Frumvarp um fæðingarorlof afleitt að mati verðandi móður Ari Brynjólfsson skrifar 5. nóvember 2019 08:00 Þuríður Ósk Sveinsdóttir á að eiga í janúar 2020, eftir að nýjar reglur um fæðingarorlof félagsráðherra eiga að taka gildi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Frumvarp félagsmálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs felur í sér að bæta við rétt hvors foreldris um sig. Kona sem á von á barni í byrjun næsta árs gagnrýnir ósveigjanleika í reglunum. Þetta fer gegn leiðbeiningum landlæknis um að hafa barn á brjósti út fyrsta árið og lengur ef það hentar móður og barni.„Það er frábært að verið sé að lengja fæðingarorlofið, en með þessum fyrirhuguðu breytingum er verið að taka frá foreldrum valið um hvað hentar hverri fjölskyldu best með því að skipta mánuðunum niður með þessum hætti,“ segir Þuríður Ósk Sveinsdóttir, en hún á að eiga barn í janúar. Ef fyrirhugað frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, verður orðið að lögum lengist fæðingarorlofið um áramótin úr níu mánuðum í tíu. Ári síðar bætist svo við einn mánuður til viðbótar. Er þetta í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerð lífskjarasamninganna um að lengja samanlagðan rétt foreldra til fæðingarorlofs. Um áramótin bætist einn mánuður við sjálfstæðan rétt hvors foreldris um sig, en sameiginlegur réttur fer úr þremur niður í tvo. Í dag fá foreldrar þrjá mánuði hvort um sig og þrjá mánuði í sameiginlegan rétt. „Feður geta því miður ekki gefið brjóst. Sumar konur vilja hafa börnin lengi á brjósti, svo eru aðrar sem geta ekki verið með barnið sitt á brjósti og þá gefur peli mjög góða næringu,“ segir Þuríður. Með breytingunum hafa mæður í mesta lagi hálft ár til að vera heima með barnið á brjósti. Var hún með eldra barnið sitt á brjósti í meira en ár. „Ég var ekki reiðubúin að minnka brjóstagjöfina mikið eftir aðeins sex mánuði.“ Breytingarnar eru ekki í samræmi við upplýsingar sem foreldrum eru veittar í bæklingnum Næring ungbarna sem gefinn er út af Embætti landlæknis. „Mælt er með að hafa barnið áfram á brjósti út fyrsta árið og lengur ef það hentar móður og barni,“ segir í bæklingnum. Er þá einnig tekið dæmi um máltíðir barna eftir sex mánaða aldur og talað um móðurmjólk á morgnana, í hádeginu, síðdegis og á kvöldin. „Það gengur ekki upp ef ég á að vera farin að vinna þegar barnið er hálfs árs,“ segir Þuríður. Samkvæmt Embætti landlæknis sýnir rannsókn á 16 til 30 mánaða börnum að börn sem eru lengi á brjósti eru sjaldnar veik og í styttri tíma en börn sem hafa ekki verið á brjósti. Aðrar rannsóknir sýna einnig heilsufarslega jákvæð áhrif móðurmjólkur fyrir heilsu ungbarna og móður, einnig eftir fjögurra mánaða aldur. Nýverið kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns VG, að árlega frá árinu 2015 færu rúmlega 700 feður ekki í fæðingarorlof. Fjöldi mæðra er talsvert minni, um 100 konur á hverju ári. Þuríður kallar eftir meiri sveigjanleika við lengingu fæðingarorlofsins. „Ég tel að það ætti frekar að fjölga þeim mánuðum sem foreldrar hafa í sameiginlegan rétt.“ Lausnin fyrir næsta ár væri frekar að veita hvoru foreldri fyrir sig þriggja mánaða rétt og fjóra mánuði í sameiginlegan rétt. Um áramótin 2021 er svo stefnt að því að hvort foreldri fái fimm mánaða rétt með tvo mánuði í sameiginlegan rétt. Telur hún það afleita hugmynd. „Það er vissulega gott að hvetja feður til að taka fæðingarorlof en það er miklu betra og sanngjarnara að fjölskyldur fái að ákveða það sjálfar hvernig fyrirkomulag á að vera fyrsta árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Fjölskyldumál Fæðingarorlof Tengdar fréttir Margrét Erla Maack safnar fyrir fæðingarorlofi á Karolina Fund "Íslenska fæðingarorlofskerfið er illa hannað með tilliti til fólks með fljótandi tekjur,“ segir á Karolina Fund síðu sem stofnuð hefur verið til styrkar skemmtikraftsins Margrétar Erlu Maack og komandi fæðingarorlofs. 12. september 2019 13:30 Kynna frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í samráðsgátt Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs hefur verið lagt fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Gerir frumvarpið ráð fyrir því að réttur foreldra lengist úr níu mánuðum í tólf. 30. október 2019 07:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Frumvarp félagsmálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs felur í sér að bæta við rétt hvors foreldris um sig. Kona sem á von á barni í byrjun næsta árs gagnrýnir ósveigjanleika í reglunum. Þetta fer gegn leiðbeiningum landlæknis um að hafa barn á brjósti út fyrsta árið og lengur ef það hentar móður og barni.„Það er frábært að verið sé að lengja fæðingarorlofið, en með þessum fyrirhuguðu breytingum er verið að taka frá foreldrum valið um hvað hentar hverri fjölskyldu best með því að skipta mánuðunum niður með þessum hætti,“ segir Þuríður Ósk Sveinsdóttir, en hún á að eiga barn í janúar. Ef fyrirhugað frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, verður orðið að lögum lengist fæðingarorlofið um áramótin úr níu mánuðum í tíu. Ári síðar bætist svo við einn mánuður til viðbótar. Er þetta í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerð lífskjarasamninganna um að lengja samanlagðan rétt foreldra til fæðingarorlofs. Um áramótin bætist einn mánuður við sjálfstæðan rétt hvors foreldris um sig, en sameiginlegur réttur fer úr þremur niður í tvo. Í dag fá foreldrar þrjá mánuði hvort um sig og þrjá mánuði í sameiginlegan rétt. „Feður geta því miður ekki gefið brjóst. Sumar konur vilja hafa börnin lengi á brjósti, svo eru aðrar sem geta ekki verið með barnið sitt á brjósti og þá gefur peli mjög góða næringu,“ segir Þuríður. Með breytingunum hafa mæður í mesta lagi hálft ár til að vera heima með barnið á brjósti. Var hún með eldra barnið sitt á brjósti í meira en ár. „Ég var ekki reiðubúin að minnka brjóstagjöfina mikið eftir aðeins sex mánuði.“ Breytingarnar eru ekki í samræmi við upplýsingar sem foreldrum eru veittar í bæklingnum Næring ungbarna sem gefinn er út af Embætti landlæknis. „Mælt er með að hafa barnið áfram á brjósti út fyrsta árið og lengur ef það hentar móður og barni,“ segir í bæklingnum. Er þá einnig tekið dæmi um máltíðir barna eftir sex mánaða aldur og talað um móðurmjólk á morgnana, í hádeginu, síðdegis og á kvöldin. „Það gengur ekki upp ef ég á að vera farin að vinna þegar barnið er hálfs árs,“ segir Þuríður. Samkvæmt Embætti landlæknis sýnir rannsókn á 16 til 30 mánaða börnum að börn sem eru lengi á brjósti eru sjaldnar veik og í styttri tíma en börn sem hafa ekki verið á brjósti. Aðrar rannsóknir sýna einnig heilsufarslega jákvæð áhrif móðurmjólkur fyrir heilsu ungbarna og móður, einnig eftir fjögurra mánaða aldur. Nýverið kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns VG, að árlega frá árinu 2015 færu rúmlega 700 feður ekki í fæðingarorlof. Fjöldi mæðra er talsvert minni, um 100 konur á hverju ári. Þuríður kallar eftir meiri sveigjanleika við lengingu fæðingarorlofsins. „Ég tel að það ætti frekar að fjölga þeim mánuðum sem foreldrar hafa í sameiginlegan rétt.“ Lausnin fyrir næsta ár væri frekar að veita hvoru foreldri fyrir sig þriggja mánaða rétt og fjóra mánuði í sameiginlegan rétt. Um áramótin 2021 er svo stefnt að því að hvort foreldri fái fimm mánaða rétt með tvo mánuði í sameiginlegan rétt. Telur hún það afleita hugmynd. „Það er vissulega gott að hvetja feður til að taka fæðingarorlof en það er miklu betra og sanngjarnara að fjölskyldur fái að ákveða það sjálfar hvernig fyrirkomulag á að vera fyrsta árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Fjölskyldumál Fæðingarorlof Tengdar fréttir Margrét Erla Maack safnar fyrir fæðingarorlofi á Karolina Fund "Íslenska fæðingarorlofskerfið er illa hannað með tilliti til fólks með fljótandi tekjur,“ segir á Karolina Fund síðu sem stofnuð hefur verið til styrkar skemmtikraftsins Margrétar Erlu Maack og komandi fæðingarorlofs. 12. september 2019 13:30 Kynna frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í samráðsgátt Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs hefur verið lagt fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Gerir frumvarpið ráð fyrir því að réttur foreldra lengist úr níu mánuðum í tólf. 30. október 2019 07:45 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Margrét Erla Maack safnar fyrir fæðingarorlofi á Karolina Fund "Íslenska fæðingarorlofskerfið er illa hannað með tilliti til fólks með fljótandi tekjur,“ segir á Karolina Fund síðu sem stofnuð hefur verið til styrkar skemmtikraftsins Margrétar Erlu Maack og komandi fæðingarorlofs. 12. september 2019 13:30
Kynna frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í samráðsgátt Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingar- og foreldraorlofs hefur verið lagt fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Gerir frumvarpið ráð fyrir því að réttur foreldra lengist úr níu mánuðum í tólf. 30. október 2019 07:45