Heitir fundarlaunum vegna innbrotsins í Vallarási Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2019 14:14 Þórdís hefur heitið fundarlaunum en tölvan sem hvarf í innbrotinu er dóttur hennar ómetanleg. Vísir greindi í gær frá innbroti í Vallarási sem átti sér stað í vikunni. Þórdís Árnadóttir birti Facebookfærslu þar sem hún benti á rapparann Gísla Pálma og unga konu sem væru þau sem hún fullyrti að væru þau seku. Þórdís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun, en hún hefur þó tekið þá færslu út. Það segist hún hafa gert vegna þess að hún vilji fá frið og hún vilji gefa lögreglunni svigrúm til að rannsaka málið. Hins vegar er ekkert að frétta frá lögreglu og því hefur Þórdís nú gripið til þess ráðs að heita fundarlaunum, einkum vegna þess að meðal þess sem hvarf í innbrotinu er tölva að gerðinni Macbook 13. Bráðnauðsynleg dóttur hennar. Þórdís hefur birt færslu á Facebooksíðu sinni þar sem hún auglýsir eftir henni:Á sunnudagskvöld var brotist inn í íbúð þar sem dóttir mín og systir hennar voru gestkomandi í og tölvunni hennar og skólatösku var stolið. Í skólatöskunni var pennaveski með vasareikni og minnislykli...þar sem ritgerðirnar hennar eru geymdar. Við ætlum að borga fundarlaun þeim sem finnur þetta dót og skilar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Áríðandi er að tölvan skili sér. Í henni eru verkefni sem hún þarf. Tölvan er af gerðinni Macbook 13" Góð fundarlaun í boði. Þórdís segist aðspurð ekki hafa heyrt neitt frá Gísla Pálma né neinum öðrum tengdum ef því er að skipta ef frá er talið það að rapparinn gerði lítið úr þessum ásökunum á hennar Facebooksíðu, eins og Vísir greindi frá í gær. Þórdís segir dóttur sína miður sín vegna þessa. Vísir hefur enn ekki náð tali af Gísla Pálma vegna þessa.Rannsókn miðar hægt en örugglega Málið má heita athyglisvert í ljósi þess að fá dæmi eru um að nafngreindir aðilar séu sakaðir um afbrot með svo beinum hætti opinberlega. En, með samfélagsmiðlum má búast við því að slíkum málum fjölgi sem setur bæði lögreglu og fjölmiða, að ónefndum dómsstólum, í nýja stöðu. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið sé í ferli og ekki sé hægt að upplýsa nákvæmlega um hvar það er statt. „Við erum komin skrefinu lengra í málinu. Skref fyrir skref hægt en örugglega.“ Málið er hins vegar ekki komið á þann stað enn að nokkur hafi verið yfirheyrður. Lögreglumál Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Vísir greindi í gær frá innbroti í Vallarási sem átti sér stað í vikunni. Þórdís Árnadóttir birti Facebookfærslu þar sem hún benti á rapparann Gísla Pálma og unga konu sem væru þau sem hún fullyrti að væru þau seku. Þórdís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun, en hún hefur þó tekið þá færslu út. Það segist hún hafa gert vegna þess að hún vilji fá frið og hún vilji gefa lögreglunni svigrúm til að rannsaka málið. Hins vegar er ekkert að frétta frá lögreglu og því hefur Þórdís nú gripið til þess ráðs að heita fundarlaunum, einkum vegna þess að meðal þess sem hvarf í innbrotinu er tölva að gerðinni Macbook 13. Bráðnauðsynleg dóttur hennar. Þórdís hefur birt færslu á Facebooksíðu sinni þar sem hún auglýsir eftir henni:Á sunnudagskvöld var brotist inn í íbúð þar sem dóttir mín og systir hennar voru gestkomandi í og tölvunni hennar og skólatösku var stolið. Í skólatöskunni var pennaveski með vasareikni og minnislykli...þar sem ritgerðirnar hennar eru geymdar. Við ætlum að borga fundarlaun þeim sem finnur þetta dót og skilar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Áríðandi er að tölvan skili sér. Í henni eru verkefni sem hún þarf. Tölvan er af gerðinni Macbook 13" Góð fundarlaun í boði. Þórdís segist aðspurð ekki hafa heyrt neitt frá Gísla Pálma né neinum öðrum tengdum ef því er að skipta ef frá er talið það að rapparinn gerði lítið úr þessum ásökunum á hennar Facebooksíðu, eins og Vísir greindi frá í gær. Þórdís segir dóttur sína miður sín vegna þessa. Vísir hefur enn ekki náð tali af Gísla Pálma vegna þessa.Rannsókn miðar hægt en örugglega Málið má heita athyglisvert í ljósi þess að fá dæmi eru um að nafngreindir aðilar séu sakaðir um afbrot með svo beinum hætti opinberlega. En, með samfélagsmiðlum má búast við því að slíkum málum fjölgi sem setur bæði lögreglu og fjölmiða, að ónefndum dómsstólum, í nýja stöðu. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið sé í ferli og ekki sé hægt að upplýsa nákvæmlega um hvar það er statt. „Við erum komin skrefinu lengra í málinu. Skref fyrir skref hægt en örugglega.“ Málið er hins vegar ekki komið á þann stað enn að nokkur hafi verið yfirheyrður.
Lögreglumál Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16