Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 12:17 Ingvar og Ída Mekkín túlka afa og barnabarn með látlausum tilþrifum í Hvítur, hvítur dagur. Þau tengdu strax þegar þau hittust og eru hinir mestu mátar og hafa ekki síður skemmt sér í eftirleiknum. MYND/PIERRE CAUDEVELLE Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Hann segir tilnefninguna mikinn heiður. Verðlaunin verða afhent í 32. sinn í Berlín þann 7. desember. Á næsta ári fer verðlaunahátíðin fram í Reykjavík en hún er haldin annað hvert ár í Berlín og hitt árið öðrum evrópskum borgum. Tveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Hann segir tilnefninguna vera mikinn heiður. „Hún er bara fín viðurkenning á því, eða eiginlega alveg stórkostleg viðurkenning, á því að við erum að fá athygli úti í heimi fyrir íslenska kvikmyndagerð og leik í kvikmyndum,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Auk Ingvars eru tilnefndir sem besti leikarinn þeir Antonio Banderas fyrir leik í myndinni Pain and Glory, Jean Dujardin, fyrir myndina An Officer and a Spy, Pierfrancesco Faciona fyrir The Traitor, Levan Gelbakhiani fyrir And Then We Danced og Alexander Scheer fyrir Gundermann. „Þetta er bara frábært að vera á þessum lista með þessum fimm spútnik leikurum frá Evrópu,“ segir Ingvar. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Sjálfur er Ingvar núna staddur í Hollandi að fylgja myndinni eftir. „Það er alltaf troðfullt hús og þeir færðu myndina í risastóran sal, stærsta salinn, því að það er búið að vera alltaf uppselt á myndina,“ segir Ingvar. Upplýsingar um allar tilnefningar er að finna á heimsíðu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Hann segir tilnefninguna mikinn heiður. Verðlaunin verða afhent í 32. sinn í Berlín þann 7. desember. Á næsta ári fer verðlaunahátíðin fram í Reykjavík en hún er haldin annað hvert ár í Berlín og hitt árið öðrum evrópskum borgum. Tveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Hann segir tilnefninguna vera mikinn heiður. „Hún er bara fín viðurkenning á því, eða eiginlega alveg stórkostleg viðurkenning, á því að við erum að fá athygli úti í heimi fyrir íslenska kvikmyndagerð og leik í kvikmyndum,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Auk Ingvars eru tilnefndir sem besti leikarinn þeir Antonio Banderas fyrir leik í myndinni Pain and Glory, Jean Dujardin, fyrir myndina An Officer and a Spy, Pierfrancesco Faciona fyrir The Traitor, Levan Gelbakhiani fyrir And Then We Danced og Alexander Scheer fyrir Gundermann. „Þetta er bara frábært að vera á þessum lista með þessum fimm spútnik leikurum frá Evrópu,“ segir Ingvar. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Sjálfur er Ingvar núna staddur í Hollandi að fylgja myndinni eftir. „Það er alltaf troðfullt hús og þeir færðu myndina í risastóran sal, stærsta salinn, því að það er búið að vera alltaf uppselt á myndina,“ segir Ingvar. Upplýsingar um allar tilnefningar er að finna á heimsíðu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira