Tónlistarmenn frekar en kynning á landinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. nóvember 2019 07:45 Þorbjörg varði doktorsritgerð sína síðasta sumar. Fréttablaðið/Anton Brink „Útgangsspurningin hjá mér var kannski hver væru sérkenni íslenskrar tónlistar. Þetta spratt upp úr smá pirringi hjá mér yfir að vera að lesa endalaust umfjallanir um íslenska tónlist þar sem íslensk tónlist er sögð innblásin af náttúru og landslagi. Það rímaði ekki alveg við mína upplifun,“ segir Þorbjörg Daphne Hall, dósent í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands. Þorbjörg er meðal rúmlega 250 fræðimanna sem halda erindi á Þjóðarspeglinum að þessu sinni. Þessi ráðstefna í félagsvísindum er nú haldin í tuttugasta sinn í Háskóla Íslands. Erindi Þorbjargar er hluti af málstofu um íslenska dægurtónlist en það byggir á doktorsritgerð hennar sem hún varði við Háskólann í Liverpool í sumar. Í ritgerðinni greindi Þorbjörg umfjöllun um íslenska tónlist og hvernig hún er sett fram í heimildarmyndum. „Ég talaði líka við tónlistarmenn um hvernig þeir sjálfir lýsa einkennum tónlistarsenunnar og greindi hvernig þeir setja sína tónlist fram í myndböndum og kynningarefni,“ segir Þorbjörg. Myndirnar sem hún dró fram hafi togast á og ekki verið samrýmanlegar. „Það er líka innri togstreita hjá tónlistarmönnum. Þeir vilja ekki endilega setja sig í þetta íslenska box en gera það kannski af því það virkar svo vel. Sumir þeirra sem ég talaði við vilja bara vera tónlistarmenn en ekki landkynning fyrir Ísland,“ útskýrir Þorbjörg. Á fyrsta áratug aldarinnar, þegar hljóðheimur krúttanna hafi verið ríkjandi, hafi þetta jafnvel haft áhrif á tónlistarsköpunina. „Ég held að þetta sé aðeins öðruvísi núna. Á þessum tíma var verið að leita eftir ákveðnu hljóði frá Íslandi. Það var eitthvað ákveðið sem passaði í boxið íslensk tónlist.“ Þorbjörg segir að listamenn eins og Björk og Sigur Rós hafi auðvitað haft gríðarleg áhrif á það hvernig fólk úti í heimi hugsar um íslenska tónlist. „Þetta er tónlistin sem er í kollinum á fólki þegar það er að skoða íslenska tónlist. Um leið og það opnar dyr fyrir suma getur það verið útilokandi fyrir þá sem passa ekki í þetta box. Það er akkúrat þessi togstreita sem ég er að skoða.“ Að sögn Þorbjargar eru rannsóknir á dægurtónlist vaxandi fræðigrein í heiminum. Tónlistarfræði séu hins vegar almennt ekki mjög sterk á Íslandi, þar sem ekki sé hægt að læra þau hérlendis. Þó hafi hún og Arnar Eggert Thoroddsen skilað doktorsritgerðum um dægurtónlist á þessu ári. „Við erum með gríðarlega mikið af flottum listamönnum og við viljum ekki síður hafa fólk til að fjalla um listina og listamennina og segja okkur hvaða þýðingu þetta hefur. Það er mjög mikilvægt að mínu mati,“ segir Þorbjörg. Málstofan sem ber heitið „Íslensk dægurtónlist – vaxandi rannróknarvettvangur“ hefst klukkan 15 í dag og fer fram í stofu 101 í Odda. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
„Útgangsspurningin hjá mér var kannski hver væru sérkenni íslenskrar tónlistar. Þetta spratt upp úr smá pirringi hjá mér yfir að vera að lesa endalaust umfjallanir um íslenska tónlist þar sem íslensk tónlist er sögð innblásin af náttúru og landslagi. Það rímaði ekki alveg við mína upplifun,“ segir Þorbjörg Daphne Hall, dósent í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands. Þorbjörg er meðal rúmlega 250 fræðimanna sem halda erindi á Þjóðarspeglinum að þessu sinni. Þessi ráðstefna í félagsvísindum er nú haldin í tuttugasta sinn í Háskóla Íslands. Erindi Þorbjargar er hluti af málstofu um íslenska dægurtónlist en það byggir á doktorsritgerð hennar sem hún varði við Háskólann í Liverpool í sumar. Í ritgerðinni greindi Þorbjörg umfjöllun um íslenska tónlist og hvernig hún er sett fram í heimildarmyndum. „Ég talaði líka við tónlistarmenn um hvernig þeir sjálfir lýsa einkennum tónlistarsenunnar og greindi hvernig þeir setja sína tónlist fram í myndböndum og kynningarefni,“ segir Þorbjörg. Myndirnar sem hún dró fram hafi togast á og ekki verið samrýmanlegar. „Það er líka innri togstreita hjá tónlistarmönnum. Þeir vilja ekki endilega setja sig í þetta íslenska box en gera það kannski af því það virkar svo vel. Sumir þeirra sem ég talaði við vilja bara vera tónlistarmenn en ekki landkynning fyrir Ísland,“ útskýrir Þorbjörg. Á fyrsta áratug aldarinnar, þegar hljóðheimur krúttanna hafi verið ríkjandi, hafi þetta jafnvel haft áhrif á tónlistarsköpunina. „Ég held að þetta sé aðeins öðruvísi núna. Á þessum tíma var verið að leita eftir ákveðnu hljóði frá Íslandi. Það var eitthvað ákveðið sem passaði í boxið íslensk tónlist.“ Þorbjörg segir að listamenn eins og Björk og Sigur Rós hafi auðvitað haft gríðarleg áhrif á það hvernig fólk úti í heimi hugsar um íslenska tónlist. „Þetta er tónlistin sem er í kollinum á fólki þegar það er að skoða íslenska tónlist. Um leið og það opnar dyr fyrir suma getur það verið útilokandi fyrir þá sem passa ekki í þetta box. Það er akkúrat þessi togstreita sem ég er að skoða.“ Að sögn Þorbjargar eru rannsóknir á dægurtónlist vaxandi fræðigrein í heiminum. Tónlistarfræði séu hins vegar almennt ekki mjög sterk á Íslandi, þar sem ekki sé hægt að læra þau hérlendis. Þó hafi hún og Arnar Eggert Thoroddsen skilað doktorsritgerðum um dægurtónlist á þessu ári. „Við erum með gríðarlega mikið af flottum listamönnum og við viljum ekki síður hafa fólk til að fjalla um listina og listamennina og segja okkur hvaða þýðingu þetta hefur. Það er mjög mikilvægt að mínu mati,“ segir Þorbjörg. Málstofan sem ber heitið „Íslensk dægurtónlist – vaxandi rannróknarvettvangur“ hefst klukkan 15 í dag og fer fram í stofu 101 í Odda.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira