Erlendur náði markmiðinu og komst á topp Ama Dablam Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 15:30 Erlendur Pálsson þurfti að klífa erfiða áskorun í undirbúningi sínum fyrir gönguna. Myndir/Úr einkasafni Fjallgöngumaðurinn Erlendur Pálsson náði um helgina að komast á topp fjallsins Ama Dablam í Nepal, sem hafði verið draumur hans í þrjú ár. Við fjölluðum um ferðalag Erlends hér á Vísi, en fyrir ári síðan var æxli á stærð við golfkúlu fjarlægt úr höfði hans. Erlendur lét það ekki stoppa sig þó að veikindin gerðu verkefnið meira krefjandi en hann náði nú loks markmiði sínu í fyrstu tilraun. Erlendur er giftur tveggja barna faðir og er sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó. Hann var í undirbúningi fyrir þessa fjallgöngu þegar æxlið fannst. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Erlendur: „Æxlið fannst þannig, að ég fékk suð fyrir eyrun og heimilislæknirinn var svo almennilegur að senda mig í myndatöku. Þá fannst æxlið en ég er ennþá með suðið,“Sjá einnig: Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægtErlendur Pálsson lét æxli ekki stoppa sig í því að láta draumana rætast.Mynd/Úr einkasafniVilborg Arna Gissurardóttir er með Erlendi í Nepal og hún birti þessa mynd af teyminu á Instagram og sagði þar að þetta væri „eitt besta útsýni sem hún hefði nokkurn tímann upplifað.“ Hópurinn lagði af stað í þetta ferðalag þann 10. október og hafa því verið í tæpan mánuð frá ástvinum sínum. Komu þau meðal annars við í grunnbúðum Everest á leið sinni upp á Ama Dablam og eiga nú eftir að koma sér niður aftur. View this post on InstagramYeah!! Happy team at the summit of Ama Dablam! We summited last Saturday after amazing climb....and the view was one of the best I have ever experienced. It was such a cool experience that I'm out of words at the moment but for sure more pics to come very soon. One love to my team members #tindartravel #nature #mountains #nepal #amadablam #mountaineering A post shared by Vilborg Arna Gissurardóttir (@vilborg.arna) on Nov 4, 2019 at 12:50am PST Erlendur birti nokkrar fallegar myndir frá síðasta hluta ferðarinnar en í samtali við Vísi segist hann þakklátur. Með honum í för voru Vilborg Arna Gissurardóttir, Sigurður Bjarni Sveinsson, Arnar Páll Gíslason og Aleš Česen. Arnar Páll þurfti þó að snúa til baka vegna veikinda, áður en hópurinn komst á leiðarenda. „Þetta hafðist! Magnaðir þrír dagar af erfiði, örmögnun, gleði, vonleysi, ofsakæti, þakklæti og auðmýkt. Þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessum leiðangri. Takk Vilborg Arna fyrir ótrúlegt skipulag og hvatningu hausinn á þér er fast skrúfaður á. Thank you Ales for your help and support what a athlete you are. Takk Siggi Bjarni maður bíður ekki um betri félagsskap, þvílíkt gleði að vera nálægt kraftinum í þér. Takk Arnar Páll magnaður klettur sem þú ert og hugsaði ég oft til þín á strunsinu upp. Síðan veit ég að margir voru að hugsa til okkar og senda góða strauma takk fyrir það líka,“ skrifaði Erlendur þegar hann tilkynnti á samfélagsmiðlum að draumurinn hefði ræst. Mynd/Úr einkasafniMynd/úr einkasafniMynd/Úr einkasafniMynd/Úr einkasafniMynd/Úr einkasafni Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægt Erlendur Pálsson var með æxli á stærð við golfkúlu í höfðinu á sama tíma á síðasta ári, í dag er á ævintýraslóðum í Nepal. 17. október 2019 13:15 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn Erlendur Pálsson náði um helgina að komast á topp fjallsins Ama Dablam í Nepal, sem hafði verið draumur hans í þrjú ár. Við fjölluðum um ferðalag Erlends hér á Vísi, en fyrir ári síðan var æxli á stærð við golfkúlu fjarlægt úr höfði hans. Erlendur lét það ekki stoppa sig þó að veikindin gerðu verkefnið meira krefjandi en hann náði nú loks markmiði sínu í fyrstu tilraun. Erlendur er giftur tveggja barna faðir og er sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó. Hann var í undirbúningi fyrir þessa fjallgöngu þegar æxlið fannst. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Erlendur: „Æxlið fannst þannig, að ég fékk suð fyrir eyrun og heimilislæknirinn var svo almennilegur að senda mig í myndatöku. Þá fannst æxlið en ég er ennþá með suðið,“Sjá einnig: Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægtErlendur Pálsson lét æxli ekki stoppa sig í því að láta draumana rætast.Mynd/Úr einkasafniVilborg Arna Gissurardóttir er með Erlendi í Nepal og hún birti þessa mynd af teyminu á Instagram og sagði þar að þetta væri „eitt besta útsýni sem hún hefði nokkurn tímann upplifað.“ Hópurinn lagði af stað í þetta ferðalag þann 10. október og hafa því verið í tæpan mánuð frá ástvinum sínum. Komu þau meðal annars við í grunnbúðum Everest á leið sinni upp á Ama Dablam og eiga nú eftir að koma sér niður aftur. View this post on InstagramYeah!! Happy team at the summit of Ama Dablam! We summited last Saturday after amazing climb....and the view was one of the best I have ever experienced. It was such a cool experience that I'm out of words at the moment but for sure more pics to come very soon. One love to my team members #tindartravel #nature #mountains #nepal #amadablam #mountaineering A post shared by Vilborg Arna Gissurardóttir (@vilborg.arna) on Nov 4, 2019 at 12:50am PST Erlendur birti nokkrar fallegar myndir frá síðasta hluta ferðarinnar en í samtali við Vísi segist hann þakklátur. Með honum í för voru Vilborg Arna Gissurardóttir, Sigurður Bjarni Sveinsson, Arnar Páll Gíslason og Aleš Česen. Arnar Páll þurfti þó að snúa til baka vegna veikinda, áður en hópurinn komst á leiðarenda. „Þetta hafðist! Magnaðir þrír dagar af erfiði, örmögnun, gleði, vonleysi, ofsakæti, þakklæti og auðmýkt. Þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessum leiðangri. Takk Vilborg Arna fyrir ótrúlegt skipulag og hvatningu hausinn á þér er fast skrúfaður á. Thank you Ales for your help and support what a athlete you are. Takk Siggi Bjarni maður bíður ekki um betri félagsskap, þvílíkt gleði að vera nálægt kraftinum í þér. Takk Arnar Páll magnaður klettur sem þú ert og hugsaði ég oft til þín á strunsinu upp. Síðan veit ég að margir voru að hugsa til okkar og senda góða strauma takk fyrir það líka,“ skrifaði Erlendur þegar hann tilkynnti á samfélagsmiðlum að draumurinn hefði ræst. Mynd/Úr einkasafniMynd/úr einkasafniMynd/Úr einkasafniMynd/Úr einkasafniMynd/Úr einkasafni
Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægt Erlendur Pálsson var með æxli á stærð við golfkúlu í höfðinu á sama tíma á síðasta ári, í dag er á ævintýraslóðum í Nepal. 17. október 2019 13:15 Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægt Erlendur Pálsson var með æxli á stærð við golfkúlu í höfðinu á sama tíma á síðasta ári, í dag er á ævintýraslóðum í Nepal. 17. október 2019 13:15