Hækkað heitavatnsverð geti orðið banabiti Lambhaga Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 10:02 Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga. Fréttablaðið/GVA Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi, sem rekur gróðrarstöðina Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík, segist íhuga að loka stöðinni vegna mikilla verðhækkana á heitu vatni. Þessu greinir Hafberg frá í viðtali við Bændablaðið í dag. Hafberg segir í samtali við Bændablaðið að frá 1. janúar 2020 muni hann þurfa að greiða 97 prósent meira fyrir heitt vatn en hann gerir nú. Verðið eftir hækkun verði um 120 krónur fyrir rúmmetrann á vatni. Þannig fari 600-800 þúsund króna verðmiðinn á vatninu á mánuði upp í 1,4 milljónir mánaðarlega. „Ef þessi hækkun á heitavatnsverði gengur eftir er aðeins tvennt í stöðunni. Annaðhvort að starfsemin hér leggist af og flytjist annað eða að sett verði upp kyndistöð við Lambhaga sem brenni þá plasti, timburkurli og kolum við háan hita líkt og gert er í Noregi og Danmörku. Mér finnst sorglegt að borgin sé að reyna að ýta okkur í burtu með þessum hætti,“ segir Hafberg í samtali við Bændablaðið. Lambhagi er staðsettur í Úlfarsárdal ofan við Vesturlandsveg en starfsemin á fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Samkvæmt frétt Bændablaðsins telja gróðurhúsin um fimmtán þúsund fermetra og þar vinna að jafnaði um 25 starfsmenn. Fréttastofa hefur sett sig í samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna málsins. Landbúnaður Reykjavík Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22. júlí 2007 19:35 Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum. 16. júlí 2009 15:40 Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Niðurstaða þýskrar efnagreiningar sýnir að Lambhagaspínat er í raun kál af annarri grænmetisfjölskyldu. Matjurtin er mun járnminni. 5. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi, sem rekur gróðrarstöðina Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík, segist íhuga að loka stöðinni vegna mikilla verðhækkana á heitu vatni. Þessu greinir Hafberg frá í viðtali við Bændablaðið í dag. Hafberg segir í samtali við Bændablaðið að frá 1. janúar 2020 muni hann þurfa að greiða 97 prósent meira fyrir heitt vatn en hann gerir nú. Verðið eftir hækkun verði um 120 krónur fyrir rúmmetrann á vatni. Þannig fari 600-800 þúsund króna verðmiðinn á vatninu á mánuði upp í 1,4 milljónir mánaðarlega. „Ef þessi hækkun á heitavatnsverði gengur eftir er aðeins tvennt í stöðunni. Annaðhvort að starfsemin hér leggist af og flytjist annað eða að sett verði upp kyndistöð við Lambhaga sem brenni þá plasti, timburkurli og kolum við háan hita líkt og gert er í Noregi og Danmörku. Mér finnst sorglegt að borgin sé að reyna að ýta okkur í burtu með þessum hætti,“ segir Hafberg í samtali við Bændablaðið. Lambhagi er staðsettur í Úlfarsárdal ofan við Vesturlandsveg en starfsemin á fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Samkvæmt frétt Bændablaðsins telja gróðurhúsin um fimmtán þúsund fermetra og þar vinna að jafnaði um 25 starfsmenn. Fréttastofa hefur sett sig í samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna málsins.
Landbúnaður Reykjavík Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22. júlí 2007 19:35 Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum. 16. júlí 2009 15:40 Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Niðurstaða þýskrar efnagreiningar sýnir að Lambhagaspínat er í raun kál af annarri grænmetisfjölskyldu. Matjurtin er mun járnminni. 5. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22. júlí 2007 19:35
Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum. 16. júlí 2009 15:40
Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Niðurstaða þýskrar efnagreiningar sýnir að Lambhagaspínat er í raun kál af annarri grænmetisfjölskyldu. Matjurtin er mun járnminni. 5. apríl 2016 07:00