Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:15 Frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskránni árið 2012. fréttablaðið/pjetur Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. Á fundi formanna í október átti forsætisráðherra frumkvæði að umræðu um hvort setja ætti breytingar á dómstólaákvæðum stjórnarskrárinnar í forgang og vísaði til skoðanakönnunar um stjórnarskrármál sem stjórnarráðið lét framkvæma og leiddi í ljós að almenningur setji umbætur á ákvæðum um dómsvald í mikinn forgang. Formenn hafa hist að jafnaði einu sinni í mánuði á kjörtímabilinu og hefur eitt frumvarp verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. „Við erum komin mjög langt með vinnu við þessi tvö ákvæði og tiltölulega vel á veg komin með ákvæði um forseta og framkvæmdarvald,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún segir hópinn nú bíða eftir að sjá niðurstöður þeirrar rökræðukönnunar sem fer fram um helgina. Einnig hefur verið rætt um þjóðaratkvæði og um framsal vald¬heimilda en sú vinna sé styttra á veg komin þótt hið síðarnefnda hafi reyndar verið rætt töluvert. Á fundi hópsins í október var einnig rætt um drög að frumvarpi um stöðu íslenskrar tungu í stjórnarskrá og samþykkt að vísa því í opið samráð. Frumvarpið byggir á hugmynd sem kom fram í meðferð frumvarps stjórnlagaráðs á Alþingi og á fyrirmynd í ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna og kveður á um að íslenska sé þjóðtunga á Íslandi og ríkisvaldið skuli styðja hana og vernda. Katrín segist stefna að því að ákvæði um þjóðtungu verði kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í kring um áramót en tillögur um breytingar á ákvæðum um forseta og framkvæmdarvald á vormánuðum. Um elstu ákvæði stjórnarskrárinnar er að ræða sem litlum sem engum breytingum hafa tekið frá lýðveldisstofnun. Hafa formennirnir rætt drög að frumvarpi á þremur síðustu fundum sínum en frumvarpsdrögin samdi Skúli Magnússon, dósent og héraðsdómari. Frumvarpsdrögin hafa ekki verið birt en umræður meðal formanna lúta meðal annars að því hvort auka eigi pólitískt hlutverk forseta við stjórnarmyndanir og hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um ábyrgðarleysi forseta. Einnig hafa formenn rætt um mögulegar breytingar á ákvæðum um þingrof og lærdóma sem draga mætti af þróun til dæmis í Bretlandi.Fjöldafundur um stjórnarskrá í Laugardalshöll Tveggja daga rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar fer fram í Laugardalshöllinni um komandi helgi. Framkvæmdin er í höndum Félagsvísindastofnunar Íslands og gert er ráð fyrir 200 til 300 þátttakendum en þeir eru valdir úr hópi þeirra 2.000 sem tóku þátt í fyrrnefndri skoðanakönnun. Umræðan fer fram á 25 til 30 borðum undir stjórn umræðustjóra. Rætt verður um fjölda málefna; um embætti forseta, þjóðaratkvæðagreiðslur, Landsdóm, kjördæmaskipan, atkvæðavægi, alþjóðlegt samstarf og fleira. Að umræðum loknum svara sérfræðingar spurningum sem upp hafa komið í umræðunum. Spurningalistar verða lagðir fyrir þátttakendur bæði fyrir og eftir umræðurnar. „Þannig er hægt að greina hvort og þá hvernig viðhorf fólks breytast við það að ræða rök með og á móti ýmsum tillögum,“ segir Guðlaug Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar. Í kjölfarið verði unnin skýrsla um greiningu á könnununum og umræðum fundarins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. Á fundi formanna í október átti forsætisráðherra frumkvæði að umræðu um hvort setja ætti breytingar á dómstólaákvæðum stjórnarskrárinnar í forgang og vísaði til skoðanakönnunar um stjórnarskrármál sem stjórnarráðið lét framkvæma og leiddi í ljós að almenningur setji umbætur á ákvæðum um dómsvald í mikinn forgang. Formenn hafa hist að jafnaði einu sinni í mánuði á kjörtímabilinu og hefur eitt frumvarp verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. „Við erum komin mjög langt með vinnu við þessi tvö ákvæði og tiltölulega vel á veg komin með ákvæði um forseta og framkvæmdarvald,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún segir hópinn nú bíða eftir að sjá niðurstöður þeirrar rökræðukönnunar sem fer fram um helgina. Einnig hefur verið rætt um þjóðaratkvæði og um framsal vald¬heimilda en sú vinna sé styttra á veg komin þótt hið síðarnefnda hafi reyndar verið rætt töluvert. Á fundi hópsins í október var einnig rætt um drög að frumvarpi um stöðu íslenskrar tungu í stjórnarskrá og samþykkt að vísa því í opið samráð. Frumvarpið byggir á hugmynd sem kom fram í meðferð frumvarps stjórnlagaráðs á Alþingi og á fyrirmynd í ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna og kveður á um að íslenska sé þjóðtunga á Íslandi og ríkisvaldið skuli styðja hana og vernda. Katrín segist stefna að því að ákvæði um þjóðtungu verði kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í kring um áramót en tillögur um breytingar á ákvæðum um forseta og framkvæmdarvald á vormánuðum. Um elstu ákvæði stjórnarskrárinnar er að ræða sem litlum sem engum breytingum hafa tekið frá lýðveldisstofnun. Hafa formennirnir rætt drög að frumvarpi á þremur síðustu fundum sínum en frumvarpsdrögin samdi Skúli Magnússon, dósent og héraðsdómari. Frumvarpsdrögin hafa ekki verið birt en umræður meðal formanna lúta meðal annars að því hvort auka eigi pólitískt hlutverk forseta við stjórnarmyndanir og hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um ábyrgðarleysi forseta. Einnig hafa formenn rætt um mögulegar breytingar á ákvæðum um þingrof og lærdóma sem draga mætti af þróun til dæmis í Bretlandi.Fjöldafundur um stjórnarskrá í Laugardalshöll Tveggja daga rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar fer fram í Laugardalshöllinni um komandi helgi. Framkvæmdin er í höndum Félagsvísindastofnunar Íslands og gert er ráð fyrir 200 til 300 þátttakendum en þeir eru valdir úr hópi þeirra 2.000 sem tóku þátt í fyrrnefndri skoðanakönnun. Umræðan fer fram á 25 til 30 borðum undir stjórn umræðustjóra. Rætt verður um fjölda málefna; um embætti forseta, þjóðaratkvæðagreiðslur, Landsdóm, kjördæmaskipan, atkvæðavægi, alþjóðlegt samstarf og fleira. Að umræðum loknum svara sérfræðingar spurningum sem upp hafa komið í umræðunum. Spurningalistar verða lagðir fyrir þátttakendur bæði fyrir og eftir umræðurnar. „Þannig er hægt að greina hvort og þá hvernig viðhorf fólks breytast við það að ræða rök með og á móti ýmsum tillögum,“ segir Guðlaug Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar. Í kjölfarið verði unnin skýrsla um greiningu á könnununum og umræðum fundarins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira