Framlengingin er liður þar sem málefni liðinnar stundar eru rædd.
Grindavík er loks komið á sigurbraut og er búið að vinna tvo sigra í röð. Sérfræðingarnir voru á þeim bókunum að Grindvíkingar hefðu efni í að skáka efstu liðunum.
„Þeir eru með einstaklingana, það vantar það ekki,“ sagði Hermann Hauksson.
Njarðvík hefur líka átt í basli en eru þó ekki í hættu á því að falla úr deildinni.
„Þeir eru með allt of mikinn og flottan grunn í það. Þeir þurfa bara að finna sinn takt,“ sagði Fannar Ólafsson.
„Ekki séns þeir séu að fara að falla.“
Hermann Hauksson tók undir það. „Ef ég horfi á Njarðvíkurliðið þá er það aldrei að fara að falla, það er líklegra að þeir spýti í lófana og fari í úrslitakeppnina.“
Alla umræðuna má sjá hér að neðan.