu sinni þar sem hún auglýsir eftir henni:Á sunnudagskvöld var brotist inn í íbúð þar sem dóttir mín og systir hennar voru gestkomandi í og tölvunni hennar og skólatösku var stolið. Í skólatöskunni var pennaveski með vasareikni og minnislykli...þar sem ritgerðirnar hennar eru geymdar. Við ætlum að borga fundarlaun þeim sem finnur þetta dót og skilar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Áríðandi er að tölvan skili sér. Í henni eru verkefni sem hún þarf. Tölvan er af gerðinni Macbook 13" Góð fundarlaun í boði. Þórdís segist aðspurð ekki hafa heyrt neitt frá Gísla Pálma né neinum öðrum tengdum ef því er að skipta ef frá er talið það að rapparinn gerði lítið úr þessum ásökunum á hennar Facebooksíðu, eins og Vísir greindi frá í gær. Þórdís segir dóttur sína miður sín vegna þessa. Vísir hefur enn ekki náð tali af Gísla Pálma vegna þessa.Rannsókn miðar hægt en örugglega Málið má heita athyglisvert í ljósi þess að fá dæmi eru um að nafngreindir aðilar séu sakaðir um afbrot með svo beinum hætti opinberlega. En, með samfélagsmiðlum má búast við því að slíkum málum fjölgi sem setur bæði lögreglu og fjölmiða, að ónefndum dómsstólum, í nýja stöðu. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið sé í ferli og ekki sé hægt að upplýsa nákvæmlega um hvar það er statt. „Við erum komin skrefinu lengra í málinu. Skref fyrir skref hægt en örugglega.“ Málið er hins vegar ekki komið á þann stað enn að nokkur hafi verið yfirheyrður.
Lögreglumál Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16