Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2019 23:03 Boris Johnson og Jeremy Corbyn tókust á í kvöld. AP/ITV Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosninganna. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. Brexit, framtíð Skotlands, breska heilbrigðiskerfisins og breska konungsfjölskyldan var á meðal þeirra sem leiðtogarnir tveir tókust á en flokkar þeirra njóta mests fylgis í aðdraganda kosninganna sem haldnar verða 12. desember næstkomandi. Íhaldsflokkurinn leiðir í skoðanakönnunum. Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lofaði að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og skaut á Corbyn með því að segja að forysta hans myndi aðeins leiða til klofnings.Horfa má á brot af því besta úr kappræðunum hér að neðan.Corbyn svaraði með því að heita því að Verkamannaflokkurinn myndi leysa Brexit-málin með því að leyfa íbúum Bretlands að hafa lokaorðið um hvernig Brexit yrði til lykta leitt.Í frétt BBC er haft eftir Lauru Kuenssberg, stjórnmálasérfræðingi fjölmiðilsins, að ekki sé ljóst hvort þeirra hafi borið sigur úr býtum úr kappræðunum. Hún hafi þó tekið eftir því að áhorfendur í sjónvarpssal hafi verið mjög reiðubúnir til þess að hlæja að yfirlýsingum leiðtoganna tveggja. Skyndiskoðanakönnun YouGov eftir kappræðurnar leiddi í ljós að áhorfendur skiptust í tvennt yfir því hvor þeirra hafi haft betur.Hér fyrir neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni. Þar fyrir neðan má sjá styttri brot úr kappræðunum. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Segir Brexit hafa verið verstu mistökin frá seinna stríði Fyrrverandi forseti breska þingsins kallaði Brexit í dag stærstu mistök Bretlands í utanríkismálum frá seinna stríði. 7. nóvember 2019 19:00 Clinton gagnrýndi stjórn Johnsons Hillary Clinton gagnrýndi bresk stjórnvöld harðlega í dag og sagði til skammar að skýrsla um áhrif Rússa á breskar kosningar hafi ekki verið birt. 12. nóvember 2019 19:45 Bretar hvattir til að kjósa taktískt í þingkosningum Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. 1. nóvember 2019 07:45 Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember. 15. nóvember 2019 06:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosninganna. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. Brexit, framtíð Skotlands, breska heilbrigðiskerfisins og breska konungsfjölskyldan var á meðal þeirra sem leiðtogarnir tveir tókust á en flokkar þeirra njóta mests fylgis í aðdraganda kosninganna sem haldnar verða 12. desember næstkomandi. Íhaldsflokkurinn leiðir í skoðanakönnunum. Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lofaði að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og skaut á Corbyn með því að segja að forysta hans myndi aðeins leiða til klofnings.Horfa má á brot af því besta úr kappræðunum hér að neðan.Corbyn svaraði með því að heita því að Verkamannaflokkurinn myndi leysa Brexit-málin með því að leyfa íbúum Bretlands að hafa lokaorðið um hvernig Brexit yrði til lykta leitt.Í frétt BBC er haft eftir Lauru Kuenssberg, stjórnmálasérfræðingi fjölmiðilsins, að ekki sé ljóst hvort þeirra hafi borið sigur úr býtum úr kappræðunum. Hún hafi þó tekið eftir því að áhorfendur í sjónvarpssal hafi verið mjög reiðubúnir til þess að hlæja að yfirlýsingum leiðtoganna tveggja. Skyndiskoðanakönnun YouGov eftir kappræðurnar leiddi í ljós að áhorfendur skiptust í tvennt yfir því hvor þeirra hafi haft betur.Hér fyrir neðan má sjá kappræðurnar í heild sinni. Þar fyrir neðan má sjá styttri brot úr kappræðunum.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15 Segir Brexit hafa verið verstu mistökin frá seinna stríði Fyrrverandi forseti breska þingsins kallaði Brexit í dag stærstu mistök Bretlands í utanríkismálum frá seinna stríði. 7. nóvember 2019 19:00 Clinton gagnrýndi stjórn Johnsons Hillary Clinton gagnrýndi bresk stjórnvöld harðlega í dag og sagði til skammar að skýrsla um áhrif Rússa á breskar kosningar hafi ekki verið birt. 12. nóvember 2019 19:45 Bretar hvattir til að kjósa taktískt í þingkosningum Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. 1. nóvember 2019 07:45 Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember. 15. nóvember 2019 06:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Neita að birta skýrslu um afskipti Rússa fyrir kosningar Umfangsmiklar deilur standa nú yfir meðal stjórnmálamanna í Bretlandi vegna leynilegrar skýrslu sem gerð var um afskipti Rússa af stjórnmálum þar í landi. 12. nóvember 2019 11:15
Segir Brexit hafa verið verstu mistökin frá seinna stríði Fyrrverandi forseti breska þingsins kallaði Brexit í dag stærstu mistök Bretlands í utanríkismálum frá seinna stríði. 7. nóvember 2019 19:00
Clinton gagnrýndi stjórn Johnsons Hillary Clinton gagnrýndi bresk stjórnvöld harðlega í dag og sagði til skammar að skýrsla um áhrif Rússa á breskar kosningar hafi ekki verið birt. 12. nóvember 2019 19:45
Bretar hvattir til að kjósa taktískt í þingkosningum Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 12. desember og vonast er til að afgerandi þingmeirihluti náist fyrir einhverri tillögu en ekki sundrað þing eins og nú er. 1. nóvember 2019 07:45
Segir að Íhaldsmenn ofsæki frambjóðendur Brexit-flokks Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, segir Íhaldsmenn beita óheiðarlegum aðferðum til að fá frambjóðendur flokksins til að stíga til hliðar. Þingkosningar í landinu fara fram 12. desember. 15. nóvember 2019 06:00