Dómur í barnaníðsmáli mildaður vegna óútskýrðra tafa Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2019 18:33 Frumburður konunnar og fjölskyldu hennar var talinn trúverðugari en mannsins. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að misnota unga konu þegar hún var barn úr fimm árum í fjögur vegna óútskýrðar dráttar á meðferð málsins eftir að rannsókn þess lauk. Brotin áttu sér stað á fjögurra ára tímabili frá 1999 til 2003 en konan greindi fyrst frá þeim árið 2015. Maðurinn var dæmdur fyrir hafa ítrekað við konuna önnur kynferðismök en samræði og nýtt sér yfirburði sína yfir henni, traust hennar og trúnað til hans, þegar hún var sjö til ellefu ára gömul. Konan sem hann braut gegn er dóttur þáverandi sambýliskonu mannsins. Var hann dæmdur til að greiða ungu konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Rannsókn málsins hófst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að konan greindi í fyrsta skipti frá brotum mannsins geng sér í júní árið 2015. Í dómnum kemur fram að rannsókninni hafi að mestu verið lokið í lok þess árs. Ákæra var þó ekki gefin út fyrr en 30. október árið 2017 eftir að rannsókn lögreglu lauk. Ákæruvaldið hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna svo langur tími hafi liðið frá því að rannsókn virtist að mestu lokið þar til ákæra var gefin út. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að taka tillit til þessa óútskýrða dráttar vegna ákvörðunar refsingar. Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá því í júní í fyrra var því styttur um eitt ár.Sögðu manninn kynlífs- og klámfíkil Maðurinn var ákærður fyrir margs konar kynferðisbrot gegn stúlkunni, þar á meðal að hafa nuddað kynfæri stúlkunnar innanklæða, sleikt kynfæri hennar, þvingað hana til að veita sér munnmök og látið súkkulaði á kynfæri hennar og látið hund sleikja það af henni. Hann neitaði allri sök. Auk konunnar bar móðir hennar, systir og bróðir vitni í málinu. Móðir konunnar fullyrti meðal annars að maðurinn hefði verið kynlífs- og klámfíkill og bróðir hennar sagði manninn átt mikið klámsafn og alls kyns „óeðlileg kynlífsleikföng“ í svefnherbergi sínu. Maðurinn hafi jafnframt haft uppi kynferðislegt tal við hann og kærustu hans þegar hann var um tólf ára gamall. Þá mundi fjölskyldan einnig eftir því að maðurinn hefði gefið konunni g-strengs nærbuxur þegar hún var á áttunda ári. Fyrir dómi gerði maðurinn lítið úr hlutverki sínu á heimilinum og tengslum við börnin þegar hann var í sambandi við móður konunnar sem hann braut á. Stangaðist sú lýsing á við vitnisburð konunnar og fjölskyldu hennar. Landsréttur leit meðal annars til þess að mikið samræmi væri í framburði móðurinnar og systkina konunnar. Þótti dómnum framburður móðurinn og systkinanna styrkja „mjög afdráttarlaust trúverðugleika og þar með sönnunargildi“ framburðar konunnar og draga á hinn bóginn verulega úr trúverðugleika framburðar mannsins. Staðfesti Landsréttur því sakfellingu Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum en mildaði refsinguna vegna tafanna á rannsókn málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Landsréttur mildaði fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að misnota unga konu þegar hún var barn úr fimm árum í fjögur vegna óútskýrðar dráttar á meðferð málsins eftir að rannsókn þess lauk. Brotin áttu sér stað á fjögurra ára tímabili frá 1999 til 2003 en konan greindi fyrst frá þeim árið 2015. Maðurinn var dæmdur fyrir hafa ítrekað við konuna önnur kynferðismök en samræði og nýtt sér yfirburði sína yfir henni, traust hennar og trúnað til hans, þegar hún var sjö til ellefu ára gömul. Konan sem hann braut gegn er dóttur þáverandi sambýliskonu mannsins. Var hann dæmdur til að greiða ungu konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Rannsókn málsins hófst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að konan greindi í fyrsta skipti frá brotum mannsins geng sér í júní árið 2015. Í dómnum kemur fram að rannsókninni hafi að mestu verið lokið í lok þess árs. Ákæra var þó ekki gefin út fyrr en 30. október árið 2017 eftir að rannsókn lögreglu lauk. Ákæruvaldið hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna svo langur tími hafi liðið frá því að rannsókn virtist að mestu lokið þar til ákæra var gefin út. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að taka tillit til þessa óútskýrða dráttar vegna ákvörðunar refsingar. Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá því í júní í fyrra var því styttur um eitt ár.Sögðu manninn kynlífs- og klámfíkil Maðurinn var ákærður fyrir margs konar kynferðisbrot gegn stúlkunni, þar á meðal að hafa nuddað kynfæri stúlkunnar innanklæða, sleikt kynfæri hennar, þvingað hana til að veita sér munnmök og látið súkkulaði á kynfæri hennar og látið hund sleikja það af henni. Hann neitaði allri sök. Auk konunnar bar móðir hennar, systir og bróðir vitni í málinu. Móðir konunnar fullyrti meðal annars að maðurinn hefði verið kynlífs- og klámfíkill og bróðir hennar sagði manninn átt mikið klámsafn og alls kyns „óeðlileg kynlífsleikföng“ í svefnherbergi sínu. Maðurinn hafi jafnframt haft uppi kynferðislegt tal við hann og kærustu hans þegar hann var um tólf ára gamall. Þá mundi fjölskyldan einnig eftir því að maðurinn hefði gefið konunni g-strengs nærbuxur þegar hún var á áttunda ári. Fyrir dómi gerði maðurinn lítið úr hlutverki sínu á heimilinum og tengslum við börnin þegar hann var í sambandi við móður konunnar sem hann braut á. Stangaðist sú lýsing á við vitnisburð konunnar og fjölskyldu hennar. Landsréttur leit meðal annars til þess að mikið samræmi væri í framburði móðurinnar og systkina konunnar. Þótti dómnum framburður móðurinn og systkinanna styrkja „mjög afdráttarlaust trúverðugleika og þar með sönnunargildi“ framburðar konunnar og draga á hinn bóginn verulega úr trúverðugleika framburðar mannsins. Staðfesti Landsréttur því sakfellingu Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum en mildaði refsinguna vegna tafanna á rannsókn málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira