Þjóðin á með réttu auðlindir sjávar! Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar 19. nóvember 2019 12:30 Það sem kallað er í daglegu tali stjórn fiskveiða eru tillögur Hafrannsóknarstofnunar um það magn sem veiða má hvert ár úr hverri tegund fyrir sig. Það fyrirkomulag er til fyrirmyndar og þekkt um allan heim eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir réttilega. Samfélagið á veiðiheimildirnar með réttu, en þær voru af einhverjum undarlegum ástæðum, gefnar til útgerða 1984 á grundvelli tiltekinnar veiðireynslu 3 árin á undan. Útgerðir fengu svo heimild til að framselja / versla með óveiddan fisk 1990. Arður af sjávarauðlindum okkar hefur síðan runnið til útgerðaraðila og eru allmörg þeirra orðið stóreignafólk. Þær stóreignir eru í raun sá arður sem á með réttu að renna til samfélagsins til grunnþjónustu við okkur öll. Núverandi fyrirkomulag er meingallað og fársjúkt. Það eru ekki allir sem höndla slíka auðsöfnun, sem getur leitt til þvílíkrar græðgi að öll mörk og siðferði fjúka út í veður og vind. Samherjamálið er risastórt og sláandi dæmi um það, hvert taumlaus auðhyggja getur leitt. Við erum þessa dagana að lesa um svik og pretti, mútur og lygar sem beytt hefur verið gagnvart fátækri þjóð í Namibíu. Skattaundanskot og peningaþvætti af þeirri stærðargráðu að starfsmenn DNB bankans í Noregi hefur ekki mætt öðru eins um áratugaskeið. Reikningar Samherja eru hinum ýmsu löndum, undir ýmsum nöfnum til að fela og flækja streymi peninganna. Grein nr. 34 Náttúruaulindir í Nýju stjórnarskránni hljóðar svo:Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Afar brýnt er að lögfesta grein nr 34 Náttúruauðlindir í Nýju stjórnarskránni sem allra allra fyrst. Með þeirri lögfestingu verður fyrirkomulag fiskveiða við Ísland og vinnsla afla í landi, leyst úr þeirri einokun sem er í dag. Með aðskilnaði veiða og vinnslu yrðu þau vandamál úr sögunni, að geðþótti útgerðaraðlia réði því hvort fiskur væri unnin á þessum stað eða hinum. Laun til sjómanna mundu hækka þar sem fiskverð á markaði er undantekningarlítið hærra en til vinnslu í eigu útgerðaraðila. Með leigutekjum af auðlindum sjávar aukast þeir fjármunir verulega, sem varið verður til uppbyggingar á innviðum samfélagsins. Auðvitað munu útgerðaraðilar gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að verja þær veiðiheimildir sem þeim hafa verið gefnar. Píratar og Samfylking lögðu nýlega fram á Alþingi, frumvarp þess efnis að lögfesta Nýju Stjórnarskrána. Skora hér með á þingmenn að samþykkja það frumvarp sem fyrst og í síðasta lagi á vorþingi. Það er löngu kominn tími til að leysa gömlu dönsku stjórnarskána af hólmi, sem er að stofni til frá þeim tíma þegar einveldi konungs var enn í gildi í Danaveldi og var fullgilt hér til bráðabirgða sem Stjórnarskrá Íslands við lýðveldisstofnun 1944 eða fyrir 75 árum.Höfundur er #ammapírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það sem kallað er í daglegu tali stjórn fiskveiða eru tillögur Hafrannsóknarstofnunar um það magn sem veiða má hvert ár úr hverri tegund fyrir sig. Það fyrirkomulag er til fyrirmyndar og þekkt um allan heim eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir réttilega. Samfélagið á veiðiheimildirnar með réttu, en þær voru af einhverjum undarlegum ástæðum, gefnar til útgerða 1984 á grundvelli tiltekinnar veiðireynslu 3 árin á undan. Útgerðir fengu svo heimild til að framselja / versla með óveiddan fisk 1990. Arður af sjávarauðlindum okkar hefur síðan runnið til útgerðaraðila og eru allmörg þeirra orðið stóreignafólk. Þær stóreignir eru í raun sá arður sem á með réttu að renna til samfélagsins til grunnþjónustu við okkur öll. Núverandi fyrirkomulag er meingallað og fársjúkt. Það eru ekki allir sem höndla slíka auðsöfnun, sem getur leitt til þvílíkrar græðgi að öll mörk og siðferði fjúka út í veður og vind. Samherjamálið er risastórt og sláandi dæmi um það, hvert taumlaus auðhyggja getur leitt. Við erum þessa dagana að lesa um svik og pretti, mútur og lygar sem beytt hefur verið gagnvart fátækri þjóð í Namibíu. Skattaundanskot og peningaþvætti af þeirri stærðargráðu að starfsmenn DNB bankans í Noregi hefur ekki mætt öðru eins um áratugaskeið. Reikningar Samherja eru hinum ýmsu löndum, undir ýmsum nöfnum til að fela og flækja streymi peninganna. Grein nr. 34 Náttúruaulindir í Nýju stjórnarskránni hljóðar svo:Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Afar brýnt er að lögfesta grein nr 34 Náttúruauðlindir í Nýju stjórnarskránni sem allra allra fyrst. Með þeirri lögfestingu verður fyrirkomulag fiskveiða við Ísland og vinnsla afla í landi, leyst úr þeirri einokun sem er í dag. Með aðskilnaði veiða og vinnslu yrðu þau vandamál úr sögunni, að geðþótti útgerðaraðlia réði því hvort fiskur væri unnin á þessum stað eða hinum. Laun til sjómanna mundu hækka þar sem fiskverð á markaði er undantekningarlítið hærra en til vinnslu í eigu útgerðaraðila. Með leigutekjum af auðlindum sjávar aukast þeir fjármunir verulega, sem varið verður til uppbyggingar á innviðum samfélagsins. Auðvitað munu útgerðaraðilar gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að verja þær veiðiheimildir sem þeim hafa verið gefnar. Píratar og Samfylking lögðu nýlega fram á Alþingi, frumvarp þess efnis að lögfesta Nýju Stjórnarskrána. Skora hér með á þingmenn að samþykkja það frumvarp sem fyrst og í síðasta lagi á vorþingi. Það er löngu kominn tími til að leysa gömlu dönsku stjórnarskána af hólmi, sem er að stofni til frá þeim tíma þegar einveldi konungs var enn í gildi í Danaveldi og var fullgilt hér til bráðabirgða sem Stjórnarskrá Íslands við lýðveldisstofnun 1944 eða fyrir 75 árum.Höfundur er #ammapírati.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar