Skorar á KSÍ að kvarta formlega undan framgöngu Tyrkja Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2019 11:44 Sigríður Andersen ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, skorar á KSÍ að kvarta formlega undan framgöngu tyrkneskra stuðningsmanna á landsleik Tyrkja og Íslendinga síðasta fimmtudag. Þar heyrðust stuðningmenn liðsins púa á íslensku leikmennina þegar þeir gengu inn á völlinn og á meðan íslenski þjóðsöngurinn var fluttur. Sigríður tók undir með þáttastjórnendum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þetta hafi verið hinn argasti dónaskapur að hálfu Tyrkja. Hún telur þó ekki vera tilefni til þess að utanríkismálanefnd eða utanríkisþjónustan aðhafist eitthvað í málinu og nefnir í því samhengi símtal tyrkneska utanríkisráðherrans í kjölfar uppþvottaburstamálsins víðfræga.Málið eigi ekki heima á vettvangi utanríkismálanefndar „Mér fannst það á þeim tíma fulldjúpt í árina tekið, já eða svona full alvarlega tekið af þessum utanríkisráðherra ágæta að blanda sér inn í það mál þannig ég er nú ekki viss kannski að þessi mál eigi heima á svona formlegum vettvangi eins og þeim,“ segir Sigríður. Hún segist frekar gera ráð fyrir því að málið verði tekið upp á vettvangi UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. „Ég trúi nú ekki öðru en að KSÍ hafi að minnsta kosti frumkvæði að því, ef það er ekki þegar búið að taka eitthvað frumkvæði að því að hálfu sjálfs UEFA.“ Sigríður telur því að KSÍ eigi að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp að hálfu UEFA. „Mér finnst sjálfsagt að það sé gert og myndi styðja þá í því og hvet þá til þess að gera það.“ Íslendingar erlendis Reykjavík síðdegis Tyrkland Tengdar fréttir Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-0 | Millimetrum frá því að senda stressaða Tyrki á gervigrasið í Andorra Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Íslenska landsliðið lendir í Istanbul eftir hádegi Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lendir í Istanbul rúmum þremur tímum fyrir einu æfingu sína á Türk Telekom leikvanginum. 13. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Sjá meira
Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, skorar á KSÍ að kvarta formlega undan framgöngu tyrkneskra stuðningsmanna á landsleik Tyrkja og Íslendinga síðasta fimmtudag. Þar heyrðust stuðningmenn liðsins púa á íslensku leikmennina þegar þeir gengu inn á völlinn og á meðan íslenski þjóðsöngurinn var fluttur. Sigríður tók undir með þáttastjórnendum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að þetta hafi verið hinn argasti dónaskapur að hálfu Tyrkja. Hún telur þó ekki vera tilefni til þess að utanríkismálanefnd eða utanríkisþjónustan aðhafist eitthvað í málinu og nefnir í því samhengi símtal tyrkneska utanríkisráðherrans í kjölfar uppþvottaburstamálsins víðfræga.Málið eigi ekki heima á vettvangi utanríkismálanefndar „Mér fannst það á þeim tíma fulldjúpt í árina tekið, já eða svona full alvarlega tekið af þessum utanríkisráðherra ágæta að blanda sér inn í það mál þannig ég er nú ekki viss kannski að þessi mál eigi heima á svona formlegum vettvangi eins og þeim,“ segir Sigríður. Hún segist frekar gera ráð fyrir því að málið verði tekið upp á vettvangi UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. „Ég trúi nú ekki öðru en að KSÍ hafi að minnsta kosti frumkvæði að því, ef það er ekki þegar búið að taka eitthvað frumkvæði að því að hálfu sjálfs UEFA.“ Sigríður telur því að KSÍ eigi að beita sér fyrir því að málið verði tekið upp að hálfu UEFA. „Mér finnst sjálfsagt að það sé gert og myndi styðja þá í því og hvet þá til þess að gera það.“
Íslendingar erlendis Reykjavík síðdegis Tyrkland Tengdar fréttir Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-0 | Millimetrum frá því að senda stressaða Tyrki á gervigrasið í Andorra Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Íslenska landsliðið lendir í Istanbul eftir hádegi Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lendir í Istanbul rúmum þremur tímum fyrir einu æfingu sína á Türk Telekom leikvanginum. 13. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Sjá meira
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-0 | Millimetrum frá því að senda stressaða Tyrki á gervigrasið í Andorra Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45
Íslenska landsliðið lendir í Istanbul eftir hádegi Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lendir í Istanbul rúmum þremur tímum fyrir einu æfingu sína á Türk Telekom leikvanginum. 13. nóvember 2019 09:00