Bretar hvattir til að kjósa taktískt í þingkosningum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. nóvember 2019 07:45 Frjálslyndir demókratar vilja stöðva útgönguna. Nordicphotos/Getty Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. Ný ríkisstjórn mun þá þurfa að hafa hraðar hendur því að Evrópusambandið hefur gefið útgöngufrest til 31. janúar og óvíst hvort hann verði mikið lengri. Bæði þeir sem styðja útgönguna og eru mótfallnir henni hvetja kjósendur til þess að kjósa taktískt í kosningunni, en líklegt er að útgangan verði aðalmál kosningabaráttunnar. Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi og flokkur getur hæglega náð hreinum meirihluta á þingi með aðeins 35 prósenta fylgi. Samtökin Best for Britain, sem eru mótfallin útgöngunni, hafa til að mynda hvatt kjósendur í 370 kjördæmum til að styðja Verkamannaflokkinn en Frjálslynda demókrata í 180 kjördæmum. Samtökin hafa reiknað það út frá tölulegum upplýsingum um hvor flokkurinn eigi meiri möguleika á að sigra Íhaldsflokkinn í hverju kjördæmi fyrir sig. Nær þetta einungis til Englands og Wales þar sem búist er við því að Skoski þjóðarflokkurinn vinni í nærri öllum kjördæmum Skotlands. „Ef 30 prósent af evrópusinnuðum kjósendum kjósa flokk sem þeir myndu annars ekki gera, getum við komið í veg fyrir sigur Boris Johnson og komið á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna,“ sagði Naomi Smith, framkvæmdastjóri Best for Britain. Þá ætla samtökin Leave UK, sem styðja útgöngu, að setja upp sams konar síðu en fyrir þeim fer Arron Banks, sem fjármagnað hefur UKIP og Brexit flokk Nigels Farage. Brexit-flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum en síðan á að sýna hvort sá flokkur eða Íhaldsflokkurinn á meiri möguleika á að vinna. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira
Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. Ný ríkisstjórn mun þá þurfa að hafa hraðar hendur því að Evrópusambandið hefur gefið útgöngufrest til 31. janúar og óvíst hvort hann verði mikið lengri. Bæði þeir sem styðja útgönguna og eru mótfallnir henni hvetja kjósendur til þess að kjósa taktískt í kosningunni, en líklegt er að útgangan verði aðalmál kosningabaráttunnar. Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi og flokkur getur hæglega náð hreinum meirihluta á þingi með aðeins 35 prósenta fylgi. Samtökin Best for Britain, sem eru mótfallin útgöngunni, hafa til að mynda hvatt kjósendur í 370 kjördæmum til að styðja Verkamannaflokkinn en Frjálslynda demókrata í 180 kjördæmum. Samtökin hafa reiknað það út frá tölulegum upplýsingum um hvor flokkurinn eigi meiri möguleika á að sigra Íhaldsflokkinn í hverju kjördæmi fyrir sig. Nær þetta einungis til Englands og Wales þar sem búist er við því að Skoski þjóðarflokkurinn vinni í nærri öllum kjördæmum Skotlands. „Ef 30 prósent af evrópusinnuðum kjósendum kjósa flokk sem þeir myndu annars ekki gera, getum við komið í veg fyrir sigur Boris Johnson og komið á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna,“ sagði Naomi Smith, framkvæmdastjóri Best for Britain. Þá ætla samtökin Leave UK, sem styðja útgöngu, að setja upp sams konar síðu en fyrir þeim fer Arron Banks, sem fjármagnað hefur UKIP og Brexit flokk Nigels Farage. Brexit-flokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum en síðan á að sýna hvort sá flokkur eða Íhaldsflokkurinn á meiri möguleika á að vinna.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Sjá meira