Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2019 20:50 Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. EPA/MICK TSIKAS Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Atlantshafsbandalagið „heiladautt“ og segir ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin. Hann sagði þar að auki að mögulega þyrfti að endurskoða tilgang bandalagsins, með tilliti til viðhorfs yfirvalda Bandaríkjanna og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. Macron sagðist ekki viss um hvort hann trúði enn því að 5. grein sáttmála NATO væri við lýði. Sú grein fjallar um að öll ríki bandalagsins komi ríki sem ráðist er á til aðstoðar. Þessi orð lét hann falla í viðtali við Economist. Vitnaði hann í það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið hermenn sína til baka frá Sýrlandi um tíma í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem eru einnig í NATO, og uppreisnarhópa sem þeir styrkja gegn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra. Sú ákvörðun var fordæmd af forsvarsmönnum margra Evrópuríkja, sem hafa starfað með Kúrdum gegn Íslamska ríkinu. Þar á meðal eru Frakkar. Ákvörðunin kom bandamönnum Bandaríkjanna á óvart. Macron sagði í kjölfar hennar, eins og bent er á í frétt Reuters, að Evrópa ætti að hætta að láta eins og undirtilla Bandaríkjanna varðandi Mið-Austurlönd.Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist ósammála Macron og segir ummæli hans hastarleg, samkvæmt frétt BBC. Þó ljóst væri að bandalagið ætti í vandræðum væru orð Macron óþörf.Hefur lengi talað um aukið samstarf Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. Yfirvöld annarra Evrópuríkja eins og Bretlands hafa þess í stað bent á mikilvægi NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið sterkt. Evrópuríki væru að auka fjárútlát til varnarmála, eins og Trump hefur krafist á undanförnum árum, og Bandaríkin væru þar að auki að auka umsvif sín í Evrópu og sameiginlegum heræfingum færi fjölgandi. Hann sagði allar tilraunir til að veikja tengslin yfir Atlantshafið kæmu ekki eingöngu niður á NATO heldur einnig öryggi Evrópu. Þeir einu sem virðast taka vel í orð Macron eru yfirvöld Rússlands. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, tjáði sig um ummælin á Facebook og sagði þau sönn. Macron hefði lýst stöðu NATO vel. Bandaríkin Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Atlantshafsbandalagið „heiladautt“ og segir ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin. Hann sagði þar að auki að mögulega þyrfti að endurskoða tilgang bandalagsins, með tilliti til viðhorfs yfirvalda Bandaríkjanna og hvatti Evrópuríki til að líta á heimsálfuna sem heimsveldi. Macron sagðist ekki viss um hvort hann trúði enn því að 5. grein sáttmála NATO væri við lýði. Sú grein fjallar um að öll ríki bandalagsins komi ríki sem ráðist er á til aðstoðar. Þessi orð lét hann falla í viðtali við Economist. Vitnaði hann í það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið hermenn sína til baka frá Sýrlandi um tíma í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem eru einnig í NATO, og uppreisnarhópa sem þeir styrkja gegn sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra. Sú ákvörðun var fordæmd af forsvarsmönnum margra Evrópuríkja, sem hafa starfað með Kúrdum gegn Íslamska ríkinu. Þar á meðal eru Frakkar. Ákvörðunin kom bandamönnum Bandaríkjanna á óvart. Macron sagði í kjölfar hennar, eins og bent er á í frétt Reuters, að Evrópa ætti að hætta að láta eins og undirtilla Bandaríkjanna varðandi Mið-Austurlönd.Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist ósammála Macron og segir ummæli hans hastarleg, samkvæmt frétt BBC. Þó ljóst væri að bandalagið ætti í vandræðum væru orð Macron óþörf.Hefur lengi talað um aukið samstarf Frá því að Macron tók við embætti forseta Frakklands hefur hann ítrekað haft orð á því að ríki Evrópu eigi að starfa nánar saman í varnarmálum. Yfirvöld annarra Evrópuríkja eins og Bretlands hafa þess í stað bent á mikilvægi NATO. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir bandalagið sterkt. Evrópuríki væru að auka fjárútlát til varnarmála, eins og Trump hefur krafist á undanförnum árum, og Bandaríkin væru þar að auki að auka umsvif sín í Evrópu og sameiginlegum heræfingum færi fjölgandi. Hann sagði allar tilraunir til að veikja tengslin yfir Atlantshafið kæmu ekki eingöngu niður á NATO heldur einnig öryggi Evrópu. Þeir einu sem virðast taka vel í orð Macron eru yfirvöld Rússlands. Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, tjáði sig um ummælin á Facebook og sagði þau sönn. Macron hefði lýst stöðu NATO vel.
Bandaríkin Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent