Unnsteinn stefnir Húsasmiðjunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 20:36 Unnsteinn sést hér í tónlistarmyndbandinu við lagið Glow, sem stefnan snýst um. Skjáskot/Youtube Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur stefnt Húsasmiðjunni fyrir höfundarréttarbrot vegna lags sem fyrirtækið notaði í auglýsingaherferð. RÚV greindi frá málinu í fréttum sínum í kvöld. Málið er rakið í frétt RÚV. Þar kemur fram að auglýsingastofa á vegum Húsasmiðjunnar hafi óskað eftir því í fyrra að fá að nota hluta úr laginu Glow, sem Retro Stefson flytur og Unnsteinn samdi, í auglýsingaherferð. Samkomulag hafi ekki náðst um málið og Retro Stefson hafi því ekki gefið leyfi fyrir notkun lagsins. Herferðin hófst innan við mánuði síðar. Í henni var notuð tónlist sem Unnsteinn telur að sé bæði brot á höfundarrétti sínum og óheimil notkun á hugverki, að því er segir í frétt RÚV. Unnsteinn hefur því nú höfðað mál gegn Húsasmiðjunni og krefst þess að fá greiddar bætur. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haft er eftir Smára Hilmarssyni lögmanni Húsasmiðjunnar í frétt RÚV að forsendur kröfunnar séu mjög hæpnar. Tónlistarmenn á vegum Húsasmiðjunnar hafi jafnframt verið fengnir til að greina líkindin og sagt þau ekki til staðar. Hér að neðan mátti sjá eina auglýsingu Húsasmiðjunnar úr herferðinni og hluta úr umræddu lagi. Húsasmiðjan hefur nú tekið auglýsinguna úr birtingu. Og í spilaranum hér að neðan má hlýða á lagið Glow með Retro Stefson.Unnsteinn hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá dómstólum. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á lögmann hans, Magnús Hrafn Magnússon. Retro Stefson var um árabil ein vinsælasta hljómsveit landsins og umrætt lag, Glow, er eitt vinsælasta lag sveitarinnar. Retro Stefson lagði upp laupana árið 2016 en Unnsteinn, svo og aðrir meðlimir sveitarinnar, hefur verið nokkuð virkur í íslenskri tónlistarsenu síðan. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Neytendastofa taldi auglýsinguna villandi gagnvart neytendum. 15. október 2019 11:29 Unnsteinn og Ágústa selja endurnýjaða íbúð í miðborginni Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir hafa sett glæsilega íbúð sína við Njálsgötu á söluskrá. 10. apríl 2018 10:30 Unnsteinn og Ágústa eignast strák Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng nú á dögunum. 2. september 2018 15:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður hefur stefnt Húsasmiðjunni fyrir höfundarréttarbrot vegna lags sem fyrirtækið notaði í auglýsingaherferð. RÚV greindi frá málinu í fréttum sínum í kvöld. Málið er rakið í frétt RÚV. Þar kemur fram að auglýsingastofa á vegum Húsasmiðjunnar hafi óskað eftir því í fyrra að fá að nota hluta úr laginu Glow, sem Retro Stefson flytur og Unnsteinn samdi, í auglýsingaherferð. Samkomulag hafi ekki náðst um málið og Retro Stefson hafi því ekki gefið leyfi fyrir notkun lagsins. Herferðin hófst innan við mánuði síðar. Í henni var notuð tónlist sem Unnsteinn telur að sé bæði brot á höfundarrétti sínum og óheimil notkun á hugverki, að því er segir í frétt RÚV. Unnsteinn hefur því nú höfðað mál gegn Húsasmiðjunni og krefst þess að fá greiddar bætur. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haft er eftir Smára Hilmarssyni lögmanni Húsasmiðjunnar í frétt RÚV að forsendur kröfunnar séu mjög hæpnar. Tónlistarmenn á vegum Húsasmiðjunnar hafi jafnframt verið fengnir til að greina líkindin og sagt þau ekki til staðar. Hér að neðan mátti sjá eina auglýsingu Húsasmiðjunnar úr herferðinni og hluta úr umræddu lagi. Húsasmiðjan hefur nú tekið auglýsinguna úr birtingu. Og í spilaranum hér að neðan má hlýða á lagið Glow með Retro Stefson.Unnsteinn hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá dómstólum. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á lögmann hans, Magnús Hrafn Magnússon. Retro Stefson var um árabil ein vinsælasta hljómsveit landsins og umrætt lag, Glow, er eitt vinsælasta lag sveitarinnar. Retro Stefson lagði upp laupana árið 2016 en Unnsteinn, svo og aðrir meðlimir sveitarinnar, hefur verið nokkuð virkur í íslenskri tónlistarsenu síðan.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Neytendastofa taldi auglýsinguna villandi gagnvart neytendum. 15. október 2019 11:29 Unnsteinn og Ágústa selja endurnýjaða íbúð í miðborginni Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir hafa sett glæsilega íbúð sína við Njálsgötu á söluskrá. 10. apríl 2018 10:30 Unnsteinn og Ágústa eignast strák Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng nú á dögunum. 2. september 2018 15:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Neytendastofa taldi auglýsinguna villandi gagnvart neytendum. 15. október 2019 11:29
Unnsteinn og Ágústa selja endurnýjaða íbúð í miðborginni Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og Ágústa Sveinsdóttir hafa sett glæsilega íbúð sína við Njálsgötu á söluskrá. 10. apríl 2018 10:30
Unnsteinn og Ágústa eignast strák Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust dreng nú á dögunum. 2. september 2018 15:48