Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:15 Frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskránni árið 2012. fréttablaðið/pjetur Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. Á fundi formanna í október átti forsætisráðherra frumkvæði að umræðu um hvort setja ætti breytingar á dómstólaákvæðum stjórnarskrárinnar í forgang og vísaði til skoðanakönnunar um stjórnarskrármál sem stjórnarráðið lét framkvæma og leiddi í ljós að almenningur setji umbætur á ákvæðum um dómsvald í mikinn forgang. Formenn hafa hist að jafnaði einu sinni í mánuði á kjörtímabilinu og hefur eitt frumvarp verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. „Við erum komin mjög langt með vinnu við þessi tvö ákvæði og tiltölulega vel á veg komin með ákvæði um forseta og framkvæmdarvald,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún segir hópinn nú bíða eftir að sjá niðurstöður þeirrar rökræðukönnunar sem fer fram um helgina. Einnig hefur verið rætt um þjóðaratkvæði og um framsal vald¬heimilda en sú vinna sé styttra á veg komin þótt hið síðarnefnda hafi reyndar verið rætt töluvert. Á fundi hópsins í október var einnig rætt um drög að frumvarpi um stöðu íslenskrar tungu í stjórnarskrá og samþykkt að vísa því í opið samráð. Frumvarpið byggir á hugmynd sem kom fram í meðferð frumvarps stjórnlagaráðs á Alþingi og á fyrirmynd í ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna og kveður á um að íslenska sé þjóðtunga á Íslandi og ríkisvaldið skuli styðja hana og vernda. Katrín segist stefna að því að ákvæði um þjóðtungu verði kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í kring um áramót en tillögur um breytingar á ákvæðum um forseta og framkvæmdarvald á vormánuðum. Um elstu ákvæði stjórnarskrárinnar er að ræða sem litlum sem engum breytingum hafa tekið frá lýðveldisstofnun. Hafa formennirnir rætt drög að frumvarpi á þremur síðustu fundum sínum en frumvarpsdrögin samdi Skúli Magnússon, dósent og héraðsdómari. Frumvarpsdrögin hafa ekki verið birt en umræður meðal formanna lúta meðal annars að því hvort auka eigi pólitískt hlutverk forseta við stjórnarmyndanir og hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um ábyrgðarleysi forseta. Einnig hafa formenn rætt um mögulegar breytingar á ákvæðum um þingrof og lærdóma sem draga mætti af þróun til dæmis í Bretlandi.Fjöldafundur um stjórnarskrá í Laugardalshöll Tveggja daga rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar fer fram í Laugardalshöllinni um komandi helgi. Framkvæmdin er í höndum Félagsvísindastofnunar Íslands og gert er ráð fyrir 200 til 300 þátttakendum en þeir eru valdir úr hópi þeirra 2.000 sem tóku þátt í fyrrnefndri skoðanakönnun. Umræðan fer fram á 25 til 30 borðum undir stjórn umræðustjóra. Rætt verður um fjölda málefna; um embætti forseta, þjóðaratkvæðagreiðslur, Landsdóm, kjördæmaskipan, atkvæðavægi, alþjóðlegt samstarf og fleira. Að umræðum loknum svara sérfræðingar spurningum sem upp hafa komið í umræðunum. Spurningalistar verða lagðir fyrir þátttakendur bæði fyrir og eftir umræðurnar. „Þannig er hægt að greina hvort og þá hvernig viðhorf fólks breytast við það að ræða rök með og á móti ýmsum tillögum,“ segir Guðlaug Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar. Í kjölfarið verði unnin skýrsla um greiningu á könnununum og umræðum fundarins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. Á fundi formanna í október átti forsætisráðherra frumkvæði að umræðu um hvort setja ætti breytingar á dómstólaákvæðum stjórnarskrárinnar í forgang og vísaði til skoðanakönnunar um stjórnarskrármál sem stjórnarráðið lét framkvæma og leiddi í ljós að almenningur setji umbætur á ákvæðum um dómsvald í mikinn forgang. Formenn hafa hist að jafnaði einu sinni í mánuði á kjörtímabilinu og hefur eitt frumvarp verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. „Við erum komin mjög langt með vinnu við þessi tvö ákvæði og tiltölulega vel á veg komin með ákvæði um forseta og framkvæmdarvald,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún segir hópinn nú bíða eftir að sjá niðurstöður þeirrar rökræðukönnunar sem fer fram um helgina. Einnig hefur verið rætt um þjóðaratkvæði og um framsal vald¬heimilda en sú vinna sé styttra á veg komin þótt hið síðarnefnda hafi reyndar verið rætt töluvert. Á fundi hópsins í október var einnig rætt um drög að frumvarpi um stöðu íslenskrar tungu í stjórnarskrá og samþykkt að vísa því í opið samráð. Frumvarpið byggir á hugmynd sem kom fram í meðferð frumvarps stjórnlagaráðs á Alþingi og á fyrirmynd í ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna og kveður á um að íslenska sé þjóðtunga á Íslandi og ríkisvaldið skuli styðja hana og vernda. Katrín segist stefna að því að ákvæði um þjóðtungu verði kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í kring um áramót en tillögur um breytingar á ákvæðum um forseta og framkvæmdarvald á vormánuðum. Um elstu ákvæði stjórnarskrárinnar er að ræða sem litlum sem engum breytingum hafa tekið frá lýðveldisstofnun. Hafa formennirnir rætt drög að frumvarpi á þremur síðustu fundum sínum en frumvarpsdrögin samdi Skúli Magnússon, dósent og héraðsdómari. Frumvarpsdrögin hafa ekki verið birt en umræður meðal formanna lúta meðal annars að því hvort auka eigi pólitískt hlutverk forseta við stjórnarmyndanir og hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um ábyrgðarleysi forseta. Einnig hafa formenn rætt um mögulegar breytingar á ákvæðum um þingrof og lærdóma sem draga mætti af þróun til dæmis í Bretlandi.Fjöldafundur um stjórnarskrá í Laugardalshöll Tveggja daga rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar fer fram í Laugardalshöllinni um komandi helgi. Framkvæmdin er í höndum Félagsvísindastofnunar Íslands og gert er ráð fyrir 200 til 300 þátttakendum en þeir eru valdir úr hópi þeirra 2.000 sem tóku þátt í fyrrnefndri skoðanakönnun. Umræðan fer fram á 25 til 30 borðum undir stjórn umræðustjóra. Rætt verður um fjölda málefna; um embætti forseta, þjóðaratkvæðagreiðslur, Landsdóm, kjördæmaskipan, atkvæðavægi, alþjóðlegt samstarf og fleira. Að umræðum loknum svara sérfræðingar spurningum sem upp hafa komið í umræðunum. Spurningalistar verða lagðir fyrir þátttakendur bæði fyrir og eftir umræðurnar. „Þannig er hægt að greina hvort og þá hvernig viðhorf fólks breytast við það að ræða rök með og á móti ýmsum tillögum,“ segir Guðlaug Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar. Í kjölfarið verði unnin skýrsla um greiningu á könnununum og umræðum fundarins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira