Ómar í mál við Air Iceland Connect Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2019 15:45 Ómar telur viðskiptahætti Air Iceland Connect fyrir neðan allar hellur en mál hans á hendur fyrirtækinu verður þingfest á morgun. Árni Gunnarsson segir þá bera hag viðskiptavina fyrir brjósti. „Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra í málum sem snúa að neytendavernd en þetta,“ segir Ómar R. Valdimarsson lögmaður í samtali við Vísi. Air Iceland Connect, áður Flugfélag Íslands, hefur breytt skilmálum fargjalda farþega sinna með þeim hætti, að réttur neytenda til þess að krefjast greiðslu bóta úr hendi flugfélagsins hefur verið takmarkaður verulega. Ómar telur þetta algjörlega óboðlega viðskiptahætti og verði mál farþega gegn Air Iceland Connect þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. „Farþegar, sem lenda í því að flugið þeirra seinkar verulega, er aflýst eða yfirbóka, eiga rétt á skaðabótum skv. Evrópureglugerð nr. 261/2004, sem innleidd hefur verið á Íslandi. Í nýlegri en ódagsettum breytingum á skilmálum fargjalda Air Iceland Connect, reynir flugfélagið að takmarka verulega rétt neytenda til þess að ná fram bótum frá félaginu. Bæturnar í innanlandsflugi geta mestar orðið 250 evrur eða tæplega 35.000 krónur,“ segir í tilkynningu sem Ómar hefur sent út.Meinað samkvæmt ákvæði að leita til lögmanns Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins.Ómar telur einsýnt að nýtt ákvæði sem Air Icleand Connet hefur sett skerði rétt farþegar til að sækja sér bætur þegar svo ber undir.„Í nýlegri en ódagsettum breytingum á skilmálum fargjalda Air Iceland Connect, reynir flugfélagið að takmarka verulega rétt neytenda til þess að ná fram bótum frá félaginu,“ segir Ómar. „Bæturnar í innanlandsflugi geta mestar orðið 250 evrur eða tæplega 35.000 krónur. Í nýju ákvæði 12. gr. skilmála félagsins að farþegar megi ekki fá lögmenn eða aðra innheimtuaðila til þess að krefjast bóta fyrir sína hönd. Þá áskilur Air Iceland Connect sér einhliða 30 daga svarrétt og tekur fram að bætur séu aðeins greiddar inn á reikninga viðkomandi farþega en ekki til dæmis inn á fjárvörslureikning innheimtuaðila.“Gegn heilum her lögmanna Ómar segir þetta skjóta skökku við. Air Iceland Connect sé hluti af Icelandair Group, sem er félag sem er skráð á hlutabréfamarkað. „Félagið hefur heilan her lögmanna á sínum snærum en reynir svo að koma í veg fyrir að farþegar leiti til sérfræðinga, þegar þeir þurfa að innheimta bætur sem þeir eiga lagalegan rétt á. Það er augljóst að þessar breytingar eru miðaðar að því að fækka þeim farþegum, sem krefjast bóta vegna seinkanna og því þegar flugi er aflýst.“Árni Gunnarsson segir ákvæðið miða að því að farþegar fái bætur óskiptar til sín, en hluti bótanna renni ekki til lögmanna.Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir hugmyndina hjá þeim einfaldlega grundvallast á vilja til að bæta hag neytenda þannig að þeir geti sótt sér fullar bætur án skerðinga einhverra milliliða, eins og hann orðar það.Að taka út milliliðinn „Með þessum skilmálabreytingum sem Ómar vitnar á að tryggja að farþegar sem eigi rétt á bótum og fái þær óskertar. Við erum auðvitað í samskiptum við farþegann, erum með samning við hann um flutning. Svo verður röskun á fluginu einhverra hluta vegna og þá leggjum við áherslu á að hann hafi samband við okkur beint og við afgreiðum það þá hratt og örugglega. Í mörgum tilfellum samdægurs. Þá eru farþegar að fá þær bætur sem þeir eiga rétt á.“ Árni segir að séu farþegar þá enn ósáttir, við afgreiðslu og/eða niðurstöðu sé þeim að sjálfsögðu það frjálst að hafa samband við lögfræðing. Til sé reglugerð frá 2004 sem oft hefur verið dæmt út frá erlendis, samgöngustofa hefur úrskurðað og allt sé þetta tiltölulega einfalt í framkvæmd.„Ástæðulaust að farþegar sem við erum í samskiptum við séu að borga milliliðum að óþörfu. Lögmenn sem eru með svona mál vinna þau ekki frítt og í sumum tilfellum koma farþegar til okkar og spyrja hvers vegna þeir fái ekki fullar bætur? En þá er það vegna þess að lögmenn hafa tekið hlut,“ segir Árni sem vill meina að hið umdeilda ákvæði miði að því að farþegarnir fái bæturnar alfarið til sín. „Við erum með einfalt form á vefnum okkar þar sem farþegar okkar geta lagt inn beiðni um slíkt og þar er það afgreitt hratt og örugglega. En, það er af þessum ástæðum sem við fórum út í þetta, að gera farþeganum kleift að fá að fullu til sín bætur en að það fari ekki hluti af því til einhverra milliliða.“ Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
„Ég hélt satt að segja að við værum komin lengra í málum sem snúa að neytendavernd en þetta,“ segir Ómar R. Valdimarsson lögmaður í samtali við Vísi. Air Iceland Connect, áður Flugfélag Íslands, hefur breytt skilmálum fargjalda farþega sinna með þeim hætti, að réttur neytenda til þess að krefjast greiðslu bóta úr hendi flugfélagsins hefur verið takmarkaður verulega. Ómar telur þetta algjörlega óboðlega viðskiptahætti og verði mál farþega gegn Air Iceland Connect þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. „Farþegar, sem lenda í því að flugið þeirra seinkar verulega, er aflýst eða yfirbóka, eiga rétt á skaðabótum skv. Evrópureglugerð nr. 261/2004, sem innleidd hefur verið á Íslandi. Í nýlegri en ódagsettum breytingum á skilmálum fargjalda Air Iceland Connect, reynir flugfélagið að takmarka verulega rétt neytenda til þess að ná fram bótum frá félaginu. Bæturnar í innanlandsflugi geta mestar orðið 250 evrur eða tæplega 35.000 krónur,“ segir í tilkynningu sem Ómar hefur sent út.Meinað samkvæmt ákvæði að leita til lögmanns Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins.Ómar telur einsýnt að nýtt ákvæði sem Air Icleand Connet hefur sett skerði rétt farþegar til að sækja sér bætur þegar svo ber undir.„Í nýlegri en ódagsettum breytingum á skilmálum fargjalda Air Iceland Connect, reynir flugfélagið að takmarka verulega rétt neytenda til þess að ná fram bótum frá félaginu,“ segir Ómar. „Bæturnar í innanlandsflugi geta mestar orðið 250 evrur eða tæplega 35.000 krónur. Í nýju ákvæði 12. gr. skilmála félagsins að farþegar megi ekki fá lögmenn eða aðra innheimtuaðila til þess að krefjast bóta fyrir sína hönd. Þá áskilur Air Iceland Connect sér einhliða 30 daga svarrétt og tekur fram að bætur séu aðeins greiddar inn á reikninga viðkomandi farþega en ekki til dæmis inn á fjárvörslureikning innheimtuaðila.“Gegn heilum her lögmanna Ómar segir þetta skjóta skökku við. Air Iceland Connect sé hluti af Icelandair Group, sem er félag sem er skráð á hlutabréfamarkað. „Félagið hefur heilan her lögmanna á sínum snærum en reynir svo að koma í veg fyrir að farþegar leiti til sérfræðinga, þegar þeir þurfa að innheimta bætur sem þeir eiga lagalegan rétt á. Það er augljóst að þessar breytingar eru miðaðar að því að fækka þeim farþegum, sem krefjast bóta vegna seinkanna og því þegar flugi er aflýst.“Árni Gunnarsson segir ákvæðið miða að því að farþegar fái bætur óskiptar til sín, en hluti bótanna renni ekki til lögmanna.Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir hugmyndina hjá þeim einfaldlega grundvallast á vilja til að bæta hag neytenda þannig að þeir geti sótt sér fullar bætur án skerðinga einhverra milliliða, eins og hann orðar það.Að taka út milliliðinn „Með þessum skilmálabreytingum sem Ómar vitnar á að tryggja að farþegar sem eigi rétt á bótum og fái þær óskertar. Við erum auðvitað í samskiptum við farþegann, erum með samning við hann um flutning. Svo verður röskun á fluginu einhverra hluta vegna og þá leggjum við áherslu á að hann hafi samband við okkur beint og við afgreiðum það þá hratt og örugglega. Í mörgum tilfellum samdægurs. Þá eru farþegar að fá þær bætur sem þeir eiga rétt á.“ Árni segir að séu farþegar þá enn ósáttir, við afgreiðslu og/eða niðurstöðu sé þeim að sjálfsögðu það frjálst að hafa samband við lögfræðing. Til sé reglugerð frá 2004 sem oft hefur verið dæmt út frá erlendis, samgöngustofa hefur úrskurðað og allt sé þetta tiltölulega einfalt í framkvæmd.„Ástæðulaust að farþegar sem við erum í samskiptum við séu að borga milliliðum að óþörfu. Lögmenn sem eru með svona mál vinna þau ekki frítt og í sumum tilfellum koma farþegar til okkar og spyrja hvers vegna þeir fái ekki fullar bætur? En þá er það vegna þess að lögmenn hafa tekið hlut,“ segir Árni sem vill meina að hið umdeilda ákvæði miði að því að farþegarnir fái bæturnar alfarið til sín. „Við erum með einfalt form á vefnum okkar þar sem farþegar okkar geta lagt inn beiðni um slíkt og þar er það afgreitt hratt og örugglega. En, það er af þessum ástæðum sem við fórum út í þetta, að gera farþeganum kleift að fá að fullu til sín bætur en að það fari ekki hluti af því til einhverra milliliða.“
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira