Lögreglan fór ekki fram úr valdheimildum sínum við handtökur á Austurvelli og í Gleðigöngunni Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 16:00 Málin snerust um handtökur á Austurvelli annars vegar og í Gleðigöngunni hins vegar. Vísir/Vilhelm Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregla hafi hvorki ekki farið út fyrir valdheimildir sínar þegar Elínborg Harpa Önundardóttir var handtekin í Gleðigöngunni í sumar, né þegar piparúða var beitt á mótmælendur á Austurvelli vegna mótmæla Refugees in Iceland þar sem tveir voru handteknir. Bæði málin urðu mikill fréttamatur. Tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli þann 11. mars síðastliðinn. Boðað var til mótmælanna á Facebook síðunni Refugees in Iceland en um var að ræða fjórðu mótmælin sem samtökin höfðu boðað til á einum mánuði. Áður höfðu samtökin mótmælt fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar. Lögreglumenn fjarlægðu tvö tjöld mótmælenda um miðjan dag en mótmælendur hugðust dvelja á Austurvelli fram á kvöld. Í kjölfarið kom til stimpinga og piparúða var beitt. Tveir voru handteknir á Austurvelli en var sleppt af lögreglustöðinni á Hverfisgötu sama kvöld. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í kjölfarið harðlega gagnrýnd. Í samtali við Vísi degi síðar sagði Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að miðað við aðstæður hafi vægustu úrræðum verið beitt. Mótmælendur hafi óhlýðnast skipunum lögreglu og þar að auki ráðist gegn þeim.Sjá einnig: Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Arnar Rúnar sagði lögreglu ekkert hafa að fela varðandi aðgerðirnar og benti á að Austurvöllur væri eitt best vaktaða svæði landsins sökum fjölda eftirlitsmyndavél sem þar eru staðsettar. Við yfirferð á málinu fór NEL yfir gögn málsins, þar á meðal myndbandsupptökur úr áðurnefndum eftirlitsmyndavélum á Austurvelli, var það mat nefndarinnar að ekki væri ástæða til þess að aðhafast frekar og að ekki liggi fyrir í gögnum vísbendingar um að lögreglumenn hafi sýnt annað en nauðsynlega valdbeitingu. Lögregla hafi ekki farið fram úr þeim heimildum sem lögreglulög frá árinu 1996 veita.Handtekin á leið í gleðigönguna Á meðan að á Gleðigöngu Hinsegin daga stóð þann 17. ágúst síðastliðin var kona handtekin en samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglunni gerði konan tilraun til þess að trufla gönguna í mótmælaskyni. Konan var sögð hafa neitað að segja til nafns og hafði ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og var því handtekin og færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Konan, Elínborg Harpa Önundardóttir sagði samdægurs í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtökunni, annað en að lögreglan hafi kannast við hana. Hún hafi gengið í flasið á lögreglumönnum sem hafi gripið í hana og bent henni á að hún væri inni á lokuðu svæði. Elínborg sagðist hafa fylgt fyrirmælum lögreglu. „Eina sem ég óhlýðnaðist var þegar þeir ætluðu að taka símann af mér,“ sagði Elínborg við Vísi.Sjá einnig: Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Málið var sett í skoðun innan lögreglunnar sem óskaði eftir upptökum og vitnum að atvikinu. Þá óskaði Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar eftir komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á fund ráðsins. Niðurstaða NEL í málinu var aftur á þá leið að ekki þótti ástæða til að aðhafast meira vegna málsins. Ekki liggi fyrir vísbendingar um að lögreglumenn hafi sýnt annað en nauðsynlega valdbeitingu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, á fundi þingnefndar um aðgerðir lögreglu á Austurvelli.Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. að gott sé að hafa þessa óháðu nefnd til þess að fara yfir störf lögreglunnar. Tilurð nefndarinnar sé afar mikilvæg til þess að skapa traust í garð lögreglu. Að sögn Sigríðar hafa þeir lögreglumenn sem áttu hlut að máli verið látnir vita af niðurstöðunni en hún segir mál sem þessi geta lagst þungt á herðar lögreglumanna, sér í lagi þegar umræðan og fjölmiðlaumfjöllunin er eins mikil og í málunum tveimur.Sigríður segir gott að hafa haft efni úr myndavélum frá handtökunum til þess að segja alla söguna þegar ber á milli sagna lögreglu og borgara. Lögreglan hafi frá þessum atburðum hvatt lögreglumenn til að notast við búkmyndavélarnar til þess að taka upp samskipti sín við lögreglu. Hinsegin Hælisleitendur Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Lögreglan gerir þetta því athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. 19. ágúst 2019 15:34 Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14 Hælisleitendur boðaðir á fund með forsætisráðuneytinu Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. 12. mars 2019 14:36 Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Oddviti Pírata hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur á næsta fund ráðsins. 21. ágúst 2019 13:50 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregla hafi hvorki ekki farið út fyrir valdheimildir sínar þegar Elínborg Harpa Önundardóttir var handtekin í Gleðigöngunni í sumar, né þegar piparúða var beitt á mótmælendur á Austurvelli vegna mótmæla Refugees in Iceland þar sem tveir voru handteknir. Bæði málin urðu mikill fréttamatur. Tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli þann 11. mars síðastliðinn. Boðað var til mótmælanna á Facebook síðunni Refugees in Iceland en um var að ræða fjórðu mótmælin sem samtökin höfðu boðað til á einum mánuði. Áður höfðu samtökin mótmælt fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar. Lögreglumenn fjarlægðu tvö tjöld mótmælenda um miðjan dag en mótmælendur hugðust dvelja á Austurvelli fram á kvöld. Í kjölfarið kom til stimpinga og piparúða var beitt. Tveir voru handteknir á Austurvelli en var sleppt af lögreglustöðinni á Hverfisgötu sama kvöld. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í kjölfarið harðlega gagnrýnd. Í samtali við Vísi degi síðar sagði Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að miðað við aðstæður hafi vægustu úrræðum verið beitt. Mótmælendur hafi óhlýðnast skipunum lögreglu og þar að auki ráðist gegn þeim.Sjá einnig: Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Arnar Rúnar sagði lögreglu ekkert hafa að fela varðandi aðgerðirnar og benti á að Austurvöllur væri eitt best vaktaða svæði landsins sökum fjölda eftirlitsmyndavél sem þar eru staðsettar. Við yfirferð á málinu fór NEL yfir gögn málsins, þar á meðal myndbandsupptökur úr áðurnefndum eftirlitsmyndavélum á Austurvelli, var það mat nefndarinnar að ekki væri ástæða til þess að aðhafast frekar og að ekki liggi fyrir í gögnum vísbendingar um að lögreglumenn hafi sýnt annað en nauðsynlega valdbeitingu. Lögregla hafi ekki farið fram úr þeim heimildum sem lögreglulög frá árinu 1996 veita.Handtekin á leið í gleðigönguna Á meðan að á Gleðigöngu Hinsegin daga stóð þann 17. ágúst síðastliðin var kona handtekin en samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglunni gerði konan tilraun til þess að trufla gönguna í mótmælaskyni. Konan var sögð hafa neitað að segja til nafns og hafði ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og var því handtekin og færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Konan, Elínborg Harpa Önundardóttir sagði samdægurs í samtali við Vísi að ekkert hafi legið að baki handtökunni, annað en að lögreglan hafi kannast við hana. Hún hafi gengið í flasið á lögreglumönnum sem hafi gripið í hana og bent henni á að hún væri inni á lokuðu svæði. Elínborg sagðist hafa fylgt fyrirmælum lögreglu. „Eina sem ég óhlýðnaðist var þegar þeir ætluðu að taka símann af mér,“ sagði Elínborg við Vísi.Sjá einnig: Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Málið var sett í skoðun innan lögreglunnar sem óskaði eftir upptökum og vitnum að atvikinu. Þá óskaði Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar eftir komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á fund ráðsins. Niðurstaða NEL í málinu var aftur á þá leið að ekki þótti ástæða til að aðhafast meira vegna málsins. Ekki liggi fyrir vísbendingar um að lögreglumenn hafi sýnt annað en nauðsynlega valdbeitingu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, á fundi þingnefndar um aðgerðir lögreglu á Austurvelli.Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. að gott sé að hafa þessa óháðu nefnd til þess að fara yfir störf lögreglunnar. Tilurð nefndarinnar sé afar mikilvæg til þess að skapa traust í garð lögreglu. Að sögn Sigríðar hafa þeir lögreglumenn sem áttu hlut að máli verið látnir vita af niðurstöðunni en hún segir mál sem þessi geta lagst þungt á herðar lögreglumanna, sér í lagi þegar umræðan og fjölmiðlaumfjöllunin er eins mikil og í málunum tveimur.Sigríður segir gott að hafa haft efni úr myndavélum frá handtökunum til þess að segja alla söguna þegar ber á milli sagna lögreglu og borgara. Lögreglan hafi frá þessum atburðum hvatt lögreglumenn til að notast við búkmyndavélarnar til þess að taka upp samskipti sín við lögreglu.
Hinsegin Hælisleitendur Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Lögreglan gerir þetta því athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. 19. ágúst 2019 15:34 Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32 Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14 Hælisleitendur boðaðir á fund með forsætisráðuneytinu Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. 12. mars 2019 14:36 Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Oddviti Pírata hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur á næsta fund ráðsins. 21. ágúst 2019 13:50 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Lögreglan óskar eftir upptökum og vitnum að handtöku Elínborgar Lögreglan gerir þetta því athugasemdir hafa verið gerðar við handtökuna. 19. ágúst 2019 15:34
Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi. 12. mars 2019 17:32
Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Nokkrir tugir manna söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 11. mars 2019 15:14
Hælisleitendur boðaðir á fund með forsætisráðuneytinu Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. 12. mars 2019 14:36
Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar Oddviti Pírata hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur á næsta fund ráðsins. 21. ágúst 2019 13:50