Cleveland Browns vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Steelers, 21-7, en það er enginn að tala um það. Það eru allir að tala um slagsmálin í leiknum.
Myles Garrett, varnarmaður Cleveland, hreinlega sturlaðist í leiknum. Hann reif hjálminn af Mason Rudolph, leikstjórnanda Steelers, og lamdi hann svo í hausinn með honum. Ótrúleg uppákoma sem á sér engin fordæmi.
.@MikePereira explains what kind of suspensions should be expected for players following tonight’s Steelers-Browns game. pic.twitter.com/2u8wwYvj4b
— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) November 15, 2019
Garrett er á leiðinni í langt bann að öllum líkindum og Maurkice Pouncey, leikmaður Steelers, er líklega einnig á leiðinni í bann fyrir að hafa svo kýlt Garrett og sparkað í hann.
Þessi lið mætast aftur eftir tvær vikur. Það gæti orðið áhugavert.