150 milljónir króna áætlaðar vegna brunaskemmda í Seljaskóla Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2019 09:21 Tjónið var mikið eftir brunann í maí. vísir/jóhann k Kostnaður við viðgerðir vegna brunaskemmda í Seljaskóla í Reykjavík er áætlaður 150 milljónir króna. Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að semja við verktakafyrirtækið Kappa ehf um endurbætur á húsnæði skólans en eldur kom þar upp bæði í mars og maí síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins kemur fram að áætluð upphæð samningskaupa sé 150 milljónir króna og sé áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til kennslu eigi síðar en haustið 2020. Bruni varð í tengigangi milli húsa 7 og 9 í skólanum þann 8. mars síðastliðinn og þá varð nær altjón á húsi 4 í eldsvoða þann 12. maí. Þrír piltar játuðu aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoðans í maí. Bruninn í maí hafði mikil áhrif á skólastarfið þar sem loka þurfti sex kennslustofum. Þurfti hluti nemenda í Seljaskóla um tíma að sækja nám í Fellaskóla.Verktaki á vegum VÍS Húseignir borgarinnar eru brunatryggðar hjá VÍS, en í samningi vegna brunatrygginga er tiltekið að borgin geti valið að láta tryggingafélagið sjá um viðgerð eftir tjón í stað greiðslu tryggingabóta. Í samræmi við samninginn hafi verið ákveðið að verktakafyrirtækið Kappar ehf, sem er á vegum VÍS, sjái um vinnuna í Seljaskóla á vegum tryggingafélagsins sem brunatryggingin nær yfir. Samhliða framkvæmdunum á vegum tryggingafélagsins hefur verið ákveðið að gera talsverðar breytingar á húsnæðinu frá því sem áður var, til að það samræmist núgildandi kröfum reglugerða, kennsluháttum og áherslum í skólastarfi. Snúa breytingarnar að því að tryggja aukið öryggi með tilliti til brunavarna, og gera breytingar á lagnakerfum. Kostnaði við framkvæmdirnar verður hlutfallslega skipt milli borgarinnar og VÍS eftir því sem við á. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05 Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Kostnaður við viðgerðir vegna brunaskemmda í Seljaskóla í Reykjavík er áætlaður 150 milljónir króna. Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að semja við verktakafyrirtækið Kappa ehf um endurbætur á húsnæði skólans en eldur kom þar upp bæði í mars og maí síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins kemur fram að áætluð upphæð samningskaupa sé 150 milljónir króna og sé áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til kennslu eigi síðar en haustið 2020. Bruni varð í tengigangi milli húsa 7 og 9 í skólanum þann 8. mars síðastliðinn og þá varð nær altjón á húsi 4 í eldsvoða þann 12. maí. Þrír piltar játuðu aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoðans í maí. Bruninn í maí hafði mikil áhrif á skólastarfið þar sem loka þurfti sex kennslustofum. Þurfti hluti nemenda í Seljaskóla um tíma að sækja nám í Fellaskóla.Verktaki á vegum VÍS Húseignir borgarinnar eru brunatryggðar hjá VÍS, en í samningi vegna brunatrygginga er tiltekið að borgin geti valið að láta tryggingafélagið sjá um viðgerð eftir tjón í stað greiðslu tryggingabóta. Í samræmi við samninginn hafi verið ákveðið að verktakafyrirtækið Kappar ehf, sem er á vegum VÍS, sjái um vinnuna í Seljaskóla á vegum tryggingafélagsins sem brunatryggingin nær yfir. Samhliða framkvæmdunum á vegum tryggingafélagsins hefur verið ákveðið að gera talsverðar breytingar á húsnæðinu frá því sem áður var, til að það samræmist núgildandi kröfum reglugerða, kennsluháttum og áherslum í skólastarfi. Snúa breytingarnar að því að tryggja aukið öryggi með tilliti til brunavarna, og gera breytingar á lagnakerfum. Kostnaði við framkvæmdirnar verður hlutfallslega skipt milli borgarinnar og VÍS eftir því sem við á.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05 Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05
Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45