Boðað varaflugvallagjald sagt ólöglegt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir áform um varaflugvallagjöld ólögleg og varhugaverð og brjóta gegn EES-samningi. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnir harðlega áform í drögum að samgönguáætlun næstu fimmtán ára um „hóflegt þjónustugjald“ sem renna eigi til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla. „Icelandair Group telur þau áform sem þarna er lýst mjög varhugaverð og mótmælir harðlega að lagt verði varaflugvallagjald á flugrekendur sem virðast þá bæði eiga að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að fara í til þess að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli þær öryggiskröfur sem nauðsynlegar eru fyrir slíka flugvelli sem og rekstur annarra alþjóðaflugvalla en Keflavíkurflugvallar,“ segir í umsögn forstjóra Icelandair til Alþingis. Segir Bogi varaflugvallagjald ólögmætt og hvorki samrýmast EES-samningnum né leiðbeiningarreglum Alþjóðaflugmálastofnunar. Vísar hann til þess að slíkt gjald hafi áður verið lagt á en afnumið eftir athugasemdir frá ESA því það hafi brotið í bága við EES-samninginn. „Ekki fæst betur séð en að tillaga sú er kemur fram í drögum að samgönguáætlun sé algjörlega hliðstæð þeirri gjaldtöku sem ESA hefur áður talið fara í bága við EES-samning-inn,“ segir Bogi sem kveður gjaldið mundu skaða samkeppnishæfni Icelandair og annarra íslenskra flugrekenda á markaðnum fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Enn fremur segir Bogi að ekki sé rétt að blanda saman því sem tengist uppbyggingu vegna varaflug-vallarhlutverks fyrir alþjóðaflug annars vegar og hins vegar uppbyggingu flugstöðvar á Egilsstöðum og innviða tengdum ferðaþjónustu. „Annað þeirra er flugöryggislegt verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll og hitt er byggðaþróunarverkefni sem er alls ótengt flugi um Keflavíkurflugvöll,“ segir í umsögn Boga. Tekið er í svipaðan streng í umsögn frá Karli Alvarssyni, lögmanni Isavia, fyrir hönd félagsins. „Isavia lýsir áhyggjum af því með hvaða hætti drögin að flugstefnunni gera ekki greinarmun á almenningssamgöngum sem ætlað er að styrkja byggðir landsins og fjármögnun þeirra annars vegar og reksturs Keflavíkurflugvallar sem rekinn er á sjálfbæran hátt í miklu samkeppnisumhverfi hins vegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnir harðlega áform í drögum að samgönguáætlun næstu fimmtán ára um „hóflegt þjónustugjald“ sem renna eigi til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla. „Icelandair Group telur þau áform sem þarna er lýst mjög varhugaverð og mótmælir harðlega að lagt verði varaflugvallagjald á flugrekendur sem virðast þá bæði eiga að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að fara í til þess að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli þær öryggiskröfur sem nauðsynlegar eru fyrir slíka flugvelli sem og rekstur annarra alþjóðaflugvalla en Keflavíkurflugvallar,“ segir í umsögn forstjóra Icelandair til Alþingis. Segir Bogi varaflugvallagjald ólögmætt og hvorki samrýmast EES-samningnum né leiðbeiningarreglum Alþjóðaflugmálastofnunar. Vísar hann til þess að slíkt gjald hafi áður verið lagt á en afnumið eftir athugasemdir frá ESA því það hafi brotið í bága við EES-samninginn. „Ekki fæst betur séð en að tillaga sú er kemur fram í drögum að samgönguáætlun sé algjörlega hliðstæð þeirri gjaldtöku sem ESA hefur áður talið fara í bága við EES-samning-inn,“ segir Bogi sem kveður gjaldið mundu skaða samkeppnishæfni Icelandair og annarra íslenskra flugrekenda á markaðnum fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Enn fremur segir Bogi að ekki sé rétt að blanda saman því sem tengist uppbyggingu vegna varaflug-vallarhlutverks fyrir alþjóðaflug annars vegar og hins vegar uppbyggingu flugstöðvar á Egilsstöðum og innviða tengdum ferðaþjónustu. „Annað þeirra er flugöryggislegt verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll og hitt er byggðaþróunarverkefni sem er alls ótengt flugi um Keflavíkurflugvöll,“ segir í umsögn Boga. Tekið er í svipaðan streng í umsögn frá Karli Alvarssyni, lögmanni Isavia, fyrir hönd félagsins. „Isavia lýsir áhyggjum af því með hvaða hætti drögin að flugstefnunni gera ekki greinarmun á almenningssamgöngum sem ætlað er að styrkja byggðir landsins og fjármögnun þeirra annars vegar og reksturs Keflavíkurflugvallar sem rekinn er á sjálfbæran hátt í miklu samkeppnisumhverfi hins vegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00
Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15