Ómögulegt að segja til um hvað rakst í bátinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2019 14:19 Báturinn var dreginn til Siglufjarðar. Mynd/Pétur Sigurðsson Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu. Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 í morgun vegna Sólrúnar, fjórtán tonna línubáts. Þrír skipverjar voru um borð. Nærliggjandi bátar komu bátnum til aðstoðar auk þess sem að tveir björgunarbátar voru sendir á vettvang. Ekki var um mikinn leka að ræða og lítil hætta á ferðum. Engu að síður var ákveðið að kalla til tvö björgunarbáta með öflugari dælur. „Það eina sem við höfðum áhyggjur og þess vegna fengum við aðstoð frá nærliggjandi bátum og björgunarsveitina til að koma með dælur ef að lekinn skyldi aukast meðan var verið að draga hann,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Sólrúnu ehf. útgerðarfélagi bátsins. Tekin var ákvörðum um að draga bátinn til Siglufjarðar enda stálsmiðja þar sem híft gæti bátinn upp og lagfært skemmdirnar. Báturinn var hífður upp við komuna til lands. Þar kom í ljós að skemmdir voru á skrúfu og stýri bátsins. Í tilkynningu frá Landsbjörg vegna útkallsins í morgun sagði að báturinn hefði rekist á rekald. Pétur segir að svo virðist vera þó erfitt sé að segja til um það með óyggjandi hætti. „Það er ekki gott að átta sig á því en það virðist vera,“ segir Pétur. Aðspurður um hvað mögulega hafi rekist á bátinn segir Pétur að það geti hafa verið hvað sem er. „Það getur verið drumbur, það getur verið hvalur. Hann getur líka hafa lent í netadræsu en það er svona síður vegna þess að það nú yfirleitt festist í skrúfunni,“ segir Pétur sem vill einnig koma á framfæri þakklæti til áhafnarinnar á Sæþóri og björgunarsveitanna á Dalvík og Ólafsfirði sem aðstoðu áhöfnina við að komast í land á Siglufirði. Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu. Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 í morgun vegna Sólrúnar, fjórtán tonna línubáts. Þrír skipverjar voru um borð. Nærliggjandi bátar komu bátnum til aðstoðar auk þess sem að tveir björgunarbátar voru sendir á vettvang. Ekki var um mikinn leka að ræða og lítil hætta á ferðum. Engu að síður var ákveðið að kalla til tvö björgunarbáta með öflugari dælur. „Það eina sem við höfðum áhyggjur og þess vegna fengum við aðstoð frá nærliggjandi bátum og björgunarsveitina til að koma með dælur ef að lekinn skyldi aukast meðan var verið að draga hann,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Sólrúnu ehf. útgerðarfélagi bátsins. Tekin var ákvörðum um að draga bátinn til Siglufjarðar enda stálsmiðja þar sem híft gæti bátinn upp og lagfært skemmdirnar. Báturinn var hífður upp við komuna til lands. Þar kom í ljós að skemmdir voru á skrúfu og stýri bátsins. Í tilkynningu frá Landsbjörg vegna útkallsins í morgun sagði að báturinn hefði rekist á rekald. Pétur segir að svo virðist vera þó erfitt sé að segja til um það með óyggjandi hætti. „Það er ekki gott að átta sig á því en það virðist vera,“ segir Pétur. Aðspurður um hvað mögulega hafi rekist á bátinn segir Pétur að það geti hafa verið hvað sem er. „Það getur verið drumbur, það getur verið hvalur. Hann getur líka hafa lent í netadræsu en það er svona síður vegna þess að það nú yfirleitt festist í skrúfunni,“ segir Pétur sem vill einnig koma á framfæri þakklæti til áhafnarinnar á Sæþóri og björgunarsveitanna á Dalvík og Ólafsfirði sem aðstoðu áhöfnina við að komast í land á Siglufirði.
Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47