Byggt í kringum Valhöll Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 16:46 Á horni Kringlumýrar og Háaleitisbrautar verður heimilt að reisa 5 hæða skrifstofubyggingu. thg arkitektar Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að heimila uppbyggingu íbúða- og skrifstofuhúsnæðis við Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Alls er gert ráð fyrir 47 nýjum íbúðum og nýrri 5 hæða skrifstofubyggingu á lóðinni. Þar að auki mun bíla- og hjólastæðum fjölga. Lóðin við Háaleitisbraut 1 er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar, alls 5677 fermetrar að stærð og er heildarlóðarmatið tæplega 137 milljónir króna. Aðeins ein eign er á lóðinni, Valhöll, þar sem skrifstofur Sjálfstæðisflokksins auk tannlæknastofu og Heyrna- og Talmeinastöð Íslands er að finna. Deiliskipulagstillagan felur í sér breytingu á notkun svæðisins þannig að bætt verði við tveimur nýjum byggingarreitum á lóðina. Næst Kringlumýrarbraut má reisa skrifstofuhús á fimm hæðum ásamt bílakjallara. Á horni Skipholts og Bolholts er heimilt að reisa fimm til sex hæða íbúðarhús með á bilinu 40 til 47 íbúðum, ásamt þjónustu- og verslunarrými.Horft eftir Bolholti til norðurs og Háaleitisbraut til austurs. Á horninu má rísa 47 íbúða fjölbýlishús.thg arkitektarGerð er krafa um að íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og gerð, „með áherslu á gæðasvæði og gott umhverfi og varðveislu staðaranda og yfirbragðs byggðar,“ eins og það er orðað í tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Eins til tveggja herbergja íbúðir megi ekki vera meira en 50 prósent af heildaríbúðafjölda og engin ein íbúðargerð má fara yfir 30 prósent. Á bilinu 20 til 25 prósent íbúðanna skulu auk þess vera leiguíbúðir, þar af 5 prósent á verði sem kveðið er á um í lögum um almennar íbúðir. Þar að auki er gerð krafa um þakgarða á fjórðu hæð íbúðarhússins og skulu þeir hafa grænt yfirbragð. Með því er átt við gras, runna, tré eða annan gróður sem fær að vaxa á þakinu. Jafnframt er opnað á möguleika á sameiginlega þakgarð fyrir íbúa hússins á fimmtu hæð. Við Valhöll eru 88 bílastæði í dag en áætlað er að þau verði 125 eftir uppbygginguna. Ætlast er til þess að um 70 prósent þeirra verði neðanjarðar. Með framkvæmdunum mun hjólastæðum jafnframt fjölga úr reitnum. Þau eru engin í dag en verða 115 að framkvæmdum loknum.Skrifstofu- og fjölbýlishúsin sjást bæði frá botni Bolholts.thg arkitektarValhöll var reist á árunum 1973-1975 og er hönnuð af arkitektunum Halldóri H. Jónssyni og Garðari Halldórssyni. Þrátt fyrir að Valhöll sé ekki friðlýst lagði Borgarsögusafn til að húsið yrði sett í svokallaðan rauðan verndarflokk, sem ætlað er húsum sem æskilægt væri að vernda vegna sérstöðu þeirra. Valhöll sé kennileiti fyrir hverfið og „þarfnast umhverfislegs andrýmis til að njóta sín sem slíkt,“ eins og segir í umsögn Borgarsögusafns. Minjastofnun Íslands tók undir tillögu Borgarsögusafns, en gerði að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum. Engar fornleifar eru skráðar á skipulagsreitnum. Samþykkta deiliskipulagstillagan kveður á um að íbúðarhúsið á reitnum verði „hannað í manneskjulegum skala og í takt við nærumhverfið.“ Hæð og lengd íbúðarhússins skal brotin upp, líklega til að skyggja ekki um of á Valhöll. Aukinheldur er gerð krafa um að fimmta hæð skrifstofubyggingarinnar verði inndregin. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, greindi frá samþykktinni í dag og birti myndir af fyrirhugaðari uppbyggingu með færslu sinni á Twitter.Þétting byggðar er alltaf góð. Líka í kringum Valhöll.47 nýjar íbúðir &5 hæða ný skrifstofubygging= Aukning um 7.500 fm288 bílastæði verða 125 bílastæði0 hjólastæði verða 115pic.twitter.com/hWlobFmXRD— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) November 6, 2019 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að heimila uppbyggingu íbúða- og skrifstofuhúsnæðis við Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Alls er gert ráð fyrir 47 nýjum íbúðum og nýrri 5 hæða skrifstofubyggingu á lóðinni. Þar að auki mun bíla- og hjólastæðum fjölga. Lóðin við Háaleitisbraut 1 er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar, alls 5677 fermetrar að stærð og er heildarlóðarmatið tæplega 137 milljónir króna. Aðeins ein eign er á lóðinni, Valhöll, þar sem skrifstofur Sjálfstæðisflokksins auk tannlæknastofu og Heyrna- og Talmeinastöð Íslands er að finna. Deiliskipulagstillagan felur í sér breytingu á notkun svæðisins þannig að bætt verði við tveimur nýjum byggingarreitum á lóðina. Næst Kringlumýrarbraut má reisa skrifstofuhús á fimm hæðum ásamt bílakjallara. Á horni Skipholts og Bolholts er heimilt að reisa fimm til sex hæða íbúðarhús með á bilinu 40 til 47 íbúðum, ásamt þjónustu- og verslunarrými.Horft eftir Bolholti til norðurs og Háaleitisbraut til austurs. Á horninu má rísa 47 íbúða fjölbýlishús.thg arkitektarGerð er krafa um að íbúðirnar verði fjölbreyttar að stærð og gerð, „með áherslu á gæðasvæði og gott umhverfi og varðveislu staðaranda og yfirbragðs byggðar,“ eins og það er orðað í tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Eins til tveggja herbergja íbúðir megi ekki vera meira en 50 prósent af heildaríbúðafjölda og engin ein íbúðargerð má fara yfir 30 prósent. Á bilinu 20 til 25 prósent íbúðanna skulu auk þess vera leiguíbúðir, þar af 5 prósent á verði sem kveðið er á um í lögum um almennar íbúðir. Þar að auki er gerð krafa um þakgarða á fjórðu hæð íbúðarhússins og skulu þeir hafa grænt yfirbragð. Með því er átt við gras, runna, tré eða annan gróður sem fær að vaxa á þakinu. Jafnframt er opnað á möguleika á sameiginlega þakgarð fyrir íbúa hússins á fimmtu hæð. Við Valhöll eru 88 bílastæði í dag en áætlað er að þau verði 125 eftir uppbygginguna. Ætlast er til þess að um 70 prósent þeirra verði neðanjarðar. Með framkvæmdunum mun hjólastæðum jafnframt fjölga úr reitnum. Þau eru engin í dag en verða 115 að framkvæmdum loknum.Skrifstofu- og fjölbýlishúsin sjást bæði frá botni Bolholts.thg arkitektarValhöll var reist á árunum 1973-1975 og er hönnuð af arkitektunum Halldóri H. Jónssyni og Garðari Halldórssyni. Þrátt fyrir að Valhöll sé ekki friðlýst lagði Borgarsögusafn til að húsið yrði sett í svokallaðan rauðan verndarflokk, sem ætlað er húsum sem æskilægt væri að vernda vegna sérstöðu þeirra. Valhöll sé kennileiti fyrir hverfið og „þarfnast umhverfislegs andrýmis til að njóta sín sem slíkt,“ eins og segir í umsögn Borgarsögusafns. Minjastofnun Íslands tók undir tillögu Borgarsögusafns, en gerði að öðru leyti ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu á reitnum. Engar fornleifar eru skráðar á skipulagsreitnum. Samþykkta deiliskipulagstillagan kveður á um að íbúðarhúsið á reitnum verði „hannað í manneskjulegum skala og í takt við nærumhverfið.“ Hæð og lengd íbúðarhússins skal brotin upp, líklega til að skyggja ekki um of á Valhöll. Aukinheldur er gerð krafa um að fimmta hæð skrifstofubyggingarinnar verði inndregin. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, greindi frá samþykktinni í dag og birti myndir af fyrirhugaðari uppbyggingu með færslu sinni á Twitter.Þétting byggðar er alltaf góð. Líka í kringum Valhöll.47 nýjar íbúðir &5 hæða ný skrifstofubygging= Aukning um 7.500 fm288 bílastæði verða 125 bílastæði0 hjólastæði verða 115pic.twitter.com/hWlobFmXRD— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) November 6, 2019
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira