Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 14:14 Kristinn Hrafnsson segir réttarfarslegan skandal að níu ár hafi tekið að komast að niðurstöðunni í dag. Vísir/Vilhelm Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Yfirheyrslur fóru fram í sumar vegna málsins en svo heyrðist ekkert fyrr en í dag. Kristinn segist hafa setið orðlaus yfir blaðamannafundi sænska saksóknarans Evu-Marie Persson þegar greint var frá niðurfellingunni í hádeginu í dag. „Saksóknarinn talaði um veikan vitnisburð hins meinta fórnarlambs og ónógar sannanir til að byggja undir málið. Það tók sum sé níu ár að komast að þessu. Þetta mál hefur lyktað frá upphafi og er rammpólitískt eins og Nilz Melzer, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum pyntinga hefur sagt. Þetta er ekkert annað en réttarfarslegur skandall.“ Kristinn minnir þó á það sem hann kallar „stóra málið“, ákæru ríkisstjórnar Donald Trump sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Hvenær ætlar fólk að vakna og sjá hversu alvarlegt það mál er? Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda.“ Málið gegn Assange sé byggt á njósnalöggjöfinni bandarísku sem aldrei áður hafi verið misbeitt gegn blaðamanni. „Þetta er alvarlegasta aðför að frelsi fjölmiðla á Vesturlöndum á síðari tímum. Þetta er árás á lýðræðið.“ Assange er stofnandi Wikileaks og er nú í öryggisfangelsi í Lundúnum eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann fékk hæli í sendiráði Ekvadors eftir að ásakanirnar um nauðgun komu upp árið 2010. Stjórnvöld í Ekvador ráku hann á dyr í apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið handtekinn af bresku lögreglunni. Eftir að Assange var handtekinn ákváðu sænskir saksóknarar að taka málið upp að nýju, en rannsókninni hafði verið hætt árið 2017. Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. 28. september 2019 21:39 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Yfirheyrslur fóru fram í sumar vegna málsins en svo heyrðist ekkert fyrr en í dag. Kristinn segist hafa setið orðlaus yfir blaðamannafundi sænska saksóknarans Evu-Marie Persson þegar greint var frá niðurfellingunni í hádeginu í dag. „Saksóknarinn talaði um veikan vitnisburð hins meinta fórnarlambs og ónógar sannanir til að byggja undir málið. Það tók sum sé níu ár að komast að þessu. Þetta mál hefur lyktað frá upphafi og er rammpólitískt eins og Nilz Melzer, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum pyntinga hefur sagt. Þetta er ekkert annað en réttarfarslegur skandall.“ Kristinn minnir þó á það sem hann kallar „stóra málið“, ákæru ríkisstjórnar Donald Trump sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Hvenær ætlar fólk að vakna og sjá hversu alvarlegt það mál er? Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda.“ Málið gegn Assange sé byggt á njósnalöggjöfinni bandarísku sem aldrei áður hafi verið misbeitt gegn blaðamanni. „Þetta er alvarlegasta aðför að frelsi fjölmiðla á Vesturlöndum á síðari tímum. Þetta er árás á lýðræðið.“ Assange er stofnandi Wikileaks og er nú í öryggisfangelsi í Lundúnum eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann fékk hæli í sendiráði Ekvadors eftir að ásakanirnar um nauðgun komu upp árið 2010. Stjórnvöld í Ekvador ráku hann á dyr í apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið handtekinn af bresku lögreglunni. Eftir að Assange var handtekinn ákváðu sænskir saksóknarar að taka málið upp að nýju, en rannsókninni hafði verið hætt árið 2017.
Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. 28. september 2019 21:39 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
„Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30
Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. 28. september 2019 21:39