Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 09:20 Freyja Haraldsdóttir þegar mál hennar var tekið fyrir í héraðsdómi. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur dæmdi nú klukkan níu í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanns, sem hún höfðaði gegn Barnaverndarstofu. Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil og ógilti þar með ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn hennar um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að fara í gegnum hefðbundið umsóknarferli. Þetta staðfestir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður Freyju í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Freyja sendi Barnaverndarstofu umsókn um að taka barn í fóstur en var synjað um að sitja matsnámskeið sem umsóknaraðilum er gert að taka. Héraðsdómur hafnaði í fyrrasumar kröfu Freyju um að fella ákvörðunina úr gildi en Landsréttur sneri dómi héraðsdóms við í mars. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í morgun. „Núna er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar og að synjunin hafi verið ólögmæt og í andstöðu við rannsóknarskyldur stjórnvalda,“ segir Sigrún Ingibjörg.Sjá einnig: Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Næsta skref er að Freyja fari í gegnum almennt umsóknarferli í von um að gerast fósturforeldri. Hún fari þannig á umrætt námskeið þar sem hæfni hennar verður metin. „Ég á von á því að Barnaverndarstofa afgreiði þetta fljótt og örugglega núna þegar málið fer aftur á stjórnsýslustig og gæti að því að hún fái sömu málsmeðferð og aðrir,“ segir Sigrún Ingibjörg. Þannig gerir hún ráð fyrir að umsókn Freyju verði tekin strax upp, eftir langt og strangt ferli. „Þetta er auðvitað niðurstaðan sem við vonuðumst eftir og það sem við erum búnar að vera að segja í fimm ár.“ Freyja ræddi málið í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í janúar síðastliðnum. Þar sagði hún m.a. að fólk gerði sér ekki grein fyrir hvers hún væri megnug. Staðreyndin væri sú að hún hefði mikla reynslu af umönnun barna, unnið í um áratug á leikskóla og ætti stóra fjölskyldu sem myndi hjálpa til. Þá væri það niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fengju ekki að sitja matsnámskeið Barnaverndarstofu.Viðtalið við Freyju má horfa á í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi nú klukkan níu í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanns, sem hún höfðaði gegn Barnaverndarstofu. Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil og ógilti þar með ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn hennar um að taka að sér fósturbarn án þess að gefa henni kost á að fara í gegnum hefðbundið umsóknarferli. Þetta staðfestir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður Freyju í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Freyja sendi Barnaverndarstofu umsókn um að taka barn í fóstur en var synjað um að sitja matsnámskeið sem umsóknaraðilum er gert að taka. Héraðsdómur hafnaði í fyrrasumar kröfu Freyju um að fella ákvörðunina úr gildi en Landsréttur sneri dómi héraðsdóms við í mars. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í morgun. „Núna er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar og að synjunin hafi verið ólögmæt og í andstöðu við rannsóknarskyldur stjórnvalda,“ segir Sigrún Ingibjörg.Sjá einnig: Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Næsta skref er að Freyja fari í gegnum almennt umsóknarferli í von um að gerast fósturforeldri. Hún fari þannig á umrætt námskeið þar sem hæfni hennar verður metin. „Ég á von á því að Barnaverndarstofa afgreiði þetta fljótt og örugglega núna þegar málið fer aftur á stjórnsýslustig og gæti að því að hún fái sömu málsmeðferð og aðrir,“ segir Sigrún Ingibjörg. Þannig gerir hún ráð fyrir að umsókn Freyju verði tekin strax upp, eftir langt og strangt ferli. „Þetta er auðvitað niðurstaðan sem við vonuðumst eftir og það sem við erum búnar að vera að segja í fimm ár.“ Freyja ræddi málið í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í janúar síðastliðnum. Þar sagði hún m.a. að fólk gerði sér ekki grein fyrir hvers hún væri megnug. Staðreyndin væri sú að hún hefði mikla reynslu af umönnun barna, unnið í um áratug á leikskóla og ætti stóra fjölskyldu sem myndi hjálpa til. Þá væri það niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fengju ekki að sitja matsnámskeið Barnaverndarstofu.Viðtalið við Freyju má horfa á í spilaranum hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45
Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30
Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55