Tölvuleikjanotkun barna í Kína verður takmörkuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Kínverjar hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna. nordicphotos/Getty Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna. Munu allir undir 18 ára aldri ekki getað spilað netleiki frá klukkan 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Þá verður netleikjanotkun takmörkuð við 90 mínútur á hverjum virkum degi og í 180 mínútur á helgardögum og opinberum frídögum. Þá verður einnig sett þak á hversu miklum peningum börn og ungmenni mega verja til tölvuleikjanotkunar. Börn að 16 ára aldri mega aðeins eyða 200 júönum á mánuði, eða um 3.500 krónum, en 16 og 17 ára börn mega eyða tvöfaldri þeirri upphæð. Áætlanir Kínverja voru kynntar á þriðjudaginn var en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af tölvuleikjafíkn barna og telja að of mikil leikjanotkun hafi slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna. Hafa yfirvöld meðal annars gagnrýnt leikjaframleiðendur fyrir að hanna of ávanabindandi og tímafreka leiki. Á 9 mánaða tímabili árið 2018 voru yfirvöld treg til að gefa leyfi fyrir nýjum tölvuleikjum. Netleikjaröskun (e. Internet Gaming Disorder) var skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni fyrir rúmu ári. Árið 2015 lést karlmaður í borginni Sjanghæ eftir að hafa spilað World of Warcraft samfleytt í 19 klukkutíma. Kína er einn af stærstu tölvuleikjamörkuðum heims og stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Tencent, hefur þar höfuðstöðvar. Árið 2018 voru tekjur kínverskra tölvuleikjafyrirtækja 38 milljarðar dollara, eða tæpar 5 billjónir króna. Í kjölfarið á þessari reglubreytingu munu Kínverjar koma sér upp eftirlitsstofnun til að fylgjast með hvort leikjafyrirtækin fara eftir reglunum. Einnig að sérstöku auðkennisfyrirkomulagi verði komið á, það er að innskráningarkerfi fyrirtækjanna verði samkeyrt við þjóðskrá landsins. Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvuleikjanotkun barna. Munu allir undir 18 ára aldri ekki getað spilað netleiki frá klukkan 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Þá verður netleikjanotkun takmörkuð við 90 mínútur á hverjum virkum degi og í 180 mínútur á helgardögum og opinberum frídögum. Þá verður einnig sett þak á hversu miklum peningum börn og ungmenni mega verja til tölvuleikjanotkunar. Börn að 16 ára aldri mega aðeins eyða 200 júönum á mánuði, eða um 3.500 krónum, en 16 og 17 ára börn mega eyða tvöfaldri þeirri upphæð. Áætlanir Kínverja voru kynntar á þriðjudaginn var en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af tölvuleikjafíkn barna og telja að of mikil leikjanotkun hafi slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna. Hafa yfirvöld meðal annars gagnrýnt leikjaframleiðendur fyrir að hanna of ávanabindandi og tímafreka leiki. Á 9 mánaða tímabili árið 2018 voru yfirvöld treg til að gefa leyfi fyrir nýjum tölvuleikjum. Netleikjaröskun (e. Internet Gaming Disorder) var skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni fyrir rúmu ári. Árið 2015 lést karlmaður í borginni Sjanghæ eftir að hafa spilað World of Warcraft samfleytt í 19 klukkutíma. Kína er einn af stærstu tölvuleikjamörkuðum heims og stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Tencent, hefur þar höfuðstöðvar. Árið 2018 voru tekjur kínverskra tölvuleikjafyrirtækja 38 milljarðar dollara, eða tæpar 5 billjónir króna. Í kjölfarið á þessari reglubreytingu munu Kínverjar koma sér upp eftirlitsstofnun til að fylgjast með hvort leikjafyrirtækin fara eftir reglunum. Einnig að sérstöku auðkennisfyrirkomulagi verði komið á, það er að innskráningarkerfi fyrirtækjanna verði samkeyrt við þjóðskrá landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira