Á hvaða vegferð erum við? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. október 2019 12:00 Stundum er gott að staldra við og velta fyrir sér á hvaða vegferð þetta samfélag er. 1. Samkvæmt fréttum helgarinnar vantar að minnsta kosti einn milljarð kr. til Landspítalans og standa nú yfir „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“ að sögn forstjóra spítalans. Á sama tíma þarf ríkið að afskrifa tvo milljarða í lendingargjöld hjá WOW og eigandi WOW selur 700 milljóna króna húsið sitt. 2. Nú í morgunsárið berast einnig fregnir að það á breyta samkeppnislögum, sem Hæstiréttur Bandaríkjanna kallaði á sínum tíma „stjórnarskrá atvinnulífsins“, með því að veikja samkeppniseftirlitið á kostnað almannahagsmuna. Á núna að fara að veikja eftirlitsstofnanir eins og var gert fyrir hrun? En nýverið var Fjármálaeftirlitið lagt niður og sett inn í Seðlabankann. Er ekki komið nóg af fákeppni og samþjöppun eigna á Íslandi nú þegar? Ríkustu 10% landsmanna eiga núna um 60% af öllu eigin fé Íslendinga. 3. Sala bankanna er einnig sett í forgang á meðan þessi ríkisstjórn situr enn við stjórnvölinn. Ríkisstjórninni hefur verið tíðrætt um þá áhættu sem ríkinu og þar að leiðandi skattgreiðendum er búið að, við að eiga hlut í fjármálafyrirtækjum. Ég vil hins vegar snúa þessu við hér. Lítum frekar á þá áhættu sem almenningur býr við þegar einkaaðilar reka nánast allt bankakerfið. Það tók einkarekið bankakerfi einungis 4 ár að keyra hér allt í heimsögulegt þrot. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að ríkið eigi einungis einn þriðja af einum þriðja fjármálakerfisins. 4. Kjaraviðræður við BSRB eru komnar í strand en BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna þar sem 2/3 eru konur. Á sama tíma gerir ríkistjórnin einungis ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun á meðan ríkisforstjórarnir hafa fengið 30-80% launahækkanir á 2 árum hjá þessari sömu ríkisstjórn. 5. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sýnir annars hvað skiptir þessa ríkisstjórn mestu máli. Þar er raunlækkun til framhaldsskóla, háskólastigsins, kvikmyndagerðar, hjálpartækja, endurhæfingarþjónustu, réttindagæslu fatlaðra, jafnréttissjóðs, þróunarsamvinnu, almennrar löggæslu, rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs, lýðheilsusjóðs, sprotasjóðs og raunlækkun til skógræktar svo fátt eitt sé nefnt. Afnám kr. á móti kr. hjá öryrkjum er enn ófjármagnað og aldraðir fá enga sérstaka viðbót. Og allt þetta er kórónað með sérstakri aðhaldskröfu á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. 6. En það er ekki einungis þetta sem lækkar í boði ríkisstjórnarinnar því þessi ríkisstjórn vill einnig lækka erfðafjárskatt og bankaskatt fyrir þá sem betur mega sín. Þá hefur upphæð veiðileyfagjalda lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkistjórn tók við völdum og enn stendur til að verja fjármagnseigendur, einn hópa, fyrir komandi verðbólguskoti. Verkin tala greinilega og skýrt hjá þessari ríkisstjórn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Stundum er gott að staldra við og velta fyrir sér á hvaða vegferð þetta samfélag er. 1. Samkvæmt fréttum helgarinnar vantar að minnsta kosti einn milljarð kr. til Landspítalans og standa nú yfir „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“ að sögn forstjóra spítalans. Á sama tíma þarf ríkið að afskrifa tvo milljarða í lendingargjöld hjá WOW og eigandi WOW selur 700 milljóna króna húsið sitt. 2. Nú í morgunsárið berast einnig fregnir að það á breyta samkeppnislögum, sem Hæstiréttur Bandaríkjanna kallaði á sínum tíma „stjórnarskrá atvinnulífsins“, með því að veikja samkeppniseftirlitið á kostnað almannahagsmuna. Á núna að fara að veikja eftirlitsstofnanir eins og var gert fyrir hrun? En nýverið var Fjármálaeftirlitið lagt niður og sett inn í Seðlabankann. Er ekki komið nóg af fákeppni og samþjöppun eigna á Íslandi nú þegar? Ríkustu 10% landsmanna eiga núna um 60% af öllu eigin fé Íslendinga. 3. Sala bankanna er einnig sett í forgang á meðan þessi ríkisstjórn situr enn við stjórnvölinn. Ríkisstjórninni hefur verið tíðrætt um þá áhættu sem ríkinu og þar að leiðandi skattgreiðendum er búið að, við að eiga hlut í fjármálafyrirtækjum. Ég vil hins vegar snúa þessu við hér. Lítum frekar á þá áhættu sem almenningur býr við þegar einkaaðilar reka nánast allt bankakerfið. Það tók einkarekið bankakerfi einungis 4 ár að keyra hér allt í heimsögulegt þrot. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að ríkið eigi einungis einn þriðja af einum þriðja fjármálakerfisins. 4. Kjaraviðræður við BSRB eru komnar í strand en BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna þar sem 2/3 eru konur. Á sama tíma gerir ríkistjórnin einungis ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun á meðan ríkisforstjórarnir hafa fengið 30-80% launahækkanir á 2 árum hjá þessari sömu ríkisstjórn. 5. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sýnir annars hvað skiptir þessa ríkisstjórn mestu máli. Þar er raunlækkun til framhaldsskóla, háskólastigsins, kvikmyndagerðar, hjálpartækja, endurhæfingarþjónustu, réttindagæslu fatlaðra, jafnréttissjóðs, þróunarsamvinnu, almennrar löggæslu, rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs, lýðheilsusjóðs, sprotasjóðs og raunlækkun til skógræktar svo fátt eitt sé nefnt. Afnám kr. á móti kr. hjá öryrkjum er enn ófjármagnað og aldraðir fá enga sérstaka viðbót. Og allt þetta er kórónað með sérstakri aðhaldskröfu á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. 6. En það er ekki einungis þetta sem lækkar í boði ríkisstjórnarinnar því þessi ríkisstjórn vill einnig lækka erfðafjárskatt og bankaskatt fyrir þá sem betur mega sín. Þá hefur upphæð veiðileyfagjalda lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkistjórn tók við völdum og enn stendur til að verja fjármagnseigendur, einn hópa, fyrir komandi verðbólguskoti. Verkin tala greinilega og skýrt hjá þessari ríkisstjórn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun