Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. október 2019 19:31 Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. Lögreglufulltrúi segir að mikla þekkingu og réttan tækjabúnað þurfi til þess að útbúa slíkt skotvopn. Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að hávær umræða er um að breyta þurfi byssulöggjöfinni þar í landi. Í flestum voðaverkunum þar hefur árásarmaðurinn eða -mennirnir notast við hálfsjálfvirkt eða jafnvel sjálfvirkt skotvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í umferð, hér á landi, svokallaðir DPMS rifflar sem allir hafa verið fluttir inn til landsins með löglegum hætti. Settir saman og skráðir með boltalás þannig að hlaða þarf hverja kúlu handvirkt í hlaup vopnsins. Sé þeim hins vegar breytt og pinni tekinn úr getur vopnið orðið hálfsjálfvirkt eða alsjálfvirkt. Pinninn stýrir virkni vopnsins. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi, segir eitt mál þar sem riffli hafi verið breytt hafa komið upp í fyrra. „Eitt mál kom upp í fyrra og féll dómur í sumar í héraðsdómi.“ Í því máli barst lögreglu ábending um hugsanlega breytingu á DPMS einskota riffli í hálfsjálfvirkan. Riffillinn, sem er í ætt við AR-15 riffil, og aukabúnaður var haldlagður og tekinn til rannsóknar. Við skoðun kom í ljós að verulegar breytingar höfðu verið gerðar á rifflinum sem hafði veruleg áhrif á virkni hans. Prófun sýndi að riffillinn hlóð sjálfur næstu kúlu eftir hvert skot án þess að skotmaður þyrfti að hreyfa handvirkt bolta riffilsins. Það er riffillinn reyndist vera hálfsjálfvirkur. Eigandi skotvopnsins var ákærður vegna málsins og fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt vopnið af byssusafnara. Sjálfur hefði hann ekki þekkingu eða kunnáttu til þess að gera breytingar á því og neitaði sök. Dómur féll í sumar þar sem ákærði var dæmdur fyrir að hafa breytt vopninu. Framburður hans hafi ekki þótt trúverðugur og skýringar hans ekki í samræmi við gögn málsins eða framburð vitna. Riffillinn og aukabúnaðurinn gerður upptækur. Málinu var áfrýjað til Landsréttar. Samkvæmt upplýsingum úr skotvopnaskrá eru fleiri rifflar sem þessi í umferð hér á landi. „Það eru sjö byssur skráðar, eins og þessi byssa sem var haldlögð. Það er svo sem hægt að breyta þeim með sama hætti og hinni en þarf til þess tæki og tól og kunnáttu,“ sagði Jónas. Hann sagðist ekki hafa munað eftir því að sambærilegt mál hafi komið upp. Lögreglumál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Sjö rifflar í ætt við árásarriffla eru í umferð hér á landi og sé þeim breytt geta þeir verið stórhættulegir. Í máli sem kom upp á síðasta ári hafði slíkum riffli verið breytt og var þá orðinn sambærilegur þeim sem notaðir hafa verið í mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum. Lögreglufulltrúi segir að mikla þekkingu og réttan tækjabúnað þurfi til þess að útbúa slíkt skotvopn. Mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að hávær umræða er um að breyta þurfi byssulöggjöfinni þar í landi. Í flestum voðaverkunum þar hefur árásarmaðurinn eða -mennirnir notast við hálfsjálfvirkt eða jafnvel sjálfvirkt skotvopn. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í umferð, hér á landi, svokallaðir DPMS rifflar sem allir hafa verið fluttir inn til landsins með löglegum hætti. Settir saman og skráðir með boltalás þannig að hlaða þarf hverja kúlu handvirkt í hlaup vopnsins. Sé þeim hins vegar breytt og pinni tekinn úr getur vopnið orðið hálfsjálfvirkt eða alsjálfvirkt. Pinninn stýrir virkni vopnsins. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi, segir eitt mál þar sem riffli hafi verið breytt hafa komið upp í fyrra. „Eitt mál kom upp í fyrra og féll dómur í sumar í héraðsdómi.“ Í því máli barst lögreglu ábending um hugsanlega breytingu á DPMS einskota riffli í hálfsjálfvirkan. Riffillinn, sem er í ætt við AR-15 riffil, og aukabúnaður var haldlagður og tekinn til rannsóknar. Við skoðun kom í ljós að verulegar breytingar höfðu verið gerðar á rifflinum sem hafði veruleg áhrif á virkni hans. Prófun sýndi að riffillinn hlóð sjálfur næstu kúlu eftir hvert skot án þess að skotmaður þyrfti að hreyfa handvirkt bolta riffilsins. Það er riffillinn reyndist vera hálfsjálfvirkur. Eigandi skotvopnsins var ákærður vegna málsins og fyrir dómi kvaðst hann hafa keypt vopnið af byssusafnara. Sjálfur hefði hann ekki þekkingu eða kunnáttu til þess að gera breytingar á því og neitaði sök. Dómur féll í sumar þar sem ákærði var dæmdur fyrir að hafa breytt vopninu. Framburður hans hafi ekki þótt trúverðugur og skýringar hans ekki í samræmi við gögn málsins eða framburð vitna. Riffillinn og aukabúnaðurinn gerður upptækur. Málinu var áfrýjað til Landsréttar. Samkvæmt upplýsingum úr skotvopnaskrá eru fleiri rifflar sem þessi í umferð hér á landi. „Það eru sjö byssur skráðar, eins og þessi byssa sem var haldlögð. Það er svo sem hægt að breyta þeim með sama hætti og hinni en þarf til þess tæki og tól og kunnáttu,“ sagði Jónas. Hann sagðist ekki hafa munað eftir því að sambærilegt mál hafi komið upp.
Lögreglumál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira