Hátt settur starfsmaður Instagram bjargaði Audda úr klóm hakkara Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2019 12:30 Auðunn Blöndal og Ríkharður Óskar Guðnason á haustkynningu Stöðvar 2 á dögunum. Vísir/daníel þór Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal lenti í því í vikunni að Instagram-reikningur hans var hakkaður en hann ræddi um málið í Brennslunni á FM957 í gær. „Reikningum var í rauninni bara stolið og það er ekki þægileg tilfinning,“ segir Auddi sem er með yfir 35 þúsund fylgjendur á miðlinum.„Ég get alveg viðurkennt fyrir hlustendum að ég varð alveg hvítur í framan. Ég vaknaði um morguninn og fer ekkert beint á Instagram. Síðan kíki ég þegar ég er mættur í vinnuna og þá kom bara eins og ég hafi verið skráður út. Síðan þegar ég reyni að skrá mig inn kemur bara nýr reikningur, Blöndal Auðunn og ég ekki að elta neinn og enginn að elta mig. Þetta var það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mínum reikningi og bjó til nýjan fyrir mig.“ Auðunn segist hafa farið beint til þeirra sem starfa hjá tölvudeild Vodafone. „Þeir voru með mér í svona þrjá tíma. Þetta var ekki eins og ég og pabbi hefðum verið í þessu. Hann var búinn að breyta tölvupóstfanginu á Instagraminu, breyta nafninu og henda út öllum myndum þannig að þetta var mjög steikt.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfitt að átta sig á því hvert hann ætti að snúa sér. „Maður er gjörsamlega varnarlaus og ég var búinn að hafa samband við nokkra út í bæ. Þetta hefði tekið mun lengri tíma en konan mín þekkir einstakling úti í New York sem þekkir einstakling sem er hátt settur hjá Instagram. Það var það sem bjargaði þessu, því þá var hægt að tala við einhvern í síma,“ segir Auðunn en kærasta hans er Rakel Þormarsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni á næstunni.Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal lenti í því í vikunni að Instagram-reikningur hans var hakkaður en hann ræddi um málið í Brennslunni á FM957 í gær. „Reikningum var í rauninni bara stolið og það er ekki þægileg tilfinning,“ segir Auddi sem er með yfir 35 þúsund fylgjendur á miðlinum.„Ég get alveg viðurkennt fyrir hlustendum að ég varð alveg hvítur í framan. Ég vaknaði um morguninn og fer ekkert beint á Instagram. Síðan kíki ég þegar ég er mættur í vinnuna og þá kom bara eins og ég hafi verið skráður út. Síðan þegar ég reyni að skrá mig inn kemur bara nýr reikningur, Blöndal Auðunn og ég ekki að elta neinn og enginn að elta mig. Þetta var það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mínum reikningi og bjó til nýjan fyrir mig.“ Auðunn segist hafa farið beint til þeirra sem starfa hjá tölvudeild Vodafone. „Þeir voru með mér í svona þrjá tíma. Þetta var ekki eins og ég og pabbi hefðum verið í þessu. Hann var búinn að breyta tölvupóstfanginu á Instagraminu, breyta nafninu og henda út öllum myndum þannig að þetta var mjög steikt.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfitt að átta sig á því hvert hann ætti að snúa sér. „Maður er gjörsamlega varnarlaus og ég var búinn að hafa samband við nokkra út í bæ. Þetta hefði tekið mun lengri tíma en konan mín þekkir einstakling úti í New York sem þekkir einstakling sem er hátt settur hjá Instagram. Það var það sem bjargaði þessu, því þá var hægt að tala við einhvern í síma,“ segir Auðunn en kærasta hans er Rakel Þormarsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni á næstunni.Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Sjá meira