Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 20:00 Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því alfarið að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inn í umræðu um Samherjaskjölin. Fréttablaðið birti í dag tölvupósta frá Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, þar sem hann óskar eftir punktum frá stjórnendum Samherja í Namibíu vegna uppbyggingaráforma Grænlendinga í sjávarútvegi. Meðal stjórnendanna sem sent er á er Siggi eða Sigurður Ólason sem var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja í Namibíu en er núverandi framkvæmdastjóra hjá Marel. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki séð tilefni til að svara póstinum.Tölvupósturinn sem Gunnþór sendi 2014 til stjórnenda Samherja í Namibíu.Í tölvupóstinum er beðið um upplýsingar um hvað þurfi mikla fjárfestingu í uppbyggingu á austurströnd Grænlands. Gunnþór segist spyrja fyrir Henrik Leth sem er stjórnarformaður Polar Seafood á Grænlandi sem Samherji á þriðjung í. Fram kemur að Henrik ætli ekki að setja neitt upp heldur séu heimamenn að reyna að ná kvótum með því að þykjast ætla að byggja upp á Grænlandi. Gunnþór segist fyrst og fremst hafa verið að athuga fyrir samstarfsmann hver kostnaður gæti verið við slíka uppbyggingu. „Þetta snerist bara um hvort það væri raunhæft að byggja svona upp í Grænlandi og ég ætlaði bara að stytta mér leið í þessari upplýsingaöflun. Ég vissi að þeir félagar voru búnir að vera að skoða þetta eitthvað þarna niður frá. Henrik Leth var fyrst og fremst að forvitnast. Við sáum að þetta var aldrei raunhæf fjárfesting þannig að það stóð ekki til að blekkja einn eða neinn. Þú getur alveg komið í heimsókn og skoðað alla tölvupóstana mína. Ég hef ekkert að fela í þessu máli,“ segir Gunnþór. Hann er ósáttur við að vera bendlaður við umræðu um Samherjaskjölin. „Það er frekar sárt að vera dreginn inní þessa umræðu núna með þessum hætti,“ segir Gunnþór. Síldarvinnslan birti tilkynningu á vef sínum í dag þar sem fyrirtækið harmar þá umfjöllun sem hefur átt sér stað um málið. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því alfarið að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inn í umræðu um Samherjaskjölin. Fréttablaðið birti í dag tölvupósta frá Gunnþóri Ingvasyni, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, þar sem hann óskar eftir punktum frá stjórnendum Samherja í Namibíu vegna uppbyggingaráforma Grænlendinga í sjávarútvegi. Meðal stjórnendanna sem sent er á er Siggi eða Sigurður Ólason sem var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja í Namibíu en er núverandi framkvæmdastjóra hjá Marel. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði ekki séð tilefni til að svara póstinum.Tölvupósturinn sem Gunnþór sendi 2014 til stjórnenda Samherja í Namibíu.Í tölvupóstinum er beðið um upplýsingar um hvað þurfi mikla fjárfestingu í uppbyggingu á austurströnd Grænlands. Gunnþór segist spyrja fyrir Henrik Leth sem er stjórnarformaður Polar Seafood á Grænlandi sem Samherji á þriðjung í. Fram kemur að Henrik ætli ekki að setja neitt upp heldur séu heimamenn að reyna að ná kvótum með því að þykjast ætla að byggja upp á Grænlandi. Gunnþór segist fyrst og fremst hafa verið að athuga fyrir samstarfsmann hver kostnaður gæti verið við slíka uppbyggingu. „Þetta snerist bara um hvort það væri raunhæft að byggja svona upp í Grænlandi og ég ætlaði bara að stytta mér leið í þessari upplýsingaöflun. Ég vissi að þeir félagar voru búnir að vera að skoða þetta eitthvað þarna niður frá. Henrik Leth var fyrst og fremst að forvitnast. Við sáum að þetta var aldrei raunhæf fjárfesting þannig að það stóð ekki til að blekkja einn eða neinn. Þú getur alveg komið í heimsókn og skoðað alla tölvupóstana mína. Ég hef ekkert að fela í þessu máli,“ segir Gunnþór. Hann er ósáttur við að vera bendlaður við umræðu um Samherjaskjölin. „Það er frekar sárt að vera dreginn inní þessa umræðu núna með þessum hætti,“ segir Gunnþór. Síldarvinnslan birti tilkynningu á vef sínum í dag þar sem fyrirtækið harmar þá umfjöllun sem hefur átt sér stað um málið.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira