Ekki á hverjum degi sem sagnfræðingur fær að vera viðstaddur krýningarathöfn Japanskeisara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 12:44 Íslensku forsetahjónin munu færa Japanskeisara heillaóskir frá íslensku þjóðinni þegar þau sækja hátíðarkvöldverð, Naruhito til heiðurs. Í morgun fór fram krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara. Íslensku forsetahjónin, ásamt minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogum, voru viðstödd athöfnina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það hafi verið forvitnilegt fyrir sig, ekki síst sem sagnfræðing, að fá að vera viðstaddur sögulegt augnablik þegar Naruhito tók við að föður sínum Akihito. „Þetta gerist auðvitað ekki á hverjum degi þannig að athöfnin var mjög virðuleg og söguleg, skulum við segja. Naruhito, tekur við af Akihito föður sínum sem lifir enn í hárri elli en sagði af sér keisaratign í apríl. Keisarinn þar á undan, var afi núverandi keisara, Hirohito sem var keisari Japana lungann úr 20. öldinni þannig að þetta var virkilega söguleg stund og virðuleg, en látlaus um leið,“ segir Guðni sem staddur er í Tokyo. Viðstaddir krýningarhátíðina voru minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogar, ýmist þjóðhöfðingjar eða fulltrúar landa sinna. „Það er nú kvöld hér í Japan. Nú tekur við kvöldverður þar sem við Elísa konan mín, náum að heilsa upp á Japanskeisara og keisaraynju og færa þeim heillaóskir okkar og íslensku þjóðarinnar.“ Guðni segir að ýmis sóknarfæri séu fyrir hendi í eflingu viðskipta landanna tveggja. Íslensk stjórnvöld hafi lengi unnið að því að glæða áhuga Japana á fríverslunarsamningi. „Það má hugsa ýmislegt hér í heimi viðskiptanna. Japanar hafa mikinn áhuga á íslenskri menningu, okkar bókmenntaarfi og ýmsum tengingum við Íslands, svo ekki sé minnst á ferðamennsku. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum til tryggja og efla enn frekar samskipti ríkjanna.“ Forseti Íslands Japan Tengdar fréttir Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Naruhito tekur við embættinu af föður sínum Akihito sem hefur afsalað sér krúninni. 17. október 2019 10:45 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í morgun fór fram krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara. Íslensku forsetahjónin, ásamt minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogum, voru viðstödd athöfnina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það hafi verið forvitnilegt fyrir sig, ekki síst sem sagnfræðing, að fá að vera viðstaddur sögulegt augnablik þegar Naruhito tók við að föður sínum Akihito. „Þetta gerist auðvitað ekki á hverjum degi þannig að athöfnin var mjög virðuleg og söguleg, skulum við segja. Naruhito, tekur við af Akihito föður sínum sem lifir enn í hárri elli en sagði af sér keisaratign í apríl. Keisarinn þar á undan, var afi núverandi keisara, Hirohito sem var keisari Japana lungann úr 20. öldinni þannig að þetta var virkilega söguleg stund og virðuleg, en látlaus um leið,“ segir Guðni sem staddur er í Tokyo. Viðstaddir krýningarhátíðina voru minnst hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogar, ýmist þjóðhöfðingjar eða fulltrúar landa sinna. „Það er nú kvöld hér í Japan. Nú tekur við kvöldverður þar sem við Elísa konan mín, náum að heilsa upp á Japanskeisara og keisaraynju og færa þeim heillaóskir okkar og íslensku þjóðarinnar.“ Guðni segir að ýmis sóknarfæri séu fyrir hendi í eflingu viðskipta landanna tveggja. Íslensk stjórnvöld hafi lengi unnið að því að glæða áhuga Japana á fríverslunarsamningi. „Það má hugsa ýmislegt hér í heimi viðskiptanna. Japanar hafa mikinn áhuga á íslenskri menningu, okkar bókmenntaarfi og ýmsum tengingum við Íslands, svo ekki sé minnst á ferðamennsku. Það er gott að geta lagt sitt af mörkum til tryggja og efla enn frekar samskipti ríkjanna.“
Forseti Íslands Japan Tengdar fréttir Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Naruhito tekur við embættinu af föður sínum Akihito sem hefur afsalað sér krúninni. 17. október 2019 10:45 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Naruhito tekur við embættinu af föður sínum Akihito sem hefur afsalað sér krúninni. 17. október 2019 10:45