Leggjast á eitt og safna fé til góðgerðarmála Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:15 Anna Fríða er spennt fyrir góðgerðardeginum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Allir krakkarnir í skólanum leggjast á eitt og safna peningum til góðgerðarmála,“ segir Anna Fríða Ingvarsdóttir, nemandi í níunda bekk í Hagaskóla. Hún tekur þátt í góðgerðardegi skólans, Gott mál, og er bæði í nemendaráði og fjölmiðlanefnd. „Dagurinn er haldinn á morgun og í ár ætlum við að safna peningum til styrktar Landvernd og Bjartri sýn,“ segir Anna Fríða. „Í fyrra söfnuðum við tveimur til þremur milljónum og frá því að Gott mál var haldið í fyrsta sinn fyrir ellefu árum höfum við safnað rúmlega tuttugu milljónum.“ Gott mál verður haldið í húsnæði skólans á milli klukkan 16 og 19 á morgun og eru allir velkomnir. Í boði verða ýmsar uppákomur sem nemendurnir hafa lagt mikinn metnað í. „Það taka allir þátt en það er misjafnt hvað hver gerir. Tíundi bekkur sér til dæmis alltaf um draugahús sem er sett upp í kjallaranum og svo ákveður hver bekkur hvað hann vill gera,“ segir Anna Fríða. „Það eru margir bekkir með kaffihús í sínum stofum þar sem er selt kaffi og kökur sem við höfum bakað eða fengið í styrki. Áttundi bekkur er með gang þar sem er jólaþema og einn bekkur selur pítsur og sjeik,“ bætir hún við. „Svo geta þeir sem hafa áhuga á tónlist eða söng verið með tónlistaratriði og aðrir með listsýningar. Fólk borgar sig þá inn á sýningarnar og getur keypt listaverkin,“ segir Anna Fríða. Hún segir stemninguna í skólanum dagana i kringum góðgerðardaginn vera skemmtilega og bætir við að krakkarnir læri mikið á því að halda Gott mál. „Það sem við lærum aðallega á þessu er það að gefa út í samfélagið,“ segir Anna Fríða. „Að það snúist ekki allt um að við þurfum nýjan iPad eða tölvu heldur að við getum gert eitthvað gott og með því að halda þennan dag finnum við að við getum hjálpað.“ Aðspurð að því hvernig nemendurnir völdu hvaða málefni skyldi styrkja segir Anna Fríða að allir nemendur hafi getað komið með hugmyndir og svo hafi farið fram kosning. „Við styrktum Bjarta sýn líka í fyrra. Þau reka munaðarleysingjaheimili í Kenía,“ segir hún. Fyrir þá upphæð sem Hagskælingar gáfu samtökunum í fyrra var opnaður skóli fyrir skjólstæðinga Bjartrar sýnar. „Núna eru þau systurskólinn okkar og við ætlum að styrkja þau næstu árin. Landvernd var svo valið því við vorum öll sammála um það hversu mikilvægt er að vernda landið okkar og náttúruna,“ segir Anna Fríða. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Allir krakkarnir í skólanum leggjast á eitt og safna peningum til góðgerðarmála,“ segir Anna Fríða Ingvarsdóttir, nemandi í níunda bekk í Hagaskóla. Hún tekur þátt í góðgerðardegi skólans, Gott mál, og er bæði í nemendaráði og fjölmiðlanefnd. „Dagurinn er haldinn á morgun og í ár ætlum við að safna peningum til styrktar Landvernd og Bjartri sýn,“ segir Anna Fríða. „Í fyrra söfnuðum við tveimur til þremur milljónum og frá því að Gott mál var haldið í fyrsta sinn fyrir ellefu árum höfum við safnað rúmlega tuttugu milljónum.“ Gott mál verður haldið í húsnæði skólans á milli klukkan 16 og 19 á morgun og eru allir velkomnir. Í boði verða ýmsar uppákomur sem nemendurnir hafa lagt mikinn metnað í. „Það taka allir þátt en það er misjafnt hvað hver gerir. Tíundi bekkur sér til dæmis alltaf um draugahús sem er sett upp í kjallaranum og svo ákveður hver bekkur hvað hann vill gera,“ segir Anna Fríða. „Það eru margir bekkir með kaffihús í sínum stofum þar sem er selt kaffi og kökur sem við höfum bakað eða fengið í styrki. Áttundi bekkur er með gang þar sem er jólaþema og einn bekkur selur pítsur og sjeik,“ bætir hún við. „Svo geta þeir sem hafa áhuga á tónlist eða söng verið með tónlistaratriði og aðrir með listsýningar. Fólk borgar sig þá inn á sýningarnar og getur keypt listaverkin,“ segir Anna Fríða. Hún segir stemninguna í skólanum dagana i kringum góðgerðardaginn vera skemmtilega og bætir við að krakkarnir læri mikið á því að halda Gott mál. „Það sem við lærum aðallega á þessu er það að gefa út í samfélagið,“ segir Anna Fríða. „Að það snúist ekki allt um að við þurfum nýjan iPad eða tölvu heldur að við getum gert eitthvað gott og með því að halda þennan dag finnum við að við getum hjálpað.“ Aðspurð að því hvernig nemendurnir völdu hvaða málefni skyldi styrkja segir Anna Fríða að allir nemendur hafi getað komið með hugmyndir og svo hafi farið fram kosning. „Við styrktum Bjarta sýn líka í fyrra. Þau reka munaðarleysingjaheimili í Kenía,“ segir hún. Fyrir þá upphæð sem Hagskælingar gáfu samtökunum í fyrra var opnaður skóli fyrir skjólstæðinga Bjartrar sýnar. „Núna eru þau systurskólinn okkar og við ætlum að styrkja þau næstu árin. Landvernd var svo valið því við vorum öll sammála um það hversu mikilvægt er að vernda landið okkar og náttúruna,“ segir Anna Fríða.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira