Sett var auglýsing á vefinn Tribe, þar sem flestir áhrifavaldar á Englandi sækjast eftir vinnu, undir nafni Manchester City en þar var talið að ensku meistararnir væru að óska eftir áhrifavöldum til að hjálpa þeim að fá fleira fólk á völlinn.
Man City are hiring pic.twitter.com/RgmZgEOKcC
— ESPN FC (@ESPNFC) October 22, 2019
Í auglýsingunni segir að ekki hafi nein stór nöfn dregist gegn City í Meistaradeildinni þessa leiktíðina og því séu helstu stuðningsmennirnir ólíklegri til að mæta á völlinn.
Því vildu City fá áhrifavalda á völlinn til að sýna fólkinu á Englandi og víðar um heiminn hversu raunverulega góð stemning er á Etihad-leikvanginum er City spilar þar.
Influencers: @ManCity needs you. Brief: tell your followers how 'electric' the Etihad Champions League atmosphere is. Need to create FOMO for games against 'relatively unknown teams'. Full details here: https://t.co/xRLbvwA3qm. #Influencer#ManCity#CityAtalanta#ChampionsLeaguepic.twitter.com/rwjAksqXez
— Arvind Hickman (@ArvindHickman) October 22, 2019
BBC greindis svo frá því á vef sínum í gærkvöldi að þetta væri ekki rétt. Manchester City hafði neitað þessu og hafi ekki borgað áðurnefndu fyrirtæki til að finna fyrir sig áhrifavalda til að sýna frá stemningunni.
Manchester City have distanced themselves from an advert aimed at recruiting social media influencers to boost the appeal of European matches.
More: https://t.co/l3JMJChZmi#mcfc#bbcfootballpic.twitter.com/ADhrZVdP9e
— BBC Sport (@BBCSport) October 23, 2019
City dróst í riðil með Atalanta, Shaktar og Dinamo Zagreb í riðlinum í ár. Þeir eru með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina en þeir leiku tvo þeirra á heimavelli fyrir hálftómum Etihad-leikvangi.