Garrett missti stjórn á skapi sínu í leik Cleveland og Pittsburgh Steelers á fimmtudaginn. Hann reif hjálminn af leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, Mason Rudolph, og lamdi Rudolph svo í höfuðið með hjálminum.
.@MikePereira explains what kind of suspensions should be expected for players following tonight’s Steelers-Browns game. pic.twitter.com/2u8wwYvj4bSlagsmál brutust út í kjölfar leiksins og voru bæði lið sektuð um 250 þúsund bandaríkjadali vegna þess.
— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) November 15, 2019
Garrett var dæmdur í ótímabundið, launalaust bann. Hann mun ekkert taka meiri þátt í NFL deildinni í vetur. Hann þarf að sitja fund með forráðamönnum deildarinnar að tímabili loknu áður en hann fær leyfi til þess að snúa aftur.
Maurkice Pouncey hjá Steelers var dæmdur í þriggja leikja launalaust bann og Larry Ogunjobi hjá Browns fékk eins leiks launalaust bann fyrir þeirra hlut í slagsmálunum.
Statement from Myles Garrett: pic.twitter.com/txVA970CmW
— Cleveland Browns (@Browns) November 15, 2019