Töluverðar umferðartafir eru nú við Ártúnsbrekku í Reykjavík í austurátt vegna áreksturs þriggja bíla nú síðdegis. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu urðu lítil meiðsli á fólki í árekstrinum.
Fréttamaður Stöðvar 2 sem er á staðnum segir að fólk úr bílunum hafi verið flutt af slysstað í sjúkrabílum. Miklar umferðartafir séu víða í kringum slysstaðinn.
